Fagrar yfirlýsingar og góður vilji er ekki nóg

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð voru margar fagrar yfirlýsingar viðhafðar af forsætisráðherra, ég er sannfærður um að viljinn var góður og einlægur.  Það sem gerðis síðan virðist vera þetta.  Eins og strúturinn, gróf hver ráðherra sína gröf, nægilega stóra og nægilega djúpa til að geta stungið hausnum í.  Með lokuð augun og bundið fyrir þau þar að auki stakk svo hver ráðherrann á fætur öðrum hausnum í sína holu, forsætisráðherra fyrst, síðan fjármálaráðherra og svo koll af kolli.

Fögru yfirlýsingarnar og góði viljinn dugar skammt þegar athafnir fara ekki saman við það sem lofað var í upphafi. 

Einhvern tímann heyrði ég að Kínverskt máltæki hljóðaði einhvernvegin svona: "Verk þín tala svo hátt að ég heyri ekki hvað þú segir".  Þetta máltæki á vel við ríkisstjórn Íslands í dag.  Loforðin, fyrirheitin og góði viljinn fer engan veginn saman við verkin sem hrópa á hverju götuhorni og er að æra þjóðina.

Það væri heiðarlegra, betra fyrir þjóðina og betra fyrir ráðherrana sjálfa að viðurkenna að þau ráða ekki við þann vanda sem við er að glíma og láta aðra, hæfari einstaklinga, um að takast á við erfiðleikana.  Ég er því miður ekki viss um að slíkir einstaklingar séu til á þingi, en þeir eru til í þjóðfélaginu, hæfir, heiðarlegir og áræðnir einstaklingar sem væru til í að koma að málum, þjóðarinnar vegna.

Við höfum ekki efni á "stjórnmálamönnum", sem þeim er skipa ríkisstjórn Íslands í dag, við höfum ekki heldur efni á "stjórnmálamönnum" sem skipa marga flokkana á þingi í dag og þá sérstaklega stjórnarflokkana.

Í gegnum tíðina hafa margir talið sig sjá heiðarlegan stjórnmálamann í Jóhönnu Sigurðardóttur, en hafa nú orðið fyrir vonbrigðum.  Jóhanna hefur brugðist vonum þeirra sem litu til hennar sem heiðarlegan stjórnmálamann er berjast myndi fyrir þeim sem minna mega sín.  Jóhanna hefur þess í stað tekið að sér að berjast fyrir hagsmunum annarra en Íslendinga og gefið eftir fyrir ofríki, frekju og yfirgangi Breta, Hollendinga, AGS og ESB.  Hagsmunir Íslands eru fyrir borð bornir á öllum sviðum og er sárara en svo að tárum taki að fylgjast með ofbeldi því sem alþýða manna á Íslandi er beitt af eigin stjórnvöldum.

 


mbl.is Ekkert bólar á yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vel orðað hjá þér...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 26.10.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 351
  • Frá upphafi: 162093

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 213
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband