Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ætlar íslenska þjóðin láta Samfylkinguna hafa sig að fífli?

Ég hlustaði á utanríkisráðherra í Kastljósi í gærkveldi.  Þar talar hann um kröfur sem íslenska samninganefndin setti fram í viðræðum við ESB.  Ekki nefndi hann hverjar þær kröfur væru eða hvað í þeim fælust.  Ráðherrann sagði einnig að búið væri að semja um 11 kafla, þeir semsagt frágengnir.  Ég velti því fyrir mér hvaða kröfur íslenska samninganefndin hafi sett fram í samningum þeirra kafla og hvað ESB hafi verið tilbúið að semja við okkur Íslendinga um, á hvaða sviði gaf ESB eftir og hvað fengum við út úr þessum köflum?  Hvernig væri að leyfa okkur almenningi að kíkja í þennan margumtalaða pakka og sjá hvað nú þegar hefur komið þar í ljós?  Hvað hefur Össur séð í pakkanum sem hann er svo afskaplega hrifinn af að hann er tilbúinn að afsala þjóðinni fullveldisrétti til búrókrata í Brussel?  Af hverju er svona mikil leynd yfir því sem verið er að semja um? ef þá verið er að semja um nokkuð yfir höfuð.

Össur staðhæfði að næsta ríkisstjórn, hver svo sem hún yrði, myndi ekki slíta "samningarviðræðunum" við ESB því það myndi kosta okkur svo mikinn álitshnekki.  Ef við yrðum fyrir miklum álitshnekki við það að slíta viðræðum við ESB um innlimun okkar inn í það apparat, þá er sá álitshnekkur alfarið á kostnað Samfylkingarinnar númer eitt og Vinstri grænna sem hafa látið hafa sig að fífli Fylkingarinnar, Samfylkingin hefur aldrei þorað að spyrja þjóðina álits á því hvort sækja ætti um aðild að ESB.  Við göngum ekki bara inn í ESB vegna þess að við myndum skammast okkar fyrir að eyða öllum þeim tíma og fjármunum sem það hefur kostað okkur að uppfylla draumóra Samfylkingarinnar.  Þjóðin vill ekki inn í ESB sama hvað Jóhanna, Össur, Árni Páll eða hvaða krati sem er segja.  Íslendingar láta ekki hafa sig að fífli.

 


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuveganefnd Alþingis sýnir bændum hina mestu lítilsvirðingu

Með ólíkindum er sú framkoma sem fulltrúum bænda og bændasamtökunum í heild sinni er sýnd af atvinnuveganefnd Alþingis, en hinir fyrrnefndu höfðu verið boðaðir á fund nefndarinnar og lögðu fulltrúarnir á sig langt ferðalag til að mæta á téðan fund.  Aðeins tveir þingmenn sem sæti eiga í nefndinni sáu ástæðu til að mæta.  Ekki veit ég hvers vegna hinir þingmennirnir sem sæti eiga í nefndinni sáu ekki ástæðu til að mæta, en hafi þeir ekki þeim mun betri afsökun fyrir því að vera fjarstaddir, þá er skömm þeirra mikil.

Alþingi hefur enn sett niður, langt niður fyrir þau mörk sem teljast ásættanleg, þegar kemur að virðingu Alþingis og þegar kemur að því að sinna skildum sínum gagnvart þjóðinni sem þeir eiga að vinna fyrir.

 


mbl.is Aðeins tveir þingmenn mættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður á brauðfótum.

Þegar Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að samþykkja Icesave III, sagði ég mig úr flokknum.  En ekki var það einvörðungu Icesave-klúðrið sem fældi mig úr flokknum heldur hefur afstaða formannsins til ESB ekki verið sannfærandi.  Mér hefur fundist Bjarni ekki standa föstum fótum í mikilvægum málefnum og ekki hvað síst þegar kemur að ESB-aðlöguninni.

Síðan virðast mér mál sem ég vil helst ekki fara út í hér, er varðar stjórnarformennsku hans í N1um og önnur viðskipti, hvort heldur þau megi teljast lögleg, eðlileg eða ekki, þá hafa þau áhrif á trúverðugleika formannsins.

Þar sem ég er ekki skráður í flokkinn lengur, mætti ég ekki í prófkjörið.  Væri ég enn í flokknum hefði ég mætt og trúlega valið Elínu Hirst í fyrsta sætið.  Bjarni og Ragnheiður hefðu ekki komist á blað hjá mér.

Þar af leiðandi á ég úr vöndu að ráða þegar kemur að kosningum að vori, það virðast ekki vera neinir góðir kostir í stöðunni.  Það finnst mér graf alvarlegt.

 


mbl.is „Getur verið kalt á toppnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur stjórnlaganefndar ófullburða, samt var látið kjósa um þær.

Pawel Bartoszek, fulltrúi í stjórnlaganefnd, gerir athugasemdir við tillögur sem settar voru fram í þjóðaratkvæði s.l. laugardag.  Ekki þótti Pawel ástæða til að gera athugasemdir eða vara fólk við fyrir kosningar, en kemur nú eftirá og lýsir áhyggjum sínum um hluta tillagnanna.

Er þetta trúverðugt???  Ætli fleiri stjórnlaganefndarmenn hafi efasemdir um tillögurnar sem lagðar voru fyrir þjóðina???  Ekki kæmi mér á óvart að fleiri efasemdaraddir eigi eftir að líta dagsins ljós úr þeim herbúðum, þegar menn átta sig á þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra ef þessi ósköp verði þvinguð í gegnum Alþingi.

 


mbl.is Taka þurfi tillögurnar til frekari skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jóhanna að hóta þjóðinni?????

"Ef þið gerið ekki eins og ég segi, þá er mér að mæta, ég ætla að koma mínu fram hvað sem raular og tautar.  Þannig að þjóðinni er best að segja já, þá verð ég ánægð".

Eigum við að óttast gömlu konuna og segja já, hennar vegna, svo hún haldi ró sinni???

NEI og aftur NEI, við breytum ekki bara breytinga vegna og allra síst eftir allan þann flumbrugang sem átt hefur sér stað í kringum þetta mál frá upphafi.

 


mbl.is Vill breytingar þó þjóðin segi nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykki þjóðin fyrirliggjandi drög að nýrri stjórnaskrá, stefnir í enn eitt klúðrið af hálfu Alþingis.

Lesa má úr ummælum fyrrverandi formanns stjórnlaganefndar að nefndarmenn séu ekki öruggari í sinni sök um drög að nýrri stjórnaskrá en það að þeir telji lagfæringa þörf á tillögum þeirra.

Fái tillagan samþykki meirihluta kjósenda á laugardaginn er ljóst að forsætisráðherra mun segja "þjóðin hefur talað, það er vilji þjóðarinnar að taka þessa tillögu og samþykkja hana sem nýja stjórnarskrá" jafnvel þó svo að meirihlutinn verði mjög tæpur.

Þeir sem ekki vilja gjörbreytta stjórnarskrá þurfa að standa í lappirnar, mæta á kjörstað á laugardaginn kemur og segja NEI við þessum tillögum.  Það er hægt að breyta og lagfæra núverandi stjórnarskrá án þess að umbylta henni gersamlega, henni hefur verið breytt áður og það er enn hægt að gera það. 

Við megum ekki bara breyta breytinganna vegna, eins og maður hefur á tilfinningunni að sé ástæða svo margra í dag fyrir því að vilja umbylta þeim grunn lögum sem við búum við, það yrði stórslys.

Ég vil hvetja þá stjórnlaganefndarmenn sem eru efablendnir að tala út og láta í ljósi ótta sinn við því að breyta stjórnarskránni á þann hátt sem nú eru lögð drög að, það verður of seint þegar slysið hefur átt sér stað.


mbl.is Skiptar skoðanir innan stjórnlagaráðs um frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaveiklun Vinstri grænna verður æ ljósari með hverjum deginum sem líður

Árni Þór Sigurðsson vill nú endurskoða EES-samninginn með tilliti til stjórnarskrárinnar, á sama tíma vill hann hraðferð Íslands inn í ESB, sem er í hrópandi andstöðu við stjórnarskrána og meirihluta íslensku þjóðarinnar.

Það er sjálfsagt að endurskoða EES-samninginn Árni Þór, en fyrst verður þá að setja stopp á aðlögun okkar að ESB.

Þið í VG komist ekki hjá því að þurfa að axla ábyrgð á ESB-klúðrinu með því að benda á EES-samninginn, sem að sjálfsögðu er tímabært að endurskoða.

Svona málflutningur gagnast ykkur ekki vitund. 

Vinstri grænir hafa gert rækilega á sig í ESB-málinu sem og flestum öðrum málum sem þeir hafa komið nálægt.  Það eru aðeins hinir áköfustu VG-liðar sem sjá það ekki.

 


mbl.is Tímabært að skoða EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vita að ríkið er ekki á flæðiskeri statt

Atvinnulausir, öryrkjar og ellilífeyrisþegar hljóta mega vænta leiðréttingu kjara þeirra sem þeir búa við í dag, sem er alls ófullnægjandi eins og staðan er hjá vel flestum þeirra.  20% hækkun á greiðslum til þeirra í formi atvinnuleysisbóta, örorkubóta og ellilífeyris hlýtur að hjálpa til í glímu þeirra við verðlag á matvörum og öðrum nauðsynjum, lyfjakostnaði, húsnæðiskostnaði og öðru aðkallandi hjá þessu fólki.

Það er gott hjá Guðbjarti að brjóta þannig ísinn og hann ætti að gera gott betur, í stað þess að hækka ofangreinda um 20% ætti hann að sjá til þess að allir fengju þeir hækkun bóta sinna um kr. 450.000 á mánuði. 

Guðbjartur myndi örugglega verða sjálfkjörinn forsætisráðherra eftir kosningarnar á vori komanda.

 


mbl.is Hækkaði laun forstjórans um 450 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sorglegt að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn glutra gullnu tækifæri

Það er sorglegt að horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn glutra því tækifæri sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa fært þeim á silfurfati.  Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki til, eða alla vega ekki í stjórnarandstöðu. 

Hvert klúður ríkisstjórnarinnar á fætur öðru hefði átt að efla Sjálfstæðisflokkinn, en ekki veikja hann, en því miður virðist forusta flokksins ekki hafa náð að nýta sér óvinsældir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Það er með ólíkindum að flokkur sem Sjálfstæðisflokkurinn er hafi náð að klúðra einu besta tækifæri sem vinstrimenn hafa fært honum í hendur.

 


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki ná vopnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband