Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hörpuvandræði ríkisins og Reykjavíkurborgar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hefði mátt bæta við spurningum er varðar t.d. Laugardalshöll og Egilshöllina.  Hann hefði mátt spyrja hversu miklum tekjum hallirnar hafi tapað vegna tilkomu Hörðunnar og hverjar áætlanir væru um tekjumissi þeirra á t.d. næstu fimm árum.  Það væri fróðlegt að vita hvort yfir höfuð menn hafi áttað sig á því að Harpan rænir tekjum frá öðrum.

 


mbl.is Vill ítarlega upplýsingar um rekstur Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þér Steinunn Valdís

Ég virði stjórnmálamenn, þó Steinunn sé það kannski ekki enn, sem viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér, tilbúnir að skipta um skoðun og játa fyrir almenningi breytta afstöðu til málanna.

Ég tek undir sjónarmið hennar um yfirgengilega mikið af byggingum á litlu svæði.

Takk fyrir heiðarleika þinn Steinunn Valdís og gangi þér vel við að sannfæra meirihluta borgarstjórnar.

 


mbl.is Vill hætta við nýja spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil eru afrek norrænu "velferðarstjórnarinnar"

Hvað ætli amma og nafna Jóhönnu Sigurðardóttur hefði sagt við því að göngudeildum væri lokað og þjónusta við öryrkja og aldraða skert í nafni velferðar.  Svona rétt til að spara nokkrar krónur svo hægt væri að ráða nokkra flokksmenn í óþarfa verkefni til að láta sýnast vera að gera eitthvað merkilegt???????

 


mbl.is Göngudeild kransæðasjúklinga lokað fyrir eitt stöðugildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögur fyrirheit VG hafa enga merkingu

Steingrímur J. lagði á það mikla áherslu fyrir síðustu alþingiskosningar að flokkur hans, Vinstri grænir, væri eini flokkurinn sem stæði einhuga um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu.  Steingrímur hafði mörg og stór orð um að þeir myndu standa við þau fyrirheit.  En hvað gerðist??? jú, Steingrímur og hans nánustu samstarfsmenn hafa metið ráðherrastóla meira virði en fögur loforð og fyrirheit og ég tala nú ekki um þeirra eigið mannorð sem er horfið og tröllum gefið.  Ég efast um að nokkur stjórnmálaflokkur hér á landi hafi svikið kjósendur sína jafn rækilega og Vinstri grænir hafa gert, þó vil ég undan skilja nokkra þingmenn þeirra sem hafa reynt að fá forustuna til að standa við gefin loforð en fengið bágt fyrir.

Forustusveit VG, með Steingrím J. í fararbroddi, gerðu sjálfum sér mestan greiða með því að segja sig frá stjórnmálum fyrir næstu kosningar, vilji þeir ekki falla af þingi vegna skorts á atkvæðum.

 


mbl.is Samstarf kallar á málamiðlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaveiklun Vinstri grænna

Nú er að koma að skuldardögum og VG eru farnir að gera sér grein fyrir því að kjósendur þeirra eru ekki alls kostar ánægðir með framgöngu þeirra í þeirra helsta baráttumáli fyrir síðustu kosningar, þ.e. andstaðan við umsókn að ESB, sem þeir hafa heldur betur svikið.

En eiga kjósendur þá að trúa þeim núna, þegar þeir korteri fyrir kosningar ætla að söðla um og nú loks á að gera allt sem kjósendur þeirra vilja og hafa viljað alveg frá síðustu kosningum.

Nei, ég held að kjósendur almennt séu ekki fífl og láti ekki bjóða sér upp á svona framgöngu, Vinstri grænir mega bara fara á taugum, þeir eru búnir að vera.

 


mbl.is Vilja endurskoða ESB-umsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með ellilífeyrisþega og öryrkja?

Jóhanna og ráðuneyti hennar fær sitt og vel það, alþingismenn fá sitt og vel það, ríkisstarfsmenn fá sitt og vel það, en hvað með öryrkja og ellilífeyrisþega??? er Jóhanna búin að gleyma þeim??? skipta þeir hana ekki máli lengur??? þarf Jóhanna Sigurðardóttir ekki lengur á atkvæðum þeirra að halda???

Það er sorglegra en tárum tekur að þessi hópur fólks, auk fjöld annarra sem hefur orðið undir í efnahagshruninu, skuli vera afskiptur af "velferðarstjórninni" norrænu.

Eitt dæmi er það að þeir sem komast ekki ferða sinna nema á eigin bíl [er ég hér að tala um öryrkja] hafa setið eftir hvað varðar styrk vegna reksturs ökutækis, þeir fá sömu krónutölu mánaðarlega og þeir fengu fyrir hrun.  Hvað hefur bensín og dísel hækkað mikið síðan þá??? hvað hefur annar kostnaður við rekstur ökutækja hækkað mikið síðan þá??? 

Fjöldi öryrkja kemst ekki ferða sinna nema á eigin bíl.  Bílar margra öryrkja eru fætur þeirra, öðruvísi eiga þeir í vandræðum með að komast leiðar sinnar.

Það er deginum ljósara að Jóhanna Sigurðardóttir og fylgdarlið er hætt að gera ráð fyrir atkvæðum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, því það er ekkert gert til að rétta hlut þeirra.

Skömm stjórnvalda er mikil og réttlæti ekki til á þeim bæ.

 


mbl.is Launareglan hefur verið numin úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Jafnaðarmenn" vs. eldri borgarar og öryrkjar

Ætlar "Norræna velferðarstjórnin" virkilega að státa sig af því að hafa haft af eldri borgurum og öryrkjum þær smánartekjur sem þeim er skammtað af hinu opinbera???

Er það þetta sem mann kalla "jafnaðarmennsku" að láta gamalmenni og öryrkja alltaf mæta afgangi???

Er ekki löngu kominn tími til að rétta hlut þeirra???  eða ætla "jafnaðarmenn" að fara inn í kosningarbaráttuna á vetri komanda með þessa skömm á bakinu???  ég efa það.

Það þarf að leiðrétta hlut þessara aðila strax og helst afturvirkt til s.l. áramóta.

 


mbl.is Krefjast afturköllunar kjaraskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð niðurstaða skoðunarkönnunar

Niðurstaða skoðanakönnunar sem Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, geði sýnir að aðeins 73,8% kjósenda Samfylkingarinnar styðja inngöngu í Evrópusambandið.  Þegar maður rifjar það upp að Samfylkingin hefur lagt ofuráherslu á inngöngu í ESB og málflutningur þeirra verið á þann veg að öll lausn fyrir samfélag okkar Íslendinga fælist í því að ganga í þann klúbb, þá finnst manni furðulegt að þeir sem styðja Fylkinguna skuli ekki vera vel yfir 90% hlynntir inngöngu í ESB.  Þegar maður hugleiðir það að Samfylkingin sem stefnir óðfluga í að verða örflokkur og sú staðreynd að innan við 3/4 fylgjenda flokksins styður meginstefnu flokksins, verður maður klumsa.

Á sama tíma sýnir niðurstaða téðrar skoðanakönnunar að vel yfir 3/4 kjósenda Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem hefur bætt langmestu við sig samkvæmt könnunum, eru andvígir inngöngu í ESB.

Þá liggur beinast við að spyrja.  Hverjir eiga að ráða för?? þeir sem eru í minnihluta?? eða þeir sem eru í meirihluta??  Í stóru flokkunum, samkvæmt skoðanakönnunum, er mikill meirihluti sem vill ekki að við göngum inn í ESB og einnig meirihluti fylgjenda smærri flokka, en fylgjendur örflokka vill ólmur ganga ESB á vald.  Á minnihlutinn virkilega að ráða för?????? er það lýðræðið sem Samfylkingin hefur boðað svo fjálglega?????  flokkurinn sem hefur talað um samræðu stjórnmál, opið lýðræði, íbúalýðræði og ég veit ekki hvað????  Ekkert af þessu virkar innan Samfylkingarinnar.

Nei, lýðræðishjal Samfylkingarinnar hefur ekki verið annað en lýðskrum, sett fram í þeim tilgangi að ná til kjósenda, sem nú eru á hraðferð að flýja flokkinn og vilja ekkert við hann kannast lengur, því að sá flokkur hefur sýnt að þeim er engin alvara með lýðræðishjali sínu.

Nú er lag fyrir stjórnarandstöðuna að sýna dug og þor og láta ekki kúga sig né þjóðina lengur, það þarf að snúa blaðinu við og koma þessum andþjóðfélagslegu öflum frá völdum.

ÁFRAM ÍSLAND  EKKERT ESB


mbl.is Mest andstaða hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn er komið á fulla ferð í hringiðuna

Hringiða niðursveiflu og samdráttar hefur náð tökum á efnahagslífi Spánverja.  Eina leið þeirra og annarra evruríkja í sömu og/eða svipaðri stöðu er að segja skilið við evruna og taka upp gamla gjaldeyrinn (peseta á Spáni). 

Græðgin, offjárfestingar, áhættusæknin og evran hefur komið illa við mörg þessara ESB ríkja.  Það sem þarf að gerast þarna í evruríkjum og reyndar hér á landi líka og sennilega allsstaðar annarsstaðar er að við þurfum breytt hugarfar, hugafar nægjusemi, hógværðar og örlætis.

 


mbl.is Enn eykst atvinnuleysi á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 169268

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband