Hvað gerir maður til að komast hjá því að sturlast ?

Ef maður vill halda sönsum og sturlast ekki þá er best að:

  • Hætta að hlusta og/eða horfa á fréttir
  • Hætta að lesa blöðin
  • Hætta að að lesa bloggið
  • Hætta að vera innan um þá sem fullir eru neikvæðni
  • Taka upp Biblíuna, lesa hana og snúa sér til Drottins

Það fer ekki fram hjá neinum sem það vill vita að stjórnvöld eru ekki að höndla þau verk sem fyrir þeim liggur.  Það eina sem stjórnvöld hafa áorkað er að auka útgjöld almennings allverulega.  Stjórnvöldum hefur tekist að halda verðbólgunni hárri, vöxtum háum, sí hækkandi vöruverði, miklu atvinnuleysi og stórauknum álögum í formi skatta og vörugjalda.

Þar sem við sjáum að stjórnmálamenn ráða ekki við vandan og við horfum fram á mikla og aukna erfiðleika í þjóðfélaginu, þá er ekki nema um eitt að ræða.  Þjóðin þarf að fara að hugsa upp á nýtt og snúa sér að þeim sem hefur mátt, langt fram yfir áhrifasvið mannanna.

Í marga áratugi hefur þjóðin verið á hraðri leið frá þeim gildum sem voru henni kær lengi vel.  Sá sem þjóðin leit til þegar neyð steðjaði að hefur hún nú gleymt.  Þegar Íslenska þjóðin hlaut sjálfstæði á síðustu öld var sungið: "Ó Guð vors lands, ó lands vors Guð, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn", nú er það nafn haft að spotti og háði og svo er fólk hissa á því að Drottinn vill ekki mæta þjóðinni.  Menn hafa haft í flimtingum orð Geirs H. Haarde er hann sagði: "Guð blessi Ísland".  Ég get tekið undir með Geir, því nú sem aldrei fyrr er þörf á blessunum Guðs.  

En af hverju er svona fyrir okkur komið ?  Óguðleiki hefur vaxið hröðum skrefum og eftir því sem velmegun hefur vaxið meðal okkar hefur guðleysið vaxið samhliða.  Eftir því sem menn hafa getað treyst meira á fjármuni sína og velgengni í lífinu, hefur traustið á Drottni dvínað.  Græðgin hefur náð tökum á okkur og við svífumst einskis til að fá meira og meira og við vílum ekki fyrir okkur að svíkja náungan og pretta.  Nú má ekki lengur kenna kristnifræði í skólum okkar á sama tíma hnignar siðferði þjóðarinnar.  Menn belgja sig út í nafni umburðarlyndis og eru tilbúnir að hleypa alls kyns sora inn í landið okkar og hið mesta óeðli er talinn sjálfsagður hlutur, vegna þess að við "eigum að elska náungann".  Við segjumst elska lífið en meinum framtíð þjóðarinnar að líta dagsins ljós og förgum því meðan það getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

Það eina sem getur bjargað Íslensku þjóðinni er að hún (ég, þú og allir hinir), snúi sér frá sínum vondu vegum og leiti Drottins Guðs hennar.  Stjórnmálamenn geta ekki mætt þjóðinni, "sérfræðingar" geta ekki mætt þjóðinni, það er aðeins ein leið, það er að þjóðin snúi sér til þess Guðs sem hún er kennd við, þ.e. til Drottins Jesú Krists, Hans sem er höfundur og fullkomnari trúar okkar.  Hann stendur við dyrnar og knýr á, Hann segir við þig "...kom þú og fylg mér.  Ég vil hjálpa þér, ég vil leysa þig, ég vil lækna þig..."

Hrópaðu á Drottinn, ákallaðu nafn Hans, segðu "Jesús kom inn í mitt líf" og ef þú gerir það af einlægni, mun Hann svo sannarlega mæta þér, þú þarft á því að halda, ég þarf á því að halda, öll þjóðin þarf á því að halda, jafnt háir sem lágir, enginn er þar undanskilinn.

Drottinn blessi þig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nokkuð viss um að þú yrðir sturlaður strax eftir Mósebækurnar fimm. Hvergi er að finna meiri viðbjóð, mannfyrirlitningu og grimmd í neinum skrifuðum texta.

Það lagast svosem ekkert eftir að álíður og ekki endar það á skemmtilegan hátt, með dómsdagsoráði og geðveiki opinberunarbókarinnar.  Svo er rétt að minna á að Jesú sjálfur innleiddi hótanir um helvítiselda ef þú létir honum ekki alla hugsun þína eftir.

Ef þér finnst raunheimurinn erfiður, þá er fabúla Biblíunnar ekki flóttaleiðin.

Þú getur annars lagst á bæn. Það er víst engin athöfn henturgri til að gera akkúrat ekki neitt í málum og afneita eigin ábyrgð en það.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég veit Jón Steinar að því miður eru ekki allir sem hafa þá auðmýkt eða andlegan skilning til að bera að geta meðtekið eða skilið ritningarnar.  Jesús hótaði engum helvítiselda, en hann varði við þeim.  Ef þú segir barni þínu að eldurinn sé hættulegur og ef það leggur höndina inn í eldinn muni það brenna sig, er það þá hótun ?  Er ekki kærleikur í því fólginn að leiðbeina og leiða fólki í ljós sannleikan ?

Ég geri mér því miður ekki vonir um að allir skilji þetta, en það er ekki þar með sagt að maður eigi að þegja yfir því, það eru sem betur fer alltaf einhverjir sem hafa skilning og bregðast við samkvæmt því.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.10.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 267
  • Frá upphafi: 162419

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband