Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
22.6.2011 | 09:51
ESB sýnir Grikkjum tennurnar
Sami gamli úrelti hugsunarhátturinn er enn við lýði í ESB, skjaldborg skal slegin um áhættusækna fjármagnseigendur á kostnað almennings, í þessu tilviki Grísks almennings.
Það er ekki verið að hugsa um hag Grísku þjóðarinnar, almenningur í Grikklandi fær engu um ráðið hvað gera skal, en ESB gengur fram með offorsi og yfirgangi til að sýna mátt sinn og megin, Gríska þjóðin skal beygð.
Auknar lánveitingar munu ekki hjálpa Grikkjum og reyndar ekki heldur lánveitendum, því að fyrr en síðar mun þurfa að afskrifa bróðurpart þessara lána. Þegar Gríska ríkisstjórnin verður búin að selja allt sem hægt er að selja og það til útlendinga, þjóðin verður orðin slipp og snauð af öllu því sem gefur þeim arð, þjóðin verður splundruð vegna átaka og blóðsúthellinga, þá verður ekki um annað að ræða en að afskrifa óinnheimtanleg lán.
Það væri betra fyrir alla að afskrifa núna en bíða ekki með það þar til vandinn verður orðinn enn meiri, en það stefnir í að svo verði fái ESB og AGS að ráða för, sem allt útlit er fyrir. Þá mun efnahagsleg holskefla skella á ESB og USA vegna keðjuverkandi áhrifa greiðslufalls Grikklands og verður vandinn margfaldur á við það sem nú yrði ef farið væri út í afskriftir nú.
![]() |
Tökin hert í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 16:05
Írar eru frábærir, þeir eiga heiður skilinn.
Írar, sem hafa orðið fyrir hamförum af mannavöldum, leggja Japönum, sem orðið hafa fyrir hamförum af náttúrunnar völdum, til stórfé. Ég dáist að vilja þeirra og áræðni þar sem þeir eiga sjálfir um sárt að binda, eftir að ESB og AGS lögðu á þá drápsklyfjar.
Hverjir skildu koma Írum til aðstoðar og leggja fram fé, til að mæta þeim, eftir hamfarirnar sem þeir urðu fyrir ????
![]() |
Írar leggja Japönum lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010 | 11:54
Ungverjar láta AGS ekki kúga sig
Matsfyrirtækið Moody's gengur erinda AGS og lækkar lánshæfismat ungverskra stjórnvalda.
Ég spyr: er eitthvað að marka þessar lánshæfiseinkunnir matsfyrirtækjanna??? eru þetta ekki bara keyptar niðurstöður???
AGS má ekki við því að stjórnvöld standi uppí hárinu á þeim, þeir þola það ekki. Þess vegna panta þeir lánshæfismat frá matsfyrirtækjum til að "sína" alvarleika málsins. Ég man ekki betur en lánshæfismat íslensku bankanna og íslenska ríkisins hafi verið eins og best verður á kosið daginn fyrir hrun, sem sýnir að ekkert var að marka einkunnargjöf þeirra.
AGS verður að sanna mikilvægi sitt fyrir umheiminum og notar því mjög svo andstyggilegar aðferðir til að koma sínu fram. Það hefur Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands fengið að kenna á, en hann ætlar ekki að láta AGS kúga sig.
Gott hjá honum.
Vegni honum og ungverjum vel í baráttunni við AGS.
![]() |
Ungversk stjórnvöld gefa AGS langt nef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2009 | 14:58
Hvar ætli Portúgalar hafi fengið lán . . .
. . . til að lána AGS ? Ætli AGS hafi lánað þeim ? og það á hærri vöxtum en lán Portúgala til AGS ? Eða ætli Bretar og Hollendingar hafi lánað þeim út á væntanlegar greiðslur frá Íslandi vegna Icesave ?
Ég á allavega ekki von á því að eitt fátækasta þjóð í ESB sé aflögufært ein og sér.
![]() |
Portúgal lánar AGS 1,06 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 16:07
Hver verður fyrsti FORSETI Evrópusambandsins, ef ekki Tony Blair ?
Í frétt á mbl.is segir: "Frjálsir demókratar, annar stjórnarflokkanna í Þýskalandi, eru lítt hrifnir af því Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verði kjörinn forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins.....Formaður þingflokks Frjálsra demókrata, segir að þingmenn flokksins vilji frekar að stjórnmálamaður frá litlu landi verði fyrir valinu "
Var ekki búið að lofa Össuri þessum bitlingi ?
![]() |
Vilja frekar mann frá smáríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 14:51
Öfga- . . . ! ? ! ?
Öfga-vinstrisinnaði innanríkisráðherra Breta kom í veg fyrir að öfga-hægrisinnaður Hollenskur þingmaður kæmist inn í landið (England) 12. febrúar s.l. Öfga-hægrimaðurinn var stöðvaður af innflytjendaeftirlitinu á Heathrow að tilstuðlan öfga-vinstrisinnaða innanríkisráðherrans.
Nú mega öfga-hitt og þetta vara sig á öfga-hinu og þessu, þó sérstaklega öfga-vinstrimönnum í ríkisstjórn Breska Samveldisins (UK). Það voru einmitt öfga-vinstrimennirnir Brown og Dalring sem settu öfga-hryðjuverkalög á öfga-fullu íslensku þjóðina.
Það er aldrei að vita hvað öfga-vinstrimönnunum dettur í hug næst
![]() |
Wilders fær að fara til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 11:29
Aðild Ítalíu að ESB
Ítölsk stjórnvöld hafa augljóslega ekki gert sér grein fyrir því að með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu færi allt á betri veg fyrir þá.
Ríkisstjórn Íslands ætti að hafa samband við Ítölsku ríkisstjórnina og upplýsa þá um hvað allt er orðið miklu betra á Íslandi eftir að sótt var um aðila að ESB. Vextir snarlækkað, gengið styrkst, skuldir nær horfið, næg atvinna fyrir alla, himnaríki ESB hefur hellst yfir land og þjóð og allir í sæluvímu, bara við það að sækja um aðild að ESB.
Verst að Ítalir hafa ekki áttað sig á þessu, þrátt fyrir að þeir séu aðilar að ESB. Opinberar skuldir Ítala hækka um 400 milljónir Evra á viku, fjárlagahallinn er um og yfir 5%, en samkvæmt reglum ESB má fjárlagahallinn ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu.
ESB gerir kröfur til smærri ríkja ESB um að halda sér innan 3ja prósenta markið í fjárlagahalla, á meðan að stóru ríkin í sambandinu geta ekki staðið við þær kröfur sem settar voru af þeim sjálfum.
Með tilliti til skuldsetningar Ítalska ríkisins ætti að vera búið að víkja Ítölum úr sambandinu, en það myndi stríða gegn raunverulegum áætlunum ESB sem er að ríkja yfir allri Evrópu. Raunveruleg ástæða fyrir tilurð ESB er að fáir geti ríkt og drottnað yfir álfunni Evrópu og síðar meir eru frekari landvinningar í bígerð.
![]() |
Opinberar skuldir vaxa hratt á Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 09:16
Hversu oft ætli þurfi að kjósa ?
Þingmenn á Evrópuþinginu munu kjósa á morgun um hvort Jose Manuel Barroso gegni áfram embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB.
Ætli ein umferð dugi, eða gæti þurft að kjósa oft um manninn til þess að fá hann samþykktan af þinginu ? Það skyldi þó ekki vera að það fari fyrir kjöri hans eins og um kosningar Íra um stjórnarskrá ESB (afsakið Lisabon-sáttmálan).
![]() |
Kosið um Barroso á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2009 | 11:07
Varað við of mikilli bjartsýni Evrópulanda
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans varar við of mikilli bjartsýni um að efnahagur Evrópuríkja hjarni við í byrjun næsta árs. Sjálfur segist hann telja að spár um jákvæðan viðsnúning efnahagsmála á fyrri hluta næsta árs muni standast, en setur þó varnagla og gefur til kynna að þær spár gætu brugðist.
Með þessari yfirlýsingu sýnist mér bankastjórinn vera að draga úr væntingum og undirbúa fólk undir hið gagnstæða þ.e. að ástandið verði ekki svo gott sem spár geri ráð fyrir. Ef lesið er á milli línanna í því sem Trichet segir má gera ráð fyrir því að efnahagskreppan í Evrópu mun dragast á langinn.
![]() |
Varar við of miklum væntingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Það er nú meira bullið sem kemur frá Morgunblaðinu . . .
- Hamas og palestínumenn (islamistar) eru hræðilegir morðingjar.
- Hvaða íslensk fréttastofa hefur fjallað um þetta mál ?????
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 169222
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar