Ríkisstjórnina skortir vilja til að bjarga heimilunum

Ekki verður annað séð en ríkisstjórnina skorti vilja til að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.  Á meðan Framsóknarmenn koma með mótaðar tillögur um úrræði fyrir heimili í vanda snúast stjórnarliðar í hringi um sjálfa sig og vita ekki hvað snýr upp eða hvað snýr niður í þessum heimi.  Jafnvel maðurinn sem hélt þrumu ræðu á Austurvelli um aðgerðarleysi þáverandi ríkisstjórnar, er ráðvilltur og úrræðalaus í dag, þó svo hann hafi nú setið í stól ráðherra viðskipta- og efnahagsmála í nærri átta mánuði og ekki gert neitt.  Hagfræðingurinn í ríkisstjórninni virðist ekki skilja hagfræði heimilanna eða hvað til þarf til að reka fyrirtæki.

Það er dapurlegt að horfa upp á jafn úrræðalausa ríkisstjórn eins og við okkur blasir í dag, samt þykjast þau vera vinna á fullu og þau eru búin að vera að í tæpa átta mánuði, en enn bólar ekki á neinu að viti. 

Það eina sem kemur frá blessaðri ríkisstjórninni er að hneppa þjóðina í enn meiri fjötra.  Ráðherrar eru ekki fyrr búnir að kynna nýjar álögur á þjóðina er þeir boða enn frekari álögur, en að boða lausnir fyrir heimilin ? neeeei, það er ekki svo gott, því að ráðherrarnir eru uppteknir við að leysa mál bankanna og útrásarvíkinganna, þeir mega nefnilega ekki við því að tapa einum eyri. 

Almenningur þarf að sjá til þess að víkingarnir tapi ekki neinu, þeir þurfa nefnilega að reka dýrar eignir í útlöndum sem þeir hafa neyðst til að kaupa svo þeir geti verið í friði fyrir ágangi hins almenna Íslendings heima á Fróni, þeirra sem með ósvífni krefjast þess að þeir sæti ábyrgð á geðum sínum.  Ætli almenningur viti ekki að það sem víkingarnir voru að gera var allt í þeim tilgangi að Íslandi vegnaði vel og kæmist á heimskortið og til þess að forseti vor yrði þekktur um allan heim og að allstaðar yrði hann dáður og dýrkaður ?

Eiga Framsóknarmenn og aðrir Íslendingar ekki bara að vera þakklátir og ánægðir með aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og vera ekki með neitt vesen, heldur beygja sig og bugta fyrir þeim sem af mikilli fórnfýsi taka að sér að verma ráðherrastólana, gera ekki neitt en þiggja laun sem almenningi býðst ekki ?

 

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB

ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ ICESAVE

ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ AGS


mbl.is Framsóknarmenn vilja að gripið verði til aðgerða strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband