Hefur stjórn LV verið að bruðla með eftirlaunin mín ?

Í kvöldfréttum sjónvarps í gærkvöldi var fjallað um væntanlega kæru stjórnar VR (Virðingar og réttlætis) á hendur stjórnar LV (Lífeyrissjóðs verslunarmanna) og þess krafist að rannsakað verði hvort óeðlilega hafi verið staðið að hlutabréfa kaupum í Kaupþing, Exista og Bakkavör og hvort vensl stjórnarmanna í LV við stjórnendur í þessum félögum hafi haft áhrif á ákvörðunartökur um kaup á hlutabréfum og skuldabréfum þeirra.

Það er sjálfsagður hlutur og reyndar hið besta mál að það verði rannsakað og mál upplýst, leyndin sem ríkisstjórnin, bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrir viðhafa til að hylja eigin skít er óþolandi.  Menn verða að fara að játa misgjörðir sínar og yfirsjónir, tala hreint út um hlutina og upplýsa þjóðina, jafnvel þó það komi þeim hinum sömu illa. 

Menn verða frekar metnir að verðleikum komi þeir hreint fram, en með sífeldu yfirklóri og leyndarhjúp verður mönnum erfiðara að fá uppreisn æru, hvort heldur um stjórnmálamenn, fólk í opinberum stöðum eða í viðskiptalífinu sé um að ræða, skíturinn mun alltaf að lokum koma upp á yfirborðið.  

Það sem hvíslað er í leyni, í skúmaskotum og sérhverjum afkima veður hrópað í gjallarhornin af þökum uppi og sérhvert leynimakk verður afhjúpað og gert opinbert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 165948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband