Framkvæmdastjórn ESB vantar meira fé til að sólunda á sama tíma og aðildarríkin eru skömmuð fyrir bruðl.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins krefst meiri fjárframlaga frá aðildarríkjum sambandsins á sama tíma og þeir sjálfir geta ekki lagt fram endurskoðaða ársreikninga og hafa ekki getað það í mörg ár.  Hvernig ætli standi á því??? 

Það má leiða líkum að því að spillingin og fjáraustur framkvæmdastjórnarinnar og möppudýranna í Brussel sé slíkur að engin endurskoðunarskrifstofa vill leggja nafn sitt við slíkar gerðir.  Það er svolítið merkilegt þar sem mörg þessara endurskoðunarfyrirtækja skrifuðu uppá dellu bankanna, en dellan hjá framkvæmdastjórn ESB er bara miklu mun meiri en hún var hjá bönkunum. 

Framkvæmdastjórnin vill ekki draga úr fjáraustri sambandsins í þá sjálfa og því þurfa ríkin, sem sama framkvæmdastjórn gerir kröfur til, þurfa að skera verulega við nögl í útgjöldum heimafyrir.  Þetta er auðvitað ekkert annað en fáránlegt.

Framkvæmdastjórn ESB vantar meira fé til að sólunda á sama tíma og aðildarríkin eru skömmuð fyrir bruðl.

Er þetta það sem við viljum???  Ég segi fyrir mitt leiti NEI takk.

Ekkert ESB


mbl.is Vill aukin framlög frá aðildarríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Tómas.

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.

En þetta er reyndar alveg "typical" fyrir þetta sóunar apparat og þessa skaðræðis- skrifæðis- hyppókrata.

Setja strangar reglur og gera miklar kröfur til allra nema sjálfs sín.

"Vér einir vitum" Af því að vér erum Elítan sjálf !

Nú heimtar Martin Schulz þessi óviðfelldni og endurunni Þýski Kommúnisti og nú svokallaður forseti ESB þingsins eftir enn meiri og harðari miðstýringu og enn frekari völdum ESB ráðstjórnarinnar, allt til "bjargar alþýðunni" !

Það fer hreinlega hrollur um mann.

Því að einhvern tímann hefur maður einmitt heyrt þennan söng áður og það ekki fyrir svo löngu.

Ætlar mannkynið virkilega ekkert að læra af mistökum fyrri kynslóða !

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 26.4.2012 kl. 16:59

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Gunnlaugur

Nei menn eru fljótir að gleyma og það eru svo margir sem vilja ekkert muna.  Menn loka augum og eyrum fyrir hinu augljósa vegna þess að þeir vilja ekki sjá, í von um að allt bjargist.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.4.2012 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 356
  • Frá upphafi: 162098

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband