Vangaveltur í kjölfar Alþingiskosninga

Píratar vildu bjóða landsmönnum uppá annan valkost en þann sem við höfðum í fráfarandi ríkisstjórn. Landsmenn höfnuðu valkosti Pírata svo um munar. Eftir að hafa mælst með hreinan meirihluta og stjórnarmyndunar viðræður hafnar við Vinstri græna, Samfylkinguna og Bjarta framtíð, sáu landsmenn sig tilknúna til að taka af skarið. Fólk sem var ekki öruggt með hvað það ætti að kjósa sá sig tilknúið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann var einn í þeirri stöðu að vera mótvægi við þá ógn sem önnur vinstristjórn var fyrir landsmenn. Flestir landsmenn gátu ekki hugsað sér annað eins tímabil og við höfðum á árunum 2009 til 2013, þ.e. þeir sem enn muna það tímabil.

Sjálfstæðisflokkurinn sem var vanur að hafa fylgi á bilinu 35 til 42% hefur nú um langt skeið mælst um og innan við 25% í skoðanakönnunum. Niðurstaðan eftir kjördag var hins vegar 29% og vil ég meina að það sé vegna þess að fólki óaði við nýrri vinstri stjórn. Þökk sé Pírötum fyrir að hafa opnað augu almennings fyrir þeim möguleika.

Það ætti að vera formanni og forustu Sjálfstæðisflokksins umhugsunar efni af hverju flokkurinn sé ekki stærri en raun ber vitni. Flokkurinn fékk ekki 29% vegna þess að fólk sé svo ánægt með Bjarna sem formann heldur sú staðreynd að ógn steðjaði að þjóðinni frá vinstri væng stjórnmálanna og þess vegna ákváðu margir á ögurstundu að ljá flokknum atkvæði sitt. Það er ekki nóg fyrir Bjarna að benda á að kratarnir í Sjálfstæðisflokknum hafi yfirgefið flokkinn og stofnað nýjan krataflokk, en stór hluti Samfylkingaratkvæða trúi ég að hafi farið yfir á Viðreisn.

Fyrir síðustu kosningar, árið 2013, lofuðu stjórnarflokkarnir að leiðrétta og laga hag örorku- og ellilífeyrisþega. Aðgerðir sem Bjarni kynnti nú fyrir stuttu voru allt of litlar leiðréttingar og komu allt of seint, öryrkjar og ellilífeyrisþegar láta ekki bjóða sér upp á slíka smán né launa vanvita stjórnmálamönnum með atkvæði sínu. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar eiga að hafa nóg, eiga ekki að þurfa að lifa við það að rétt skrimta. Það er skömm hvernig komið er fram við þá sem minna mega sín í samfélaginu. Á sama tíma og laun opinberra starfsmanna, embættismanna, alþingismanna og ráðherra voru hækkuð upp úr öllu valdi var ekkert gert fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Hefði Sjálfstæðisflokkurinn haft bein í nefinu og komið mynduglega til móts við þessa hópa hefði Sjálfstæðisflokkurinn náð fyrri styrkleika sínum.

Framsóknarflokkurinn má muna sinn fífil fegri, en eftir árásir RUV og stjórnarandstöðunnar á fyrrum formann flokksins ákvað stór hópur innan flokksins að taka þátt í aðförinni í stað þess að standa með formanni sínum og láta ekki drulluna yfir sig ganga. Framsóknarflokkurinn getur því sjálfum sér um kennt hvernig fór og misstu því stóran hluta þeirra atkvæða sem þeir höfðu haft af Vinstri grænum 2013 yfir til þeirra á nýjan leik.

Björt framtíð vann varnar sigur í þessum kosningum og á ég ekki gott með að sjá hvers vegna, ekki nema kannski vegna þess að sumir þeir sem voru búnir að gefast upp á Samfylkingunni kusu þá.

Píratar sem hafa lengi vel mælst stærstir í skoðanakönnunum hlutu afhroð. Það þarf enginn að segja mér að þeir hafi ekki vænst 23ja til 25% fylgi, að þeir séu bara sáttir við sitt. Staðreyndin er sú að almenningur treystir þeim ekki, þeir sem eru eldri en tvívetra gera sér grein fyrir því að hugmyndir þeirra eru barnalegar og ganga ekki upp.

Viðreisn er nýtt afl með fólki sem haldið er ESB-glíu og hefur það sama markmið og Samfylkingin að koma okkur þangað inn, þrátt fyrir gersamlega vonlausa stöðu Evrópusambandsins. Þau halda að evran geti bjargað einhverju hér á landi, en hvernig á hún að gagnast okkur á sama tíma og hún gagnast fæstum í Evrópu???????? Viðreisn tók fylgi bæði frá ESB-sinnuðum Sjálfstæðismönnum og eins frá Samfylkingunni.

Gengi Vinstri grænna vekur mér furðu. Flokkur sem hefur sýnt að honum er ekki treystandi, sem vinnur gegn eigin stefnu að þá dugi að setja fram konu með fallegt bros og þá kikni allir í knjánum og kjósa hana. Ég held að það sé eitthvað alvarlegt að þegar svo er komið að fólk kjósi slíkan flokk.

Þetta eru mínar vangaveltur eftir kosningarnar 2016 og þá er bara að sjá hvernig flokkarnir spila úr niðurstöðunni. Við þurfum á sterkri stjórn að halda, en hún þarf kannski ekki að lifa af fjögur ár, það gæti verið gott að kjósa aftur eftir tvö ár eða fyrr í von um skírari niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 770
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 480
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband