Lúðvík Geirsson að finna sér leið út úr pólitík, eftir að hafa sett Hafnarfjarðarbæ á hliðina

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sér sér þann kost vænstan að fara í öruggt fallsæti á list Samfylkingarinnar fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar.  Á átta ára ferli sínum hefur hann ásamt Samfylkingunni komið Hafnarfjarðarbæ í ótrúleg vandræði, jafnvel í góðæri, þegar allt lék í lindi og gríðarlegar tekjur bæjarins, var skuldsetningin enn meiri.  Nú þykir honum best að koma sér í öruggt fallsæti, hann vill ekki lenda í því að vera í minnihluta.  Hann veit sem er að næsta bæjarstjórn á erfitt verk fyrir höndum, að vinda ofan af allri vitleysunni eftir hann og Samfylkinguna.

 


mbl.is Lúðvík í baráttusætið í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

ég vona svo sannarlega að þessi refskák hans verður þessari bleyðu að falli

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 24.11.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Komdu sæll Tómas.
Lúðvík finnst mér hafa hjartað á rétta staðnum og varð mér að orði við einn kunningja minn fyrir alþingis-bramboltið í vor að ég vonaði að hann kæmist ekki að í ríkisstjórn því ég vildi hafa hann áfram sem bæjarstjóra í Hafnarfirði.

Hann hefur einungis reynst mér vel með allt sem ég hef leitað til hans með. Mín skoðun á honum er afdráttarlaust góð (tek fram að ég vissi varla hver hann var þegar ég leitaði til hans fyrst og var og er ekki hátt skrifuð né tengd honum). Ég er einnig óflokksbundin  nema ef til væri Mannúðarflokkur.

Nú bið ég almættið um að svo verði sem ég óskaði, mannúðarinnar til handa okkar allra vegna. Hann tekur nefnilega mannúðina fram yfir peningagróða sem er akkúrat í anda þess sem kom fram á þjóðfundinum sem er vilji þverskurðarúrtaks þjóðarinnarinnar: VIRÐING (sama og heiðarleiki), RÉTTLÆTI OG KÆRLEIKUR. Með þessu þrennu eru okkur allir vegir vegir færir því þetta er grunnurinn að velgengni okkar allra og byggir upp andlegan styrk sem er máttugri en svikulir peningar í óhófi.

Þessu gleyma sjálfstæðis og framsóknarmenn of oft í hita gróðaleiksins sem þeir voru plataðir útí.

Ég finn til með fólki sem hefur verið platað til svo einsleitar sýnar á lífið að fyrirtæki og peningar séu mikilvægari en fjölskyldur og peningar til nauðþurfta til að sinna skyldu-svika-velferðar þjóðfélags lesblindrar og ADHD sjúkrar þjóðar.

En þeir geta lært að virðingar og mannúðar hugsjónin er vænlegust til árangurs fyrir alla og við verðum öll að leggjast á eitt um þá stefnu.  Ef við gerum það ekki töpum við öll enn meiru af öllu því sem við sem þjóð eigum eftir. (Ég nefni enn einu sinni Nelson Mandela sem dæmi um sigur auðmýktar og kærleika).

Gangi okkur öllum sem best sama hvar í flokki sem við höfum látið telja okkur trú um að við séum og með kærri kveðju frá einni sem ekki fer troðnar slóðir, og með góðum árangri.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir innlitið Anna Sigríður, ekki vil ég segja að Lúðvík sé alslæmur, en pólitík er nokkuð sem hann hefði átt að láta vera.  Staðreyndin er sú að í hans tíð í sem bæjarstjóri hefur hvert gæluverkefnið af fætur öðru verið látið ráða ferðinni, að mér virðist í þeim tilgangi að gera hann vinsælan meðal bæjarbúa.  Nú er svo komið að hann stendur frammi fyrir því að þurfa að skera niður öll vinsælu gæluverkefnin til þess að geta haldið áfram að reka bæjarfélagið samkvæmt gildandi lögum.  Því miður lítur út fyrir að ekki aðeins gæluverkefnin verði fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum, heldur velferðarmál og önnur brýn mál sem eru á bæjarins herðum.

Það getur nefnilega verið dýrt að vilja vera vinur allra og gera allt fyrir alla til að halda vinsældum og í stað þess að borga niður skuldir meðan tekjuöflun bæjarfélagsins var mikil, þá var haldið áfram að taka lán á lán ofan til þess að eyða í gæluverkefni.  Nú er það að koma niður á bæjarfélaginu og munum við sem búum í Hafnarfirði þurfa að súpa seiðið af því.  Við borgum hæsta útsvar og hæstu fasteignagjöld nú þegar og ef vel væri þyrfti að hækka þessi gjöld allverulega til þess að endar næðu saman.

Hvað við fengjum í staðinn, verð ég að segja þetta: Allt er betra en Samfylkingin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.11.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband