Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Segja ræstingarfólki upp á heilbrigðisstofnunum í sparnaðarskini

Hvaða sparnaður felst í því að bjóða út ræstingar á heilbrigðisstofnunum? á Engin að ræsta og halda öllu hreinu? halda heilbrigðisyfirvöld að það muni ekki kosta neitt ef ræstingar verða boðnar út?

Listinn yfir sparnaðaraðgerðir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem ég las á mbl.is í gær er mjög fálmkenndur, svo ekki sé dýpra í árina tekið.  Það eina sem virtist nokkuð fast í hendi er að segja ræstingarfólki upp og hætta að kaupa hreingerningar efni, s.s. wc-pappír, handþurrkur, og aðrar hreinlætisvörur.

Á hvaða plan ætli heilbrigðisþjónustan í landinu færi ef þessi leið yrði farin allsstaðar? Blush

 


mbl.is Fólki fækkar hjá heilbrigðisstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB sjái til þess að makríll gangi ekki í Íslenska lögsögu

Ef við megum ekki veiða makríl, eins og krafa ESB er, þá verða þeir að sjá til þess að fiskistofninn gangi ekki í lögsögu okkar.  Ætla þeir kannski að senda veiðieftirlitsmenn á alla bryggjusporða landsins og sjá til þess að fólk geti ekki veitt með stöng af þeim eins og það hefur gert undanfarin tvö ár eða svo.

Það er svo eftir öllu að ESB hótar að brjóta samninga til að ná sínu fram.  Að banna innflutning á tilteknum fiskafurðum frá Íslandi væri brot á EES samningnum.

En svona er ESB, þetta er það sem nokkrir kratar vilja.

 


mbl.is Hóta aðgerðum vegna makríldeilunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já söguleg stund er það

Það hlýtur ávalt teljast til sögulegra stunda þegar ráðamenn kappkosta að færa öðrum þjóðum völd þess ríkis sem þeir sjálfir eru taldir stjórna.  Ég held það hljóti að vera einsdæmi í heiminum öllum að til séu slíkir "ráðamenn" sem þeir sem við höfum nú við völd á Íslandi. 

Þær þjóðir sem nú eru í klóm Þjóðverja og Frakka innan ESB gerðu sér ekki í hugarlund hvert stefndi þegar þær gengust ESB á hönd, þær gengu inn í þriðja ríkið með bundið fyrir augun.  Nú aftur á móti ganga íslenskir "ráðamenn"í gin ljónsins með bæði augun opin.  Hver hefði trúað því í lok síðari heimsstyrjaldar að til yrðu þeir menn sem kappkostuðu að afhenda fullveldi þjóðar í hendur alþjóðlegrar stofnunar sem stjórnað er af fólki sem ekki einu sinni er kosið til starfa og/eða ríkja sem leynt og ljóst hafa stefnt að yfirráðum yfir allri Evrópu???

 


mbl.is Söguleg stund fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Ingu Lind að standa með samvisku sinni

Það hefði farið betur hefðu stjórnmálamenn, þeir sem á Alþingi sitja, farið eins að og virt þau lög og reglur sem í gildi eru.  En nú á að keyra í gegn "einhverjar" breytingar á Stjórnarskránni til þess að sumir ráðherrar geti síðar meir sagt: "Sjáið hvað ég áorkaði".

Nú stefnir í enn eitt klúðrið hjá ríkisstjórninni og satt best að segja, þá má hún alls ekki við því.

Inga Lind gerði hið eina rétta og vonandi koma fleiri í kjölfarið.

 


mbl.is Þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með lögum skal land byggja, en ekki eyða.

Það virðist orðin lenska hjá forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar að brjóta lög og í besta falli að fara á svig við þau lög sem í landinu gilda.  Jafnvel lög sem framangreindur ráðherra hefur lagt ofur kapp á að koma á. 

Með úrskurði Hæstaréttar var kosningu til Stjórnlagaþings lýst ógild vegna galla á framkvæmd kosninganna.  Samkvæmt gildandi lögum ber því að kjósa að nýju, en viti menn, ríkisstjóri Jóhönnu Sigurðardóttur, þeirrar sem leggur ofuráherslu á heiðarleika, gegnsæi, vönduð vinnubrögð og að farið sé að lögum, ákvað að sniðganga gildandi lög og fara á svig við úrskurð Hæstaréttar.

Hæstiréttur starfar eftir lögum og í anda gildandi Stjórnarskrár, en ríkisstjórnin ákvað að hafa þau lög og þar með ákvæði Stjórnarskrárinnar að engu.

Hvernig ætlast ríkisstjórnin til þess að almenningur fari að lögum og virði Stjórnarskrá landsins, hvort heldur þeirrar sem nú er í gildi eða þá þeirrar sem Jóhanna og co. hyggst koma á, á sama tíma og hún gerir það ekki sjálf???

Jóhanna getur ekki vænst þess að virðing verði borin fyrir nýrri Stjórnarskrá þegar hún sjálf virðir þá sem fyrir er að vettugi.

Mér sýnist forsætisráðherra vera kominn í öngstræti með allt sitt réttlætis hjal. 

Með lögum skal land byggja, en ekki eyða.  Ég held að forsætisráðherra ætti að hugfesta það.

 


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ranglæti stjórnvalda er yfirgengilegt og þeim til skammar

Fólkið sem kennir sig við jafnaðarmennsku, réttlæti, bræðralag og Norræna velferð, sýnir þeim sem minna mega sín mikla lítilsvirðingu til þess að geta sýnt sínu útvalda ofurlaunafólki meiri jöfnuð en öðrum og þá sérstaklega þeim sem hafa orðið undir í þjóðfélaginu.  Þeim sem átti að sýna sanngirni, hefur verið sýndur fingurinn í nafni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Skömm þeirra er mikil, hún opinberast með yfirlæti og ofsa dag hvern. 

 


mbl.is Nefndarmenn fá meira en þolendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins aldrei minni

Bróðurpartur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, með formanninn í fararbroddi, féll á prófinu í dag.

Í gegnum tíðina hefur fólkið í landinu litið til Sjálfstæðisflokksins þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og hefur forusta flokksins ávalt haft burði til að takast á við þau mál sem við blöstu.  Við höfðum menn í forystu sem höfðu reisn og myndugleika, þor og áræðni til að takast á við hin ýmsu mál og leiða þau til lykta þjóðfélaginu til heilla.  Nú bregður hinsvegar svo við að nánast allur þingflokkurinn lyppast niður í meðalmennsku og jafnvel enn neðar en það og í stað þess að standa með þjóð sinni er tekin sú stefna að bjarga handónýtri vinstri stjórn.

Ekki veit ég hvað þau Jóhanna og Steingrímur hafa lofað Bjarna, en hvað sem það kann að vera getur Bjarni verið þess fullviss að þau munu ekki standa við neitt af því sem þau hafa lofað honum, ekki frekar en önnur loforð sem þau hafa gefið.

Það er ömurlegt til þess að vita að meirihluti þingflokksins hafi svo gersamlega snúið baki við ályktun landsfundar flokksins og sýnir sá gjörningur að þeim er ekki treystandi til að fara með málefni Sjálfstæðismanna á Alþingi hvað þá að standa vörð um hagsmuni Íslensku þjóðarinnar.

Það er kaldhæðnislegt að Sjálfstæðismenn þurfi nú að leggja traust sitt á Ólaf Ragnar Grímsson til þess að koma almenningi/skattgreiðendum til langrar framtíðar, til hjálpar.

Ég hefði aldrei getað trúað því að ég ætti eftir að bera meiri virðingu fyrir Ólafi Ragnari en formanni Sjálfstæðisflokksins, eða að ég bæri meira traust til Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef nú sagt mig úr.

Formaður og meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafa svikið þjóðina, kjósendur sína og hinn almenna Sjálfstæðismann sem bar traust til þeirra.  Flokksmenn lögðu traust sitt á þessa þingmenn með þeirri fullvissu að þau stæðu með þjóðinni, gerðu rétt en myndu ekki þola órétt og eru vonbrigðin því enn meiri.

Nú sný ég mér frá Sjálfstæðisflokknum og til forseta Íslands og skora á hann að leyfa þjóðinni að klára málið.  Það er ekki einvörðungu gjá milli þings og þjóðar heldur hyldýpi.

 


Leggja ætti sérstakan aukaskatt á bankana til að greiða fyrir Icesave og viðhalda velferðarkerfinu hér á landi.

Ég legg til að 10milljarða aukaskattur verði lagður á bankana, þ.e. hvern banka fyrir sig, næstu fimm árin, hið minnsta.  Upphæðin verði verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs.  Bönkunum verði óheimilt að fjármagna þessa skatta með auknum álögum á viðskiptavini sína t.d. með auknum vaxtamun eða með því að hækka þjónustugjöld eða leggja á ný gjöld.  Þessir milljarðar verði hreinlega teknir af arðsemi bankanna og kæmi því minna í hlut hluthafa þessi fimm árin.

Sparisjóðirnir og önnur fjármálafyrirtæki auk tryggingafélög verði látin greiða samskonar aukaskatt þó kannski eitthvað lægri upphæð.

Skattur þessi verði lagður á eftir að reiknaður hefur verið hefðbundinn skattur á þessi fyrirtæki og hann hafi ekki áhrif á hefðbundnar skattgreiðslur þeirra.

Með þessu væri hægt að viðhalda velferðarkerfinu og gera þær leiðréttingar sem nauðsynlegar eru til að rétta hlut þeirra sem hafa orðið útundan í þjóðfélaginu, s.s. öryrkjar og ellilífeyrisþegar.  Þar að auki væri hægt að borga niður skuldir þjóðabúsins, lækka skatta og koma atvinnuvegunum í gang.

Þar að auki þarf að fara að sækja þá fjármuni sem víkingarnir stálu og komu úr landi.

 


mbl.is Segir samþykkt Icesave muni marka tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. í líki Bjarna Ben. í Kastljósi kvöldsins

Gerði lítið úr samþykktum landsfundar Sjálfstæðisflokksins, var mjög svo ótrúverðugur.  Hann er á góðri leið með að rústa flokknum.

 


Sjái þeir um það sjálfir

Vilji Viðskiptaráð Íslands og/eða Samtök atvinnulífsins ljúka Icesave-málinu, þá geta þeir gert það sjálfir, á eigin kostnað, látið okkur skattgreiðendur bara í friði við höfum nóg með okkur, Steingrímur sér til þess.

 


mbl.is Leysi Icesave hratt og örugglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 167796

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 156
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband