Lögmanni ofbíður, hvað með okkur hin ?

Ég treysti mér ekki til að vera dómari í máli Baldurs Guðlaugssonar, en einhvern veginn finnst mér vera lykt af þessu, eins og svo mörgu öðru sem er að gerast í þjóðfélagi okkar.

Af hverju þarf hann einn að upplifa kyrrsetningu eigna sinna, á meðan stórþjófar þeir er settu okkur öll á hausinn valsa um heiminn með ránsfenginn og koma sér vel fyrir í glæsivillum á okkar kostnað ?

Það er eins og með blessuðu konuna sem stal innan við 100 miljónum, hún verður látin sæta ábyrgðar gjörða sinna, ekkert athugavert við það, en þeir sem stálu milljörðum ef ekki tugum eða hundruðum milljarða eru látnir óáreittir ?

Nei, smá krimmarnir, s.s. þeir sem taka lambalæri úr Bónus, eru látnir sæta ábyrgðar gjörða sinna, á meðan Bónusfeðgarnir í kompaníi við aðra, hafa rústað hverju fyrirtækinu af fætur öðru og hirt úr þeim öll verðmæti, fá nú enn á ný með aðstoð Ara Jóns (eða Arðráns) eins og sumir kalla nýja bankann, að leika sér með milljarðatugi, í skjóli bankans.

 


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér í einu og öllu hér.  Þetta er viðeigandi aðilum til skammar.

Sigurður Sigurðsson, 24.11.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 164921

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband