Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við eigum að vera á undan ESB og slíta aðildarviðræðum við þá.

Það væri hrikalegt áfall fyrir "Norrænu Velferðarstjórnina" ef Evrópusambandi myndi slíta aðildarviðræðum við Íslendinga vegna makríldeilunnar.  Við eigum að vera fyrri til og slíta þessum viðræðum á okkar forsendum, en láta ESB ekki ráða ferðinni.  Það yrði áfall fyrir ESB ef við slitum þessum viðræðum við þá á þeim forsendum að þeir beita okkur ofríki og að við höfum ekki áhuga á að ganga í klúbb þeirra.

Eftir hverju eru stjórnvöld að bíða, eftir því að ESB lyppist niður, kikni í hnjánum fyrir ofurefli íslenskra viðsemjenda?????  Eða eru það kannski íslensk stjórnvöld sem lyppast niður og kikna í hnjánum fyrir ESB, vegna þess að þau sjá ekki sólina fyrir þessari ófreskju??????

Við viljum ekki ganga í ESB.  ESB hefur ekkert uppá að bjóða.  Við getum átt vingjarnleg viðskipti við Evrópusambandsríki, en við þurfum ekki að láta þau gleypa okkur. 

Við eigum að vera á undan ESB og slíta aðildarviðræðum við þá, ég vil ekki að ESB gangi inn í Ísland frekar en að Ísland gangi inn í ESB.

Við eigum að eiga samskipti og viðskipti við þau eins og önnur ríki á jafnréttisgrundvelli, við á okkar forsendum og þau á sínum.

Áfram Íslands ekkert ESB

 


mbl.is Gæti haft áhrif á aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert að marka þessa hótun Hreyfingarinnar

Hreyfingin virðist vera að reyna að nota sömu aðferðir og verkstjóri ríkisstjórnarinnar þ.e. að koma fram vilja sínum með hótunum.  Það sem virðist hafa farið framhjá þeim í Hreyfingunni er að verkstjórinn lætur ekki hóta sér, en nær sínu fram gagnvart öðrum, þar með talið umræddri Hreyfingu.  Þannig að Hreyfingin á eftir að þurfa að kyngja hástefndum yfirlýsingum sínum.  Hreyfingin meinar hvort eð er ekkert með þessum upphrópunum sínum, þau vita sem er að tími þeirra í pólitík er liðinn.

 


mbl.is Birgitta styður vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnisminn og nasisminn taka höndum saman

Kommúnisminn og nasisminn í Evrópusambandinu hafa tekið höndum saman og ætla sér að knésetja smáþjóð í Norður-Atlantshafi.  Ljóst er að möppudýrin í ESB þola ekki að smáþjóð, sjálfstætt ríki, sem þeir hafa ekki enn náð að sölsa undir sig, skuli standa á rétti sínum, þeir skeyta ekkert um réttlæti eða sanngirni.  Ef þeir geta ekki komið sínum vilja fram með einföldum hætti, þá skal kné látið fylgja kviði og menn barðir til hlýðni.

Þeim er sama þó greiðslur séu að berast frá Landsbankanum fyrir þessar skuldir bankans, þeim er sama þó að engar reglur settar fram af ESB hafi verið brotnar, þeim er sama þó að Íslenska ríkið beri ekki neina ábyrgð á einkabönkum, réttlæti skal látið lönd og leið, af því að þeir vilja hafa hlutina svona þá skulu þeir vera þannig, sama hvað er rétt og satt í málinu, sama hvað er sanngirni og réttlæti.

Það kom berlega fram í svari Baroso við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar á fundi þeirra í Köben um helgina að ef Íslendingar beygi sig ekki undir frekju ESB þá skulu þeir fá að kenna á því.  Þetta mátti lesa út úr því sem Baroso sagði í svari hans til Árna Þórs varðandi makríldeilu Íslendinga og ESB.  Nú skal beygja reglur ESB til að þvinga Íslendinga til að fara eftir vilja þeirra.  Samkvæmt EES samningum er óheimilt að setja löndunarbann á aðrar tegundir en þær sem deilur standa um, en nei, nú vilja þeir beygja þessar reglur af því að það hentar þeim ekki að fara eftir þeim.  ESB fer bara að lögum ef það hentar þeim, ef lögin passa ekki inn í aðstæður þeirra skulu þær beygðar og vikið frá þeim.

Íslenska ríkið ætti að banna makríl að koma inn í Íslenska lögsögu, það ætti að banna makríl að koma og éta sig feita og stóra í lögsögu okkar, ESB skal látið bera ábyrgð á því, að öðrum kosti verði makríllinn gerður upptækur.

En því miður er gunguháttur Íslenskra stjórnvalda slíkur að þeir vilja frekar kyssa vöndinn en að reita kommúnistana og nasistana í ESB til reiði, en það eru einmitt þeir sem ráða þar ríkjum.

 


mbl.is Meðalganga ESB staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfingin stórmerkilegt fyrirbrigði í Íslenskum stjórnmálum

Þegar Hreyfingin gerir sér loks grein fyrir því að hún nær ekki að áorka neinu í Íslenskum stjórnmálum þá á að leggjast í víking og nú á að bjarga Tíbet.

Ja, margt er nú skrítið í kýrhausnum Smile

 


mbl.is Birgitta hittir Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan á að krefjast afsagnar utanríkisráðherra og það strax

Ef töggur er í stjórnarandstöðunni, þá leggur hún fram vantrauststillögu á utanríkisráðherra og krefjast þess að það mál verði tekið fyrir strax, að öðrum kosti verði þinghald sett í uppnám. 

Össur hefur gengið fram með þvílíkum hroka og ósvífni gagnvart Alþingi, þingnefndum og jafnvel ríkisstjórninni sjálfri sem hann á sæti í, að ekki verði liðið að hann sitji áfram sem ráðherra.

Dagar Össurar sem þingmanns eru taldir.  Ætli Samfylkingin sér hlutverk í stjórnmálum hér eftir, þarf grasrótin að fara að taka til sinna ráða, sópa út gömlum fúnum tuskum og koma með nýtt blóð í staðinn.  Máltækið segir að nýir vendir sópa best og nú þarf Samfylkingin nýja vendi og sópa út öllu rykinu sem sest hefur að í flokki þeirra.

 


mbl.is Furðuleg viðbrögð stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veik forusta Sjálfstæðisflokksins

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók þá ákvörðun að samþykkja Icesave III, sagði ég mig úr flokknum.  Ég hef ekki séð ástæðu til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn að nýju þar sem mér hefur fundist formaður flokksins ekki einarður í afstöðu sinni gegn ESB aðild.  Þegar hann ræðir um ESB finnst mér hann ekki tala af sannfæringu og á þann veg að hann gæti átt undankomuleið, ef svo ber undir.

Ég hef það á tilfinningunni að ef sú staða kæmi upp að Bjarni Benediktsson sæi að hann hefði hag af því að stökkva á ESB-vagninn yrði hann fljótur til.

Mér hefur fundist forusta Sjálfstæðisflokksins veik og svolítið fálm- og tilviljunarkennd, það vantar rögg og áræðni, menn séu fljótir til þegar á reynir, en bíði ekki eftir að allir aðrir séu búnir að tjá sig um mikilvæg málefni.  Formaður Framsóknarflokksins stendur skrefi framar í þeim efnum en formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég held að væri það ekki fyrir núverandi forustu Sjálfstæðisflokksins þá myndi flokkurinn mælast með vel yfir 50% fylgi í skoðanakönnunum og mun færri væru óákveðnir.  Að mínu áliti voru það mistök að skipta ekki út forustuliði flokksins á síðasta landsfundi. 

 


Vantrauststillagu á utanríkisráðherra strax

Nú þarf stjórnarandstaðan að standa saman, taka á sig rögg og leggja fram vantrauststillögu á utanríkisráðherra, ráðherra sem hefur gersamlega gengið fram af þingi og þjóð.  Hvergi í lýðræðisríkjum komast ráðherrar upp með það sem Íslenskir ráðherrar hafa komist upp með, en nú er komið nóg af slíku og verður Össur að taka poka sinn og leita sér að annarri vinnu.  Maður á "plani", eins og ráðherrann hefur lýst sjálfum sér, sem skapar hættu við störf sín er látinn taka poka sinn, hann rekinn og verður að leita sér vinnu annarsstaðar, eitthvað við sitt hæfi.

Við þurfum nýjan utanríkisráðherra, sá sem fyrir er er ekki hæfur til að sinna því hlutverki.  Við þurfum mann eða konu sem kann til verka og er ekki í sífellum skotbardaga við andstæðinga sína og endalausa fimm aura brandara, einhvern sem ber virðingu fyrir þjóð sinni, en ógnar ekki tilveru hennar.

 


mbl.is Brýnt að beina mótmælum til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrðarljómi ESB blindar Samfylkingarfólk og aðra Evrópusambandssinna . . .

. . . þeir sjá ekki hið augljósa.  Kannski er það að kommúnistarnir í Samfylkingunni sjá loks hylla undir eitt stórt USSR samband sem nær yfir alla Evrópu.  Ráðsstjórnarhugsjónin er kannski ekki dauð úr öllum æðum, eins og margir hafa haldið.  Maður sér allavega slíka tilburði úr herbúðum framkvæmdastjórnar ESB, það má öllum vera ljóst, nema þeim sem vilja ólmir ganga skrímslinu [Evrópusambandinu] á hönd.

 


mbl.is Mörður: Ekki væla yfir sjálfsögðum hlutum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB sýnir sitt rétta andlit

Nú má öllum vera ljóst hverslags bandalag ESB er, það er farið að minna óþyrmilega á Þýskaland fyrri hluta síðustu aldar, nema nú eru önnur vopn notuð.  Yfirgangur framkvæmdastjórnar og forustumanna stærstu þjóðanna innan sambandsins, ekki bara gegn smáþjóð sem sækist eftir aðild að apparatinu heldur einnig gegn þjóðum sem nú þegar eru aðilar, er yfirgengilegur.  Kommúnisminn og nasisminn í framkvæmdastjórn sambandsins eirir engu.  Ef þeir sjá að þeir hafi ekki fulla stjórn á einhverju, einhversstaðar, þá hrifsa þeir það til sín með offorsi og glotta út í annað.

Þinghald ESB minnir óþyrmilega á þing Kínverska kommúnistaflokksins, menn koma saman til þess að greiða ákvörðunum möppudýrana í Brüssel já-atkvæði sitt.  En að þingmenn leggi fram eigin tillögur, það er hreinlega ekki í boði.  Þeir eiga bara að segja já, þegar þeim er sagt að segja já og nei, þegar þeim er sagt að segja nei.

Nú er komið nóg af ESB-fíflsku ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, hingað og ekki lengra, nú segjum við stopp

Alþingi ætti ekki að afgreiða eitt einasta mál fyrr en búið er að draga umsókn um aðild að ESB til baka og hætta við það ferli sem er ekkert annað en sjálfsvíg heillar þjóðar.  Eins ættum við að segja upp EES samningnum og Schengen líka.

Það er ekki nóg með að ESB vill lítillækka okkur, þeir vilja gleypa okkur með húð og hári því þeir ásælast land okkar og lögsöguna í kringum landið.  Það er það sem Samfylkingarfólk vill gera, að selja þeim í hendur fyrir eina súpuskál.

NEI og aftur NEI,  EKKERT ESB


mbl.is ESB vill aðild að Icesave málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef tekið ákvörðun . . .

. . . að bjóða mig ekki fram til forseta að sinni.  Hvernig á að vera hægt að keppa við þetta.  Lýðræðið er fótum troðið af fjölmiðlum.  Einum frambjóðanda er hampað meðan aðrir eru sniðgengnir og látið sem þeir séu ekki til.

Fjórða valdið í okkar "lýðræðisþjóðfélagi", fjölmiðlavaldið, hefur gersamlega gengið fram af mér.  Hvernig má það vera að þeir gangi svona fram, hygli einum á kostnað annarra?  Fjölmiðlarnir hafa tekið afstöðu með einum frambjóðanda sem birtist í allri þeirri umfjöllun sem frambjóðandinn fær.  Hvernig var það ekki daginn sem frambjóðandinn "tilkynnti" framboð sitt "formlega"?  Ísland í dag á Stöð 2 var ekki nema einn og hálfan til tvo tíma að búa til efni sem tekur einn til tvo heila daga að vinna og sýndi nokkrum mínútum eftir að framboðið var "tilkynnt".

Ég veit til þess að Jón nokkur Lárusson tilkynnti framboð sitt í janúar, hvar er öll umfjöllunin um hann?  Mér skilst að hann hafi reynt að komast að hjá fjölmiðlum, en engar undirtektir fengið.  Lagst er á aðra sem hafa sýnt málinu áhuga að þeir láti af að bjóða sig fram.

Hverjir skyldu það vera sem stjórna þessum fjölmiðlum t.d. RÚV og Stöð 2???? eru það ekki Samfylkingarfólk og/eða Vinstri grænir????  og hvers vegna er mbl.is að birta fréttir af þessu framboði??? af hverju fá aðrir ekki sömu trakteringar og Arnórsdóttir Hannibalssonar????

Hvernig að þessu framboði er staðið, hvernig það er kynnt og hvernig fjölmiðlar koma að þessu máli, í boði Samfylkingarinnar, gerir það að verkum að ég get ekki, vil ekki og mun ekki kjósa umrædda fjölmiðlakonu.

 


mbl.is Kosningasjóður Þóru stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 169268

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband