Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.3.2012 | 23:17
ESB og evru stefna Samfylkingarinnar er draumsýn ein
Heims- og framtíðarsýn Samfylkingarinnar má kannski sjá í mjög svo öflugum smásjá. Samfylkingin ætlaði á sýnum tíma að "skilgreina samningsmarkmið" vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Sú vinna var aldrei unnin, eða hefur allavega aldrei verið gerð opinber. Samfylkingin hefur engin markmið utan þess að ganga í ESB, annað er ekki á dagskrá hjá SF.
SF virðist halda að ESB bjargi öllu, það er nú öðru nær. SF-fólk sér ekki og vill ekkert af því vita hvað er að gerast í Evrópu undir stjórn ESB.
Þegar blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju, en íslenska þjóðin er ekki blind og hún lætur ekki SF áróður blekkja sig.
Það er komið nóg af þessum hildarleik sem SF leikur. Allt sem gert er og ekki er gert er ætlað að drepa allt niður hér á landi, alveg eins og gert hefur verið í Grikklandi, til þess að kúga landann inn í ESB-ófreskjuna. Nú þarf að stöðva þetta kjaftæði og snúa sér að því að sinna þjóðinni og því sem henni er fyrir bestu, en svo er víst að ESB á þar ekkert erindi.
![]() |
Hættið að láta ykkur dreyma um þessa evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2012 | 00:30
Við þurfum ekki nýjan gjaldmiðil, við þurfum nýtt hugarfar
Það yrði algjört glapræði að taka upp Kanadadollar, US-dollar, evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Að kasta krónunni fyrir róða í einhverjum tilfinninga- og gerræðiskasti fyrir gjaldmiðla sem jú eru kannski sterkari en krónan, myndi bara þýða það að við munum ekki ráða yfir okkar eigin efnahags- og peningamálum, við yrðum alltaf upp á aðra komin, styrk þeirra og veikleika. Það kann að hljóma vel í dag að taka upp einhvern tiltekinn gjaldmiðil og kannski myndi það vera til góðs, tímabundið, en til lengri tíma litið eru meiri líkur en minni á að það muni kosta okkur meira en ef við héldum í gömlu góðu krónuna.
Það sem við þurfum er betri efnahagsstjórn og breytt íslenskt hugarfar. Við þurfum að breyta okkur sjálf, hugsunum okkar og athöfnum, þegar að persónulegum fjármálum okkar kemur. Ríkisvaldið þarf að sýna ábyrgð, fjármálastofnanir þurfa einnig að sýna ábyrgð, sveitafélögin þurfa að sýna ábyrgð og atvinnulífið þarf að sýna ábyrgð.
Ef ekkert af þessu gerist þá skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir, ekkert mun breytast vandamálin verða aðeins dýpka og erfiðleikar þjóðfélagsins viðvarandi.
Við þurfum ekki nýjan gjaldmiðil, við þurfum nýtt hugarfar.
![]() |
Fjallað um áhuga á upptöku Kanadadollars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2012 | 12:03
Almenningi má ekki koma til bjargar að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur það markmið númer eitt, tvö og þrjú að gæta hagsmuna hinna ofurríku á kostnað almúgans. Samkvæmt stefnu AGS verður að gæta hagsmuna banka og annarra fjármálastofnana hvað sem það kostar, útrýma millistéttinni og halda almúganum í fátækt, því þá er auðveldara að stjórna þeim.
Bankarnir hafa grætt ógurlega á ofurvöxtum og verðtryggingu sem ekki er í neinum takti við raunveruleikann. Verðtryggingin hefur séð til þess að fjármálafyrirtækin fái örugglega allt sitt og gott betur. Meðan almenningur þarf ekki aðeins að geta brugðist við verðhækkunum á nauðsynjarvörum heldur þurfa einnig að sjá til þess að fjármálafyrirtækin fái miklu meira en þeim ber.
Er að furða að efnahagsreikningar þessara fyrirtækja bólgni út eins og ofurstór blaðra. Það þarf að minnka þessa blöðru áður en hún springur framan í fjármagnseigendur og ríkisvaldið. Það er gert með því að láta hluta af ofurhagnaðinum ganga til lækkunar á verðtryggðum lánum sem hafa hækkað úr hófi fram og skuldarar hafa engin tök á að hafa áhrif á þá þróun, þeim er bara ætlað að þegja og borga.
Við sjáum hvað er að gerast í suður Evrópu, í Grikklandi, Spáni og víðar, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst. Engar kaldar stofnanir láta það á sig fá, á meðan þær geta varið elítuna, fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin.
Segjum skilið við AGS og látum ESB sigla sinn sjó, þessar stofnanir koma okkur ekki að neinu gagni, hvorki nú né síðar. Þeim er ekki ætlað að hugsa um hag almennings, heldur hinna sem öllu vilja ráða og öllu vilja stjórna.
![]() |
Andvíg almennri skuldaniðurfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2012 | 11:14
ESB drepur lýðræðið
Írar fá ekki að kjósa framar um nokkuð sem viðkemur Evrópusambandinu, þeir eiga bara að kyngja því sem kemur frá möppudýrunum í Brüssel.
Ef Íslenskir Evrópusambandssinnar halda að við munum hafa eitthvað að segja í því, apparatinu, þá eru þeir annaðhvort blindir eða loka augunum viljandi fyrir Sovét-tilburðum sambandsins.
Þeir sem berjast fyrir upptöku evru ættu að átta sig á því að evran leiðir hinn almenna borgara í evrulandi í fátæktargildru. Evran útrýmir millistéttinni, þannig að aðeins verða til tvær stéttir, fátækir og ríkir, almúgur og elítan. Það er kannski einmitt það sem ESB sinnar vilja. Það er það sem ASÍ berst fyrir. ASÍ er hætt að berjast fyrir hinn almennan launamann, baráttan snýst um að útrýma millistéttinni. Þetta er einmitt það sem sést víða í Evrópu, ef menn bara opna augun. En í nokkrum ESB-löndum eru til verkalýðsfélög sem standa með hinum almenna launamanni og mótmæla yfirgangi evru-kratanna, þó svo að barátta þeirra sé máttlaus.
Íslendingar eiga ekkert með skrímsli ESB að gera.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB
![]() |
Vildu komast hjá írsku þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2012 | 09:29
Pakkinn er tómur
Öllum, með opin augu og eyru, er orðið ljóst og það fyrir löngu síðan að pakkinn er tómur, fyrir utan nokkur fúlegg sem liggja í einu horni hans.
ESB hefur ekkert að færa okkur, en þeir vilja allt sem við höfum.
Þannig er nú það. Segjum því!!!!
JÁ ÍSLAND - EKKERT ESB
![]() |
Erna Bjarnadóttir: Verklag og vinnuferli ESB-viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2012 | 15:55
Blekkingar um "séreignasparnaðinn"
Þegar séreignasparnaði var komið á var fólk hvatt til þess að taka þátt í slíkum sparnaði því það myndi koma þeim að notum þegar það hætti að vinna og færi á eftirlaun.
Það er deginum ljósara að um blekkingaleik var að ræða. Bankarnir og lífeyrissjóðirnir hafa halað inn fúlgum fjár til þess að bruðla með og láta í hendur óvandaðra manna.
Nú, þegar menn og konur sem af "fyrirhyggju" lögðu inn á séreignasjóði, tekur út sparnaðinn sinn, þá eru aðrar greiðslur skertar, þannig að það stendur í sömu sporum og það hefði staðið í hefði það ekki lagt í þennan "sparnað".
Niðurstaðan er sem sagt sú að það borgar sig ekki að hafa fyrirhyggju, það borgar sig ekki að spara. Fólk sem er með slíkan sparnað ætti að taka hann út áður en það kemst á eftirlaun og geyma fjármuni sína annarsstaðar en inni á bankareikningum, einhversstaðar þar sem skattmann kemst ekki með fingurna.
Ríkisvaldinu er ekkert heilagt, þar sem það sér einhverra aura von, þar eru þeir komnir með puttana. Ríkisvaldið passar upp á það að eldri borgarar og öryrkjar hafi það örugglega skítt. Þannig hafa vinstri menn alltaf spilað, þegar þeir eru í stjórn, en barmað sér í nafni eldri borgara og öryrkja, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu.
Slæmt er þeirra óréttlæti, verra er þeirra réttlæti.
![]() |
Kostar tvo milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2012 | 11:06
Össur og krónan
Ef Össur opnaði augun þá sæi hann að krónan hefur reynst okkur betur allan lýðveldistímann, heldur en evran Portúgölum, Írum, Ítölum, Grikkjum og Spánverjum [PIIGS] þau tíu ár sem hún hefur verið til.
Krónan er ekki fullkominn gjaldmiðill frekar en nokkur annar gjaldmiðill, en hún hefur þjónað okkur vel miðað við þær aðstæður sem við höfum búið við.
Þess ber einnig að geta að krónan gerir ekkert upp á sitt eindæmi, það skiptir nefnilega máli hvernig hún er notuð.
Þegar græðgi nær tökum á fólki, þá getur ekki farið vel, sama hvort menn eiga krónu, dollara eða evrur. Það hefur sýnt sig að þegar græðgisandi hefur náð tökum á heilum þjóðum og menn tekið lán til að eyða ótæpilega, þá fer illa. Þetta sjáum við ekki bara á Íslandi, heldur allt í kring um okkur.
Páll postuli skrifar í fyrra bréfi sínu til Tímóteusar, 6.kafli vers 6-10
6Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. 7Því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan.
8Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja. 9En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.
10Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.
Það skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir, ef fégirndin nær að stjórna lífi okkar þá mun gjaldmiðillinn ekki geta bjargað afleiðingum hennar. Það eina sem getur hjálpað okkur og komið okkur á réttan kjöl er guðhræðslan, þ.e. trúin og samfélagið við skapara okkar. Það er bæn mín og von að ekki aðeins Össur opni augun, heldur við öll.
![]() |
Össur: Krugman og krónan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2012 | 12:56
Þjóðin treystir Jóhönnu ekki.
Hefði Jóhanna treyst þjóðinni hefði hún leyft henni að taka um það ákvörðun, í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort farið yrði í ESB umsóknar vegferðina eða ekki. Nú er komið á daginn að leynt og ljóst er verið að aðlaga regluverk og stjórnsýslu til þess að það falli að ESB kröfum áður en þjóðin fær nokkuð um það að segja hvort hún vill yfir höfuð ganga í ESB eða ekki.
Það er einnig rétt að minnast þess að sjálf Jóhanna sagði á sýnum tíma að þjóðaratkvæðagreiðsla verður ekki bindandi heldur ráðgefandi. Sem sagt, Jóhanna ætlar okkur inn í ESB hvað sem raular og tautar. Hún hefur nú þegar sýnt fram á, svo ekki verði um villst, að henni er ekki treystandi. Margir af hennar dyggustu stuðningsmönnum frá því að ríkisstjórn hennar tók við völdum hafa nú þegar yfirgefið hana og lýst yfir vonbrigðum með framgang hennar og vegna svikinna loforða, nægir þar að nefna ASÍ forustuna.
Þjóðin treystir Jóhönnu ekki.
![]() |
Ég treysti þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2012 | 13:42
Már óánægður með laun sín
Ef Már er svona óánægður með launin sem hann fær fyrir að vera í forsvari Seðlabanka Íslands og þar með yfirmaður peningastefnunefndar bankans, er hann þá trúverðugur fulltrúi okkar, þjóðarinnar, í stól Seðlabankastjóra?? Mér er spurn!!!!
![]() |
Már í mál við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2012 | 11:44
Fjöldi framboða verður í boði fyrir næstu þingkosningar
Það er nokkuð ljóst að fjöldi framboða til næstu þingkosninga eigi eftir að aukast. Ég geri ráð fyrir að ca. 15 (fimmtán) framboð verði á boðstólum fyrir þær kosningar sem fara í hönd, hvort heldur þær verði á þessu eða næsta ári.
Framboð með "óþekktum" nöfnum úr stjórnmálalífinu munu eiga mesta möguleika, svo framalega sem stefnuskrár þeirra verði skírar og höfði til almennings.
Það verður á brattann að sækja hjá gömlu flokkunum og spurning hvort sumir þeirra muni lifa af. Mér þykir nokkuð ljóst að fjórflokkurinn munu verða fyrir áfalli og Hreyfingin þurrkast út. Þá er spurningin hvort Samfylkingin og Vinstri grænir muni sameinast í þeim tilgangi að reyna að halda lífi.
![]() |
X-G leitar frambjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 176
- Frá upphafi: 167796
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar