Er RÚV að taka yfir saksóknara embættin og dómstóla landsins???

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekki séð kæru sem lögð hefur verið fram gegn henni. Hins vegar hefur RÚV fengið kæruna í hendur og tekur að sér að fjalla um málið.

"Rík­is­út­varpið greindi frá því í gær­kvöldi að tveir sak­born­ing­ar í mál­inu, fyrr­ver­andi starfsmaður fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Nova og lög­reglumaður­inn Gunn­ar Scheving Thor­steins­son, sem sætti ákæru í mál­inu, hefðu kært Öldu Hrönn til embætt­is héraðssak­sókn­ara fyr­ir rang­ar sak­argift­ir og meint brot í starfi. RÚV hef­ur kær­urn­ar und­ir hönd­um. 

Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður mann­anna tveggja, staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is."

Er nóg að leggja fram kæru hjá RÚV og láta fréttamenn þess miðils sjá um að koma kærunni í hendur dómstóls götunnar??? Ætlar RÚV að blása til mótmæla fyrir framan Lögreglustöðina á Hlemmi??? Ætlar RÚV að taka að sér að úrskurða í þessu máli??? Er það algert aukaatriði að sakborningur fái kæru um meint brot í sínar hendur???

Ef manni er illa við einhvern, er þá nóg að búa til kæru á viðkomandi og fara með það til RÚV og láta þá stofnun um restina???

Eigum við ekki bara að leggja niður saksóknara embættin og dómstóla landsins, er ekki nóg að hafa RÚV??? Það myndi spara okkur mikinn pening, við erum hvort eð er þvinguð til að greiða í RÚV-hítina.


mbl.is Þekkir ekki innihald kæranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góðar og réttmætar spurningar.

Jóhann Elíasson, 15.4.2016 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er með ólíkindum.

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2016 kl. 23:33

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Sennilegast fær RÚV þetta frá þeim sem ákæra til að fá spook og almenningsálit.

RÚV komið á hálan ís...

Birgir Örn Guðjónsson, 15.4.2016 kl. 23:51

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég þakka innlit ykkar og viðbrögð.

Mér sýnist RÚV gera út á að kynda undir reiði í þjóðfélaginu, það er ekki góðs viti. Það þarf að gera allsherjar hreinsun hjá þessari stofnun eða hreinlega loka sjoppunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2016 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 266
  • Frá upphafi: 162433

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 184
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband