21.4.2015 | 17:55
Ofsóknir gegn kristnum hafa aldrei verið eins miklar og nú á okkar dögum, en við höfum lokað augunum eins og gert var á tímum Hitlers.
ISIS, Ríki íslams, fer hamförum hvar sem þeir koma. Þeir hafa tekið upp vinnubrögð Múhameðs, þ.e. að afhöfða fólk, krossfesta og hneppa konum og börnum í ánauð, en Múhameð var þekktur fyrir þess konar vinnubrögð. Tilgangurinn er að ógna, skelfa fólk, gera það hrætt við öfgamennina og þeim hefur tekist það mæta vel.
Fjölmargir kristnir hafa yfirgefið heimili sín og eru á flótta leitandi að samastað þar sem þeir geta fundið skjól, en það reynist erfitt. Ekki eru það þó eingöngu kristnir sem þurfa að líða heldur ýmsir aðrir hópar.
Það er þó deginum ljósara að ofsóknir gegn kristnum hafa aldrei verið eins miklar eins og það sem við sjáum í dag og er þar ekki einvörðungu við ISIS að saka, heldur víðast hvar í hinum múslímska heimi og reyndar víðar, eru kristnir ofsóttir og að þeim þrengt.
Fjögur lítil börn í Sýrlandi stóðu frammi fyrir böðlum sínum og þeim boðið að snúa sér til íslam ellegar myndu þau deyja. Svar þeirra var einfalt, þau gætu ekki yfirgefið Jesú, Hann væri besti vinur þeirra. Augnabliki síðar voru þau öll höfðinu styttri.
Þessir hlutir eru að gerast án þess að hinn vestræni heimur kippi sér upp við það og lætur óátalið. Vesturlönd og reyndar heimurinn allur horfir á og lætur sér fátt um finnast.
Síðastliðinn föstudag var haldin ráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem kristnir leiðtogar og leikmenn töluðu um þessa hroðalegu atburði og voru að hvetja SÞ til aðgerða til að koma þessum hundruðum milljóna einstaklinga til hjálpar.
Hér fyrir neðan má hlusta á Brititte Gabriel sem á uppvaxtarárum sínum bjó við ótta og ógn íslams og Jonathan Can sem er Messíanskur Gyðingur mjög kröftugur fræðimaður í Guðs Orði. Hann er höfundur bókarinnar The Harbinger, en hún fjallar um viðvörun Guðs sem birtist við fall tvíburaturnanna 11.september 2001, mjög áhugaverð lesning og eins að hlusta á hann fjalla um það efni á Youtube.
Leiðtogi Ríkis íslams særðist í loftárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 200
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 153
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það voru gyðingar sem voru fórnarlömbin á Hitlerstímanum og vel að merkja voru það kristnir sem voru böðlarnir.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.4.2015 kl. 07:14
Rétt er það Jósef, hins vegar er ég að benda á þá staðreynd að nú eru kristnir í þeirri stöðu að líða ofsóknir og má að mörgu leiti líkja við ofsóknir á hendur Gyðingum af Hitlers völdum, þó aðferðirnar séu aðrar. En einnig má benda á að Gyðinga hatur fer vaxandi enn á ný og ekki síst í Evrópu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.4.2015 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.