Athyglisverð niðurstaða skoðunarkönnunar

Niðurstaða skoðanakönnunar sem Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, geði sýnir að aðeins 73,8% kjósenda Samfylkingarinnar styðja inngöngu í Evrópusambandið.  Þegar maður rifjar það upp að Samfylkingin hefur lagt ofuráherslu á inngöngu í ESB og málflutningur þeirra verið á þann veg að öll lausn fyrir samfélag okkar Íslendinga fælist í því að ganga í þann klúbb, þá finnst manni furðulegt að þeir sem styðja Fylkinguna skuli ekki vera vel yfir 90% hlynntir inngöngu í ESB.  Þegar maður hugleiðir það að Samfylkingin sem stefnir óðfluga í að verða örflokkur og sú staðreynd að innan við 3/4 fylgjenda flokksins styður meginstefnu flokksins, verður maður klumsa.

Á sama tíma sýnir niðurstaða téðrar skoðanakönnunar að vel yfir 3/4 kjósenda Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem hefur bætt langmestu við sig samkvæmt könnunum, eru andvígir inngöngu í ESB.

Þá liggur beinast við að spyrja.  Hverjir eiga að ráða för?? þeir sem eru í minnihluta?? eða þeir sem eru í meirihluta??  Í stóru flokkunum, samkvæmt skoðanakönnunum, er mikill meirihluti sem vill ekki að við göngum inn í ESB og einnig meirihluti fylgjenda smærri flokka, en fylgjendur örflokka vill ólmur ganga ESB á vald.  Á minnihlutinn virkilega að ráða för?????? er það lýðræðið sem Samfylkingin hefur boðað svo fjálglega?????  flokkurinn sem hefur talað um samræðu stjórnmál, opið lýðræði, íbúalýðræði og ég veit ekki hvað????  Ekkert af þessu virkar innan Samfylkingarinnar.

Nei, lýðræðishjal Samfylkingarinnar hefur ekki verið annað en lýðskrum, sett fram í þeim tilgangi að ná til kjósenda, sem nú eru á hraðferð að flýja flokkinn og vilja ekkert við hann kannast lengur, því að sá flokkur hefur sýnt að þeim er engin alvara með lýðræðishjali sínu.

Nú er lag fyrir stjórnarandstöðuna að sýna dug og þor og láta ekki kúga sig né þjóðina lengur, það þarf að snúa blaðinu við og koma þessum andþjóðfélagslegu öflum frá völdum.

ÁFRAM ÍSLAND  EKKERT ESB


mbl.is Mest andstaða hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 773
  • Frá upphafi: 162060

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband