Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Því verður ekki trúað

Eftirfarandi er tekið af mbl.is undir fyrirsögninni: Komumst ekki lengra en þar er vísað til fullyrðinga Jóhönnu og Steingríms við Bloomberg fréttastofuna og er neðanritað tekið úr viðtali Bloomberg við þau.

„Við getum ekki náð lengra í samningum," segir Steingrímur við Bloomberg en haft er eftir honum, að Ísland muni ekki reyna að fá fram breytingar á þeim samningi, sem gerður var í október.   

„Ég er enn bjartsýnn á að frumvarpið verði samþykkt löngu fyrir jól," segir Steingrímur. Samkomulagið er háð því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á lán, sem Tryggingasjóður innistæðueigenda tekur hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum.

Jóhanna Sigurðardóttir segir, að Ísland muni lenda í miklum vandræðum takist stjórnvöldum ekki að leiða samningana við Breta og Hollendinga til lykta.  

„Ég er sannfærður um að sá samningur, sem nú liggur fyrir, er sá besti sem við gátum náð fram," segir Jóhanna. „Komi það í ljós síðar að Ísland var ekki skuldbundið samkvæmt lögum að ábyrgjast þessar innistæður munum við herma það upp á Breta og Hollendinga að taka málið upp að nýju."

Bretar og Hollendingar vita að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þetta frumvarp samþykkt eins hratt og unnt er," segir Jóhanna við Bloomberg.

Þau geta reynt að blekkja Bloomberg, en þau blekkja ekki Íslendinga.  Við erum búin að vera að fylgjast með störfum þeirra og framkomu allri og það er ekkert sem bendir til þess að þau hafi verið heiðarleg í samskiptum sínum, hvorki við þing eða þjóð.  Það er á valdi stjórnvalda og Alþingis að segja hingað og ekki lengra við Bresk og Hollensk stjórnvöld.

Það er dapurlegt, en þjóðin trúir ekki eða treystir þessu fólki lengur.  Þjóðin skilur ekki hvað þeim gengur til.

Látið hefur verið í það skína að ef við samþykkjum ekki Icesave lendi ríkissjóður í ruslflokki greiningardeilda matsfyrirtækja.  SO WHAT !!!  Hvað með það !!!  Þessi matsfyritæki eru ekki upphaf eða endir alls.  Hingað til hafa þau gert hver mistökin á fætur öðrum og eru ekki traustsins verð.  Auk þess eigum við að forðast eins og heitan eldinn að taka erlend lán, ekki nema brínasta nauðsin kalli eftir slíku.

 


mbl.is Komumst ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð og rökrétt ákvörðun hjá Finni

Það er góð og rökrétt ákvörðun hjá Finni Sveinbjörnssyni að sækja ekki um áframhaldandi stöðu bankastjóra hjá Arion banka.  Finni hefur ekki tekist að bæta eða verja ímynd bankans, en þvert á móti hefur henni (ímynd bankans) hrakað verulega í bankastjóra tíð hans.  Trúverðugleiki Arion banka, sem og annarra banka hefur beðið skaða og hefur síður en svo lagast eftir að skilanefndir voru settar og nýir bankar settir á stofn. 

Helst er að sjá að bankarnir séu enn í 2007 gírnum, nema hvað ekki stendur til að hjálpa fólki, hvort sem það er í neyð eða ekki.  Allt er gert til að hugsa um hag bankanna á kostnað annarra, þ.e. fólks og fyrirtækja.

Óskandi er að nýir eigendur og nýr bankastjóri taki mannúðlegar á málum en gert hefur verið hingað til.

 


mbl.is Finnur Sveinbjörnsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur viðurkennir leynimakkið

Það verður að klára Ice-slave samninginn, sama hvað það kostar, en þing og þjóð fær ekki að vita hvers vegna.  Við, þjóðin, eigum bara að gleypa orð Steingríms J. Sigfússonar hrá og trúa og treysta honum.  Hvað hefur hann til unnið að við ættum að treysta honum ?  Hann hefur ítrekað farið með ósannindi á þingi um Icesave og margt annað frá því hann komst í ylvolgan stól fjármálaráðherra.

Nei takk Steingrímur, ég trúi þér ekki og ég treysti þér ekki !!!! 

Svo einfalt er það.

 


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstaða Samfylkingar skír, en afstaða Vinstri grænna ekki

Ég get skilið afstöðu Samfylkingarinnar til Icesave-nauðasamningana, þeir eru jú allir haldnir "undirgefni við erlenda harðstjórnar syndrúminu", en sennilega eru VG haldnir "undirgefni til að halda í stjórnartauma syndrúminu".  Hvorutveggja eru þetta mjög alvarleg afbrigði og illlæknanleg, bóluefni hafa ekki fundist.  Í tilfellinu hinu fyrra hafa þjóðir komið mjög illa út úr því afbrigði og munu ekki ná sér að sögn lækna, skaðinn er varanlegur. 

Því votta ég öllu Samfylkingarfólki samúð mína.

 


mbl.is Hvað sagði amma um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir halda hverjum í gíslingu ?

Stjórnarandstaðan heldur þinginu í gíslingu.

Ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn heldur þjóðinni allri í gíslingu.

 

 


mbl.is Þinginu haldið í gíslingu málþófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daniel Gross stendur fyrir sínu, það sama verður ekki sagt um ráðherra ríkisstjórnarinnar

Samfylkingarþingmaðurinn Valgerður Bjarnadóttir og Samfylkingarráðherrann Gylfi Magnússon virðast hafa áhyggjur af kostnaði við setu Daniel Gross í bankaráði Seðlabankans.  Ég held að þau ættu að hafa meiri áhyggjur af kostnaði sem til fellur vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu sem þjóðin hefur ekki áhuga á, en kostar okkur reiðinnar ósköp.  Gross hefur þó verið að vinna vinnuna sína og það með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, ekki verður hið sama sagt um ráðherra eða þingmenn stjórnarflokkanna.

 


mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærandi þögn stjórnarflokkanna þegar mest reynir á að Alþingi standi með okkur, þjóðinni

Ég var að fylgjast með umræðum á Alþingi í gærkveldi.  Ærandi fannst mér sú þögn og sú lítilsvirðing sem ríkisstjórnarflokkarnir sýndu ekki aðeins Alþingi heldur þjóðinni.  Lítilsvirðing gagnvart þjóðinni felst í því að þeir leggja ekkert á sig til að vernda hag hennar.  Þjóðin, fólkið í landinu, má bara blæða, þeim er svo gjörsamlega sama um okkur. 

Sú var tíð að maður var stoltur af því að vera Íslendingur, en nú orðið skammast maður sín fyrir þjóðerni sitt, ekki aðeins vegna víkinganna heldur vegna þeirra sem fara með völdin í landinu. 

Hvílík niðurlæging Angry

 


Nýr og álitlegur skattstofn

Ég held að ríkisstjórn Íslands ætti að fara að eins og ríkisstjórn Sarkozy Frakklandsforseta, þ.e. að skattleggja fíkniefnasala.  Þeir sem gripnir eru fyrir sölu og/eða framleiðslu fíkniefna verði ekki aðeins stungið í steininn heldur skattlagðir í topp.  Kannski ríkiskassinn myndi rétta við ef það yrði gert. Wink

 


mbl.is Sarkozy hyggst skattleggja fíkniefnasala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnarflokkarnir sína þjóðinni mikið áhugaleysi

Ég hef verið að fylgjast með umræðum á Alþingi og verð ég að segja að mér blöskrar hrópandi áhugaleysi stjórnarflokkanna er kemur að erfiðasta og mesta óréttlæti er Íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum.  Að áliti stjórnarflokkanna á Íslenska þjóðin að taka á sig að greiða skuldir annarra, jafnvel þó hún sé alls ófær um það.  Það hefur margkomið fram að ef Icesave-skuldir bættust við aðrar skuldir þjóðarbúsins, er þjóðin alls ómegnug að standa við þær greiðslur sem ætlast er til að börnin okkar og barnabörn inni af hendi.

Stjórnarflokkarnir sýna ekki bara Alþingi lítilsvirðingu heldur þjóðinni allri. 

Það er svartur blettur á þessum stjórnmálaflokkum og öllum þingmönnum þeirra er greiða þessum þrælasamningi atkvæði sitt.


Lúðvík Geirsson að finna sér leið út úr pólitík, eftir að hafa sett Hafnarfjarðarbæ á hliðina

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sér sér þann kost vænstan að fara í öruggt fallsæti á list Samfylkingarinnar fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar.  Á átta ára ferli sínum hefur hann ásamt Samfylkingunni komið Hafnarfjarðarbæ í ótrúleg vandræði, jafnvel í góðæri, þegar allt lék í lindi og gríðarlegar tekjur bæjarins, var skuldsetningin enn meiri.  Nú þykir honum best að koma sér í öruggt fallsæti, hann vill ekki lenda í því að vera í minnihluta.  Hann veit sem er að næsta bæjarstjórn á erfitt verk fyrir höndum, að vinda ofan af allri vitleysunni eftir hann og Samfylkinguna.

 


mbl.is Lúðvík í baráttusætið í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 167813

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband