Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
11.11.2011 | 09:23
Æ færri Norðmenn vilja í ESB
Nánast allir Norðmenn vilja ekki í ESB, þeir sjá sem er að ESB er ekki kostur, heldur vandamál.
![]() |
Aðeins 14% Norðmanna vilja ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2011 | 14:40
Er Berlusconi kominn með fjölmiðlafulltrúa úr röðum "vina sinna" í Evrópusambandinu?
Það er ekki að sjá annað en að Barroso og Merkel hafi tekið að sér að vera sérlegir fjölmiðlafulltrúar Berlusconi.
![]() |
AGS hefur eftirlit með áætlun Ítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 22:41
Hvar í Miðausturlöndum njóta arabar lýðræðislegra réttinda?
Svarið við þeirri spurningu má finna á myndskeiði tengt við meðfylgjandi vefslóð:
http://unitedwithisrael.org/where-are-arabs-free/
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2011 | 11:13
Evru-ríki í sjálfheldu
Það er engin góð lausn til á vanda Evru-ríkjanna. Skuldavandi þeirra er stórkostlegur og engin auðveld leið út úr þeim vanda. Bankar Evru-ríkjanna hafa ausið fé í þessi ríki í von um að hagnast verulega á þeim lánveitingum. Nú er svo komið að flest Evru-ríkjanna eru orðin ofurskuldsett og sum hver komin í greiðsluþrot og eru Grikkir þar fremstir í flokki, en skammt á hæla þeim koma Portúgalar, Spánverjar, Írar og Ítalir sem sigla hraðbiri í strand.
Ef afskrifa á eitthvað af skuldum þessara ríkja, sem virðist eina leiðin til að bjarga þeim, lenda bankarnir í greiðsluþroti, eins og gerðist hér á landi árið 2008. Þá þurfa Evru-ríkin að leggja bönkunum til fé til þess að bjarga þeim frá þroti. En hvar á að ná í það fé??? Ríki Evru-landa eru ekki í þeirri stöðu að geta ausið fé í bankana, nema kannski Þýskaland en almenningur þar í landi er ekki tilbúinn að axla þá byrði. Þá þurfa Evru-ríkin að taka lán hjá bönkunum sem eru að fara á hausinn, nú eða að stórhækka skattaálögur á almenning.
Hvaða leið sem valin verður mun ekki verða til vinsælda fyrir þá ráðamenn sem standa frammi fyrir því vali. Þau eru ekki öfundsverð þau Merkel og Sarkozy, en þau virðast hafa tekið sér einræðisvald á lausn þessara erfiðu mála og mun niðurstaðan, hver sem hún kann að verða, leiða til þess að þau missi völdin "eftirsóknarverðu".
Evran er komin í sjálfheldu og mun hún ekki bjarga neinu, þrátt fyrir tröllatrú sumra stjórnmálamanna hér á landi á ágæti hennar. Evran hefur aðeins orðið fótakefli Evrópusambandsins til hrösunar á sama tíma og hin veika íslenska króna hefur komið okkur til bjargar.
![]() |
Pólitískur vilji til að leysa vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2011 | 12:00
Frábær ræða hjá Benjamin Netanyahu
Það ættu allir að hlusta á ræðu Benjamins Netanyahu hún var frá bær. Þar kennir ýmissa grasa, nokkuð sem ekki er fjallað um á RUV eða öðrum fjölmiðlum hér á landi.
Menn verða upplýstari um stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs við að hlusta á hvað hann hefur að segja.
Ræðuna má nálgast á vefslóðinni hér fyrir neðan.
http://www.aish.com/jw/me/Netanyahus_Speech_at_the_UN.html
![]() |
Fylgi við Netanyahu eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.9.2011 | 21:44
Það sem átti að verða til dauð og tjóns hefur verið breytt í rósir og sitthvað fleira fallegt
Farið inn á slóðina hér fyrir neðan og sjáið sjálf. Þar eru ýmsar upplýsingar að finna sem gætu truflað suma viðkvæma.
http://www.rocketsintoroses.com/
29.6.2011 | 15:41
Aðhaldsaðgerðir Griskra stjórnvalda koma ekki að gagni einar sér
Ef takast á að koma fótunum undir Grískt efnahagslíf verða stórfeldar afskriftir á lánum þeirra að koma til til viðbótar við aðgerðir stjórnvalda sem ESB hefur þvingað fram.
Grikkir munu standa frammi fyrir sömu vandamálum eftir nokkra mánuði þó svo að skattar verði hækkaðir upp úr öllu valdi og útgjöld verði dregin verulega saman, þetta könnumst við við hér heima á Fróni. Hjól atvinnulífsins munu hægja á sér, atvinnuleysi aukast enn frekar, fátækt, vonleysi og uppgjöf mun hrjá þjóðina sem að lokum mun leiða til enn frekari uppþota. Ég óska þess að þessi spá mín muni ekki rætast, en ég óttast hið versta.
Ég held að flestum sé það orðið ljóst að þeir sem ráða ríkjum í ESB og AGS hafi hvorki skilning né þrek til að takast á við þau gífurlegu vandamál sem Evru löndin standa frammi fyrir. Þeir virðast halda að það sé nóg að setja plástur hér og þar en óhreinindin fái að grassera þar undir, að lokum leiðir það til enn alvarlegri stöðu en við mönnum blasir í dag.
![]() |
Gríska þingið samþykkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2011 | 09:51
ESB sýnir Grikkjum tennurnar
Sami gamli úrelti hugsunarhátturinn er enn við lýði í ESB, skjaldborg skal slegin um áhættusækna fjármagnseigendur á kostnað almennings, í þessu tilviki Grísks almennings.
Það er ekki verið að hugsa um hag Grísku þjóðarinnar, almenningur í Grikklandi fær engu um ráðið hvað gera skal, en ESB gengur fram með offorsi og yfirgangi til að sýna mátt sinn og megin, Gríska þjóðin skal beygð.
Auknar lánveitingar munu ekki hjálpa Grikkjum og reyndar ekki heldur lánveitendum, því að fyrr en síðar mun þurfa að afskrifa bróðurpart þessara lána. Þegar Gríska ríkisstjórnin verður búin að selja allt sem hægt er að selja og það til útlendinga, þjóðin verður orðin slipp og snauð af öllu því sem gefur þeim arð, þjóðin verður splundruð vegna átaka og blóðsúthellinga, þá verður ekki um annað að ræða en að afskrifa óinnheimtanleg lán.
Það væri betra fyrir alla að afskrifa núna en bíða ekki með það þar til vandinn verður orðinn enn meiri, en það stefnir í að svo verði fái ESB og AGS að ráða för, sem allt útlit er fyrir. Þá mun efnahagsleg holskefla skella á ESB og USA vegna keðjuverkandi áhrifa greiðslufalls Grikklands og verður vandinn margfaldur á við það sem nú yrði ef farið væri út í afskriftir nú.
![]() |
Tökin hert í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 16:05
Írar eru frábærir, þeir eiga heiður skilinn.
Írar, sem hafa orðið fyrir hamförum af mannavöldum, leggja Japönum, sem orðið hafa fyrir hamförum af náttúrunnar völdum, til stórfé. Ég dáist að vilja þeirra og áræðni þar sem þeir eiga sjálfir um sárt að binda, eftir að ESB og AGS lögðu á þá drápsklyfjar.
Hverjir skildu koma Írum til aðstoðar og leggja fram fé, til að mæta þeim, eftir hamfarirnar sem þeir urðu fyrir ????
![]() |
Írar leggja Japönum lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010 | 11:54
Ungverjar láta AGS ekki kúga sig
Matsfyrirtækið Moody's gengur erinda AGS og lækkar lánshæfismat ungverskra stjórnvalda.
Ég spyr: er eitthvað að marka þessar lánshæfiseinkunnir matsfyrirtækjanna??? eru þetta ekki bara keyptar niðurstöður???
AGS má ekki við því að stjórnvöld standi uppí hárinu á þeim, þeir þola það ekki. Þess vegna panta þeir lánshæfismat frá matsfyrirtækjum til að "sína" alvarleika málsins. Ég man ekki betur en lánshæfismat íslensku bankanna og íslenska ríkisins hafi verið eins og best verður á kosið daginn fyrir hrun, sem sýnir að ekkert var að marka einkunnargjöf þeirra.
AGS verður að sanna mikilvægi sitt fyrir umheiminum og notar því mjög svo andstyggilegar aðferðir til að koma sínu fram. Það hefur Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands fengið að kenna á, en hann ætlar ekki að láta AGS kúga sig.
Gott hjá honum.
Vegni honum og ungverjum vel í baráttunni við AGS.
![]() |
Ungversk stjórnvöld gefa AGS langt nef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Nýjustu færslur
- Hann vill til Palestínu, sendum hann þangað og það hið fyrsta.
- Það kemur ekkert gott frá þessari konu, hún ætti ekki að vera...
- Hvenær fær fáni Ísraels að vera dreginn upp við ráðhús Reykja...
- Fyrir um 2500 árum ritaði Esekíel spámaður Drottins . . .
- Þessir hlutir munu rætast eins og Heilög Ritning segir okkur ...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 11
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 344
- Frá upphafi: 168414
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 240
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar