Fellur ríkisstjórnin ef stjórnarandstaðan bjargar henni ekki ?

Enn á ný er Jóhanna Sigurðardóttir, leynt og ljóst, að ákalla stjórnarandstöðuna og biðja um hjálp til að koma Icesave-ruglinu í gegn um þingið.  Á sama tíma beitir hún samstarfsflokknum hótunum um stjórnarslit ætli þeir ekki að bjarga erindisgjörðum hennar í þágu Breta og Hollendinga.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins sem stóð ekki í lappirnar þegar málið var fyrst afgreitt frá þingi fyrir mánuði síðan.  Ég er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst marga fylgismenn þá.

Athyglisvert var að fylgjast með fréttum af landsfundi Bresku Samfylkingarinnar (lesist Verkamannaflokksins).  Þar segir Brown að Breskur almenningur eigi ekki að greiða fyrir bankahrunið.  Þessi yfirlýsing hans er merkileg fyrir þær sakir að hann ætlast til þess að Íslenskur almenningur greiði fyrir bankahrunið og taki á sig alla ábyrgð vegna bankahrunsins hér á landi.  Þvílíkur tvískinnungur.

ÁFRAM ÍSLAND - ENGA ICESAVE-NAUÐASAMNINGA


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband