Ríkið hyggst kaupa íbúðir Grindvíkinga. Hvað þýðir það?

Ánægjulegt er að ríkið ætli að kaupa íbúðarhúsnæði af Grindvíkingum svo þeir geti komið sér fyrir annarsstaðar, þeir sem þess óska. Forsætisráðherra áætlar að það muni kosta ríkið rúma 60 milljarða króna, en ríkið mun kaupa fasteignir á 95% af brunabótamati. Vonandi er brunabótamatið nálægt raun andvirði eignanna.

Gott og vel, ríkisstjórnin vill sýna rausnarskap gagnvart Grindvíkingum í þeim hremmingum sem þeir eru nú að takast á við, það er vel.

Það sem hræðir mig eru öll sú aukning útgjalda sem ríkið hefur verið að leggja á skattreiðendur á undanförnum missirum og hefur verið að sliga ríkissjóð gerir þessi áform ekki auðveld fyrir okkur að takast á við, svigrúmið getur ekki verið mikið.

Hvað er þá til ráða?

Alþingi verður nú að grípa inní þá gríðarlegu eyðslu sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir og stöðva alla þá óráðsíu sem hefur átt sér stað og kemur okkur almenningi, skattgreiðendum, ekkert við.

Stöðva verður móttöku "flóttamanna" til landsins og senda úr landi þá sem eru hér í þeim tilgangi að lifa á íslenska ríkinu.

Stöðva verður greiðslu svokallaðra kolefnisgjalda, fjármuna sem lenda í vasa hinna ofurríku í heiminum.

Stöðva fjáraustur í stríðsrekstur í Úkraínu.

Stöðva fjáraustur til hryðjuverkahópsins Hamas sem nýtt hefur fjármuni héðan og fá öðrum ríkjum til að gera neðanjarðargöng og undirbúa árásir á nágrana sína með þeim skelfilegustu aðferðum sem nokkurn tíman hefur heyrst af fyrr og síðar.

Stöðva öll önnur gæluverkefni ráðherra sem notuð eru til að fá blóm í hnappagatið.

Ráðamenn eru duglegir að eyða peningum okkar skattgreiðenda og ég tala nú ekki um framtíðar skattgreiðenda og setja stjórnvöld framtíðar í gífurlegan vanda. Þeir vita nefnilega sem er að þeir munu aldrei þurfa að huga að endurgreiðslu þeirra ofurlána sem þeir eru að taka í dag, það er ætlað afkomendum okkar og þeim er þröngur kostur settur af ráðamönnum dagsins í dag.

Við þurfum að fá fólk í stjórnmálin sem hugsar um hag þjóðarinnar og lætur ekki stjórnast af popúlisma en þorir að taka óvinsælar ákvarðanir, ákvarðanir sem eru til heilla fyrir land og þjóð, fólk sem gerir rétt en þolir ekki órétt.

GUÐ BLESSI ÍSLAND.

 


mbl.is Kostar 60 milljarða að kaupa Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Farðu í Samráðsgáttina, og segðu þeim þetta.  Það má. Því fleiri sem segja eitthvað svoleiðis þar, því betra.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2024 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem skiptir öllu mál er hvernig húsnæðislánin verða gerð upp. Það þarf að gerast samkvæmt raunhæfu verðmati með tilliti til raunverulegs innheimtanleika í ljósi þess að veðin eru meira og minna ónýt eða stórskemmd. Hitt sem má alls ekki gerast er að ríkið tryggi fjármálastofnun skaðleysi með því að greiða lánin upp á fullu nafnverði, því það myndi fela í sér óverðskuldaða ívilnun (ölmusu) á kostnað almennings (skattgreiðenda). Fjármálastofnanir verða að taka á sig sinn hluta tjónsins og deila því með öllum öðrum í samfélaginu. Enda hefur áhættan sem var tekin með lánveitingunum verið verðlögð fyrir löngu síðan og við öll (eða velflest) rukkuð um vexti fyrir hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2024 kl. 15:43

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sælir félagar og takk fyrir innlitið.

Auðvitað eiga lánastofnanir, þó einkum bankarnir, sem hafa skilað tugum milljarða í hagnað á ári hverju að taka á sig áfall Grindvíkinga að einhverju leiti t.d. með því að helminga skuldir þeirra, það yrði digurmannlegt af þeim að gera slíkt auk þess hafa þeir grætt á Grindvíkingum og öllum þeim sem hafa þurft að taka lán hjá þeim.

Hins vegar verður ríkið ekki síður að taka til í sínum ranni og láta af ofur greiðslum í alls konar verkefni sem okkur kemur ekkert við eins og ég nefni hér að ofan.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.2.2024 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 770
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 480
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband