Er lýðræðisleg umfjöllun bara fyrir suma útvalda?

Öll fjölmiðlaflóran veitir framboði Þóru Arnórsdóttur athygli.  Þóra fékk heldur betur umfjöllun í fréttum ljósvakamiðla í kvöld og umfjöllun um hennar persónu í Ísland í dag á Stöð 2 var athyglisverð í ljósi þess að aðrir sem lýst hafa yfir framboði sínu hafa ekki fengið nema óverulega athygli þessara sömu fjölmiðla.

Þóra fær þar með forskot á aðra frambjóðendur sem enga eða litla umfjöllun hafa fengið og þarf örugglega ekki að borga krónu fyrir, núverandi og fyrrverandi vinnustaðir hennar hafa séð svo um að hún fær alla athygli sem hún óskar sér.

Er þetta lýðræðið sem við búum við, eru þetta hinu hlutlausu fjölmiðlar sem okkur er boðið uppá.  Ég lýsi vanþóknun minni á framferði fjölmiðla í garð þeirra sem lýst hafa yfir framboði til kjörs forseta, en þar má undanskilja sitjandi forseta þar sem hann hefur stöðu sinnar vegna fengið mikla umfjöllun frá því löngu áður en hann tók við því embætti.

Hvaða umfjöllun hefur t.d. Jón Lárusson fengið eða Ástþór Magnússon, en þeim síðarnefnda er frekar sýnd lítilsvirðing í allri umfjöllun heldur en hitt.

Ef við búum í lýðræðisþjóðfélagi þá á lýðræðið að gilda fyrir alla, en ekki bara suma útvalda.

 


mbl.is Á ekki að vera pólitískt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 162100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband