Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.4.2012 | 15:58
Hreyfingin stórmerkilegt fyrirbrigði í Íslenskum stjórnmálum
Þegar Hreyfingin gerir sér loks grein fyrir því að hún nær ekki að áorka neinu í Íslenskum stjórnmálum þá á að leggjast í víking og nú á að bjarga Tíbet.
Ja, margt er nú skrítið í kýrhausnum
![]() |
Birgitta hittir Dalai Lama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2012 | 20:45
Stjórnarandstaðan á að krefjast afsagnar utanríkisráðherra og það strax
Ef töggur er í stjórnarandstöðunni, þá leggur hún fram vantrauststillögu á utanríkisráðherra og krefjast þess að það mál verði tekið fyrir strax, að öðrum kosti verði þinghald sett í uppnám.
Össur hefur gengið fram með þvílíkum hroka og ósvífni gagnvart Alþingi, þingnefndum og jafnvel ríkisstjórninni sjálfri sem hann á sæti í, að ekki verði liðið að hann sitji áfram sem ráðherra.
Dagar Össurar sem þingmanns eru taldir. Ætli Samfylkingin sér hlutverk í stjórnmálum hér eftir, þarf grasrótin að fara að taka til sinna ráða, sópa út gömlum fúnum tuskum og koma með nýtt blóð í staðinn. Máltækið segir að nýir vendir sópa best og nú þarf Samfylkingin nýja vendi og sópa út öllu rykinu sem sest hefur að í flokki þeirra.
![]() |
Furðuleg viðbrögð stjórnmálamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2012 | 15:31
Veik forusta Sjálfstæðisflokksins
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þá ákvörðun að samþykkja Icesave III, sagði ég mig úr flokknum. Ég hef ekki séð ástæðu til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn að nýju þar sem mér hefur fundist formaður flokksins ekki einarður í afstöðu sinni gegn ESB aðild. Þegar hann ræðir um ESB finnst mér hann ekki tala af sannfæringu og á þann veg að hann gæti átt undankomuleið, ef svo ber undir.
Ég hef það á tilfinningunni að ef sú staða kæmi upp að Bjarni Benediktsson sæi að hann hefði hag af því að stökkva á ESB-vagninn yrði hann fljótur til.
Mér hefur fundist forusta Sjálfstæðisflokksins veik og svolítið fálm- og tilviljunarkennd, það vantar rögg og áræðni, menn séu fljótir til þegar á reynir, en bíði ekki eftir að allir aðrir séu búnir að tjá sig um mikilvæg málefni. Formaður Framsóknarflokksins stendur skrefi framar í þeim efnum en formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ég held að væri það ekki fyrir núverandi forustu Sjálfstæðisflokksins þá myndi flokkurinn mælast með vel yfir 50% fylgi í skoðanakönnunum og mun færri væru óákveðnir. Að mínu áliti voru það mistök að skipta ekki út forustuliði flokksins á síðasta landsfundi.
13.4.2012 | 23:49
Vantrauststillagu á utanríkisráðherra strax
Nú þarf stjórnarandstaðan að standa saman, taka á sig rögg og leggja fram vantrauststillögu á utanríkisráðherra, ráðherra sem hefur gersamlega gengið fram af þingi og þjóð. Hvergi í lýðræðisríkjum komast ráðherrar upp með það sem Íslenskir ráðherrar hafa komist upp með, en nú er komið nóg af slíku og verður Össur að taka poka sinn og leita sér að annarri vinnu. Maður á "plani", eins og ráðherrann hefur lýst sjálfum sér, sem skapar hættu við störf sín er látinn taka poka sinn, hann rekinn og verður að leita sér vinnu annarsstaðar, eitthvað við sitt hæfi.
Við þurfum nýjan utanríkisráðherra, sá sem fyrir er er ekki hæfur til að sinna því hlutverki. Við þurfum mann eða konu sem kann til verka og er ekki í sífellum skotbardaga við andstæðinga sína og endalausa fimm aura brandara, einhvern sem ber virðingu fyrir þjóð sinni, en ógnar ekki tilveru hennar.
![]() |
Brýnt að beina mótmælum til ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
. . . þeir sjá ekki hið augljósa. Kannski er það að kommúnistarnir í Samfylkingunni sjá loks hylla undir eitt stórt USSR samband sem nær yfir alla Evrópu. Ráðsstjórnarhugsjónin er kannski ekki dauð úr öllum æðum, eins og margir hafa haldið. Maður sér allavega slíka tilburði úr herbúðum framkvæmdastjórnar ESB, það má öllum vera ljóst, nema þeim sem vilja ólmir ganga skrímslinu [Evrópusambandinu] á hönd.
![]() |
Mörður: Ekki væla yfir sjálfsögðum hlutum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2012 | 11:20
ESB sýnir sitt rétta andlit
Nú má öllum vera ljóst hverslags bandalag ESB er, það er farið að minna óþyrmilega á Þýskaland fyrri hluta síðustu aldar, nema nú eru önnur vopn notuð. Yfirgangur framkvæmdastjórnar og forustumanna stærstu þjóðanna innan sambandsins, ekki bara gegn smáþjóð sem sækist eftir aðild að apparatinu heldur einnig gegn þjóðum sem nú þegar eru aðilar, er yfirgengilegur. Kommúnisminn og nasisminn í framkvæmdastjórn sambandsins eirir engu. Ef þeir sjá að þeir hafi ekki fulla stjórn á einhverju, einhversstaðar, þá hrifsa þeir það til sín með offorsi og glotta út í annað.
Þinghald ESB minnir óþyrmilega á þing Kínverska kommúnistaflokksins, menn koma saman til þess að greiða ákvörðunum möppudýrana í Brüssel já-atkvæði sitt. En að þingmenn leggi fram eigin tillögur, það er hreinlega ekki í boði. Þeir eiga bara að segja já, þegar þeim er sagt að segja já og nei, þegar þeim er sagt að segja nei.
Nú er komið nóg af ESB-fíflsku ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, hingað og ekki lengra, nú segjum við stopp.
Alþingi ætti ekki að afgreiða eitt einasta mál fyrr en búið er að draga umsókn um aðild að ESB til baka og hætta við það ferli sem er ekkert annað en sjálfsvíg heillar þjóðar. Eins ættum við að segja upp EES samningnum og Schengen líka.
Það er ekki nóg með að ESB vill lítillækka okkur, þeir vilja gleypa okkur með húð og hári því þeir ásælast land okkar og lögsöguna í kringum landið. Það er það sem Samfylkingarfólk vill gera, að selja þeim í hendur fyrir eina súpuskál.
NEI og aftur NEI, EKKERT ESB
![]() |
ESB vill aðild að Icesave málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2012 | 16:12
Ég hef tekið ákvörðun . . .
. . . að bjóða mig ekki fram til forseta að sinni. Hvernig á að vera hægt að keppa við þetta. Lýðræðið er fótum troðið af fjölmiðlum. Einum frambjóðanda er hampað meðan aðrir eru sniðgengnir og látið sem þeir séu ekki til.
Fjórða valdið í okkar "lýðræðisþjóðfélagi", fjölmiðlavaldið, hefur gersamlega gengið fram af mér. Hvernig má það vera að þeir gangi svona fram, hygli einum á kostnað annarra? Fjölmiðlarnir hafa tekið afstöðu með einum frambjóðanda sem birtist í allri þeirri umfjöllun sem frambjóðandinn fær. Hvernig var það ekki daginn sem frambjóðandinn "tilkynnti" framboð sitt "formlega"? Ísland í dag á Stöð 2 var ekki nema einn og hálfan til tvo tíma að búa til efni sem tekur einn til tvo heila daga að vinna og sýndi nokkrum mínútum eftir að framboðið var "tilkynnt".
Ég veit til þess að Jón nokkur Lárusson tilkynnti framboð sitt í janúar, hvar er öll umfjöllunin um hann? Mér skilst að hann hafi reynt að komast að hjá fjölmiðlum, en engar undirtektir fengið. Lagst er á aðra sem hafa sýnt málinu áhuga að þeir láti af að bjóða sig fram.
Hverjir skyldu það vera sem stjórna þessum fjölmiðlum t.d. RÚV og Stöð 2???? eru það ekki Samfylkingarfólk og/eða Vinstri grænir???? og hvers vegna er mbl.is að birta fréttir af þessu framboði??? af hverju fá aðrir ekki sömu trakteringar og Arnórsdóttir Hannibalssonar????
Hvernig að þessu framboði er staðið, hvernig það er kynnt og hvernig fjölmiðlar koma að þessu máli, í boði Samfylkingarinnar, gerir það að verkum að ég get ekki, vil ekki og mun ekki kjósa umrædda fjölmiðlakonu.
![]() |
Kosningasjóður Þóru stofnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2012 | 22:13
Er lýðræðisleg umfjöllun bara fyrir suma útvalda?
Öll fjölmiðlaflóran veitir framboði Þóru Arnórsdóttur athygli. Þóra fékk heldur betur umfjöllun í fréttum ljósvakamiðla í kvöld og umfjöllun um hennar persónu í Ísland í dag á Stöð 2 var athyglisverð í ljósi þess að aðrir sem lýst hafa yfir framboði sínu hafa ekki fengið nema óverulega athygli þessara sömu fjölmiðla.
Þóra fær þar með forskot á aðra frambjóðendur sem enga eða litla umfjöllun hafa fengið og þarf örugglega ekki að borga krónu fyrir, núverandi og fyrrverandi vinnustaðir hennar hafa séð svo um að hún fær alla athygli sem hún óskar sér.
Er þetta lýðræðið sem við búum við, eru þetta hinu hlutlausu fjölmiðlar sem okkur er boðið uppá. Ég lýsi vanþóknun minni á framferði fjölmiðla í garð þeirra sem lýst hafa yfir framboði til kjörs forseta, en þar má undanskilja sitjandi forseta þar sem hann hefur stöðu sinnar vegna fengið mikla umfjöllun frá því löngu áður en hann tók við því embætti.
Hvaða umfjöllun hefur t.d. Jón Lárusson fengið eða Ástþór Magnússon, en þeim síðarnefnda er frekar sýnd lítilsvirðing í allri umfjöllun heldur en hitt.
Ef við búum í lýðræðisþjóðfélagi þá á lýðræðið að gilda fyrir alla, en ekki bara suma útvalda.
![]() |
Á ekki að vera pólitískt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2012 | 20:39
Stjórnmálaflokkar í vanda
Það er áhugavert að sjá að fylgi ríkisstjórnarflokkanna hrinur af þeim þessa dagana og þó fyrr hefði verið, að sama skapi hefði ég haldið að fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera á bilinu 42 til 45 prósent að lágmarki. Það ætti að valda forystumönnum Sjálfstæðisflokksins áhyggjum hversu lítið fylgið er með tilliti til þess að þeir eru í stjórnarandstöðu gagnvart jafn lélegri stjórn sem raun ber vitni.
Forusta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið afgerandi og oft hefur maður ekki verið viss um stefnu flokksins í ýmsum veigamiklum málum. Ég held að hinn almenni Sjálfstæðismaður í grasrótinni hafi áhyggjur af skorti á eindrægni forustunnar þegar kemur að ESB-málunum, ég t.d. er ekki viss um að ég geti treyst henni í þeim málaflokki. Eins hljóta margir Sjálfstæðismenn að vera ósáttir við flokkinn í Icesave III, þegar flokkurinn vildi samþykkja þann klafa sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja á landsmenn.
Mín skoðun er sú að fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki meira en raun ber vitni vegna þess að kjósendur vita ekki hvort þeir geti treyst núverandi forystu flokksins.
Það er því miður enginn stjórnmálaflokkur með afgerandi stefnu sem fólk er tilbúið að fylkja sér að og styðja. Fólk vill styðja flokk sem hefur sterka, heilbrigða og gegnheila forystusveit. Ef forustan nýtur ekki trausts, þá nýtur flokkurinn ekki trausts.
![]() |
Minna fylgi en Samfylking fékk ein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2012 | 12:37
Evran hefur eingöngu verið til vandræða, hún hefur aldrei verið sterkur gjaldmiðill
Evran er og hefur aldrei verið sterkur gjaldmiðill, jafnvel þó að gengi hennar hafi lengstum verið hátt.
Því miður eru allt of margir sem horfa á evruna í gegnum sjónauka, þeir bera sjónaukann upp að blinda auganu og leggja lepp fyrir heilbrigða augað.
Ofurtrú á evruna hefur komið mörgum evruríkjum í koll, menn halda enn að hægt verði að notast við þennan gjaldmiðil, að hægt verði að lappa upp á hann þó svo að við blasi að hann mun einvörðungu verða til vandræða. Evrópusambandssinnar hafa sí og æ talað fyrir því að ganga í ESB og komast í skjól evrunnar, sá gjaldmiðill væri svo sterkur og það væri allri Evrópu til góðs að allir tækju upp þann gjaldmiðil. Nú hinsvegar er komið á daginn að evran hefur verið mörgum þjóðum bölvaldur, en því miður eru ýmsir ESB-sinnar enn að horfa í gegnum sjónaukann með blinda auganu.
Það er áhugavert að lesa hvað Cristian Dan Preda, fulltrúi á Evrópuþinginu segir um evru og hvað Íslendingar þurfa að gera til að eiga möguleika á að ganga í hið víðfræga ESB.
"Preda segir að fá tæknileg vandamál þurfi að leysa áður en Ísland geti orðið hluti af Evrópusambandinu. Engu að síður séu áskoranir fyrir hendi og nefnir hann meðal annars makríldeiluna í því sambandi og áherslu Íslands á mikilvægi sjávarútvegarins fyrir hagsmuni sína. Makríldeilan sýni hversu staðráðnir Íslendingar séu að berjast fyrir því sem þeir álíta réttindi þeirra og hagsmuni." (mbl.is 15.03.12) Hann vill sem sagt meina það að það er löstur okkar Íslendinga að vilja berjast fyrir rétti hagsmunum okkar og standa á rétti okkar.
Preda segir ennfremur:
"Hann nefnir einnig Icesave-deiluna í þessu sambandi og segist vona að með því að greiða allar skuldir sínar takist Íslendingum að lægja öldurnar í þeirri deilu áður en niðurstaða fæst fyrir EFTA-dómstólnum í málinu þannig að viðræðurnar um inngöngu í Evrópusambandið geti gengið vel fyrir sig." (mbl.is 15.03.12) Hann vill greinilega að við förum fyrst á höfuðið til þess að auðmýkja okkur svo við komum skríðandi í fang ESB, en það virðist einmitt vera það sem Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á.
Síðan segir:
"Hins vegar segir hann að það hafi verið frekar stöðugur meirihluti fyrir því að hefja og síðan halda áfram viðræðuferlinu við Evrópusambandinu..." (mbl.is 15.03.12) Þvílíkt bull. Hér talar hann af mikilli vanþekkingu. Að halda því fram að "stöðugur meirihluti" sé fyrir því að hefja og halda áfram viðræðuferli við ESB er ekki sannleikanum samkvæmt. Meirihluti þjóðarinnar vill að þessu ferli verði hætt og að stjórnvöld snúi sér frá þessari vegferð alfarið, en fari að hugsa um hag fólksins í landinu, en láti af eiginhagsmunum sem þessi vegferð er fyrir nokkra aðila í Samfylkingunni.
Evran mun aldrei geta bjargað okkur. Það sem getur orðið okkur til góðs er að hafa heilsteypt fólk, fólk sem kann til verka, fólk sem lætur ekki múta sér, fólk sem af eindrægni hugsar fyrst og síðast um hag lands og þjóðar, en lætur ekki glepjast af fagurgala fjármálakerfisins eða einstakara hagsmunaaðila.
![]() |
Evran að verða að veikleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 176
- Frá upphafi: 167796
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar