8.4.2009 | 23:53
Kosningastefna Sandfylkingarinnar
Sandfylkingin kynnti klisjaða moðsuðu sem hún kallar kosningastefnu sína. Þvílíkt og annað eins. Bráðaaðgerðir í atvinnumálum, hljómar eitthvað svipað og það sem forsætisráðherra lét út úr sér þegar ríkisstjórnin tók við í febrúar byrjun, en hvað hefur verið gert ? ekki neitt. Vandi atvinnuveganna hefur stóraukist á þeim tíma og í stað þess að sjá vexti lækka hratt hafa verið tekin hænufet í þeim efnum.
Velferðarbrú fyrir heimilin, hvað er nú það ? einhverjir draumórar úr fornum ævintýrasögum ? Allar aðgerðir sem ríkisstjórn Sandfylkingarinnar hefur boðið þjóðinni upp á er fálm út í loftið, aðgerðir sem í besta falli koma fáum að litlum notum.
Forsendur fyrir afnám gjaldeyrishafta væri að reka seðlabankastjóra og fá hæfan mann í starfið og peningamálanefndina alla.
Upptaka Evru og innganga í ESB væri nú að kasta olíu á eldinn. Blinda Sandfylkingarinnar í Evrópumálum er alger. Þráhyggja þeirra á eftir að kosta þjóð okkar mikið ef fylkingin fær að ráða.
Aðhald og ábyrgð í fjármálum hefur ekki verið aðalsmerki Sandfylkingarinnar það væri hreint glapræði að leggja efnahagsmálin í hendur þess flokks næstu fjögur árin.
Endurreisn fjármálakerfisins. Ekki hafa Sandfylkingin og Vinstri grænir farið hönduglega um fjármálakerfið og jafnvel þótt þeim hafi hlotnast "utanaðkomandi" aðstoð til að takast á við þau mál. Reyndar hafa ráðherrar og þingmenn Sandfylkingarinnar með Gylfa Magnússon í broddi fylkingar verið ötul við að tala krónuna niður í von um að sjá færi til að snúa Evruna upp á þjóðina.
Sandfylkingunni er tamt þessa dagana að tala um brúarsmíði. Sú eina brúarsmíði sem ég hef séð af hálfu þess flokks er Jóhanna Sigurðardóttir. Hefði Jóhanna ekki tekið að sér, eftir "mikinn þrýsting", að leiða þann flokk, hefði allt farið á bál og brand og fylkingin væri sennilega í dauðateygjunum núna. Hvað gerist síðan þegar Jóhönnu nýtur ekki við verður fróðlegt að sjá, hættan er sú að þá hrynji fylkingin til grunna.
Ég held að Sandfylkingin ætti ekki að hafa hátt um þessa kosningastefnu sína því hún á eftir að koma þeim sjálfum í koll þótt síðar verði.
Samfylkingin kynnir kosningastefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 332
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:59
Algjörlega sammála þessari grein þinni Tómas/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 9.4.2009 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.