Nú er lag, nú þarf að breyta

Það er deginum ljósara að Bretar og Hollendingar eru ekki sáttir við fyrirvara þá sem Alþingi setti vegna ábyrgðar á Icesave-samkomulaginu.  Jóhanna og Steingrímur segjast vera sátt við athugasemdir þeirra, sem er þveröfugt við það sem aðrir segja. 

Nú þarf að skipta þeim, þ.e. Jóhönnu og Steingrími, út og fá nýtt fólk í brúna.  Við þurfum fólk við stjórnvölin sem vinnur fyrir íslensku þjóðina og ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti, en ekki sérhagsmuni bankanna, útrásarvíkinganna, Evrópusambandsins eða pólitískra duttlunga stjórnmálaflokkanna.  Því miður eru þeir ekki margir á þingi sem hafa þann eiginleika, því þarf að leita út fyrir Alþingi eftir fólki sem tilbúið er að vinna fyrir Ísland og íslenska hagsmuni.

Ljóst er að nú þarf að fara að vinna að undirbúningi nýs stjórnmálaafls.  Þar þurfa að vera menn og konur sem eru laus við hagsmunatengsl út og suður, fólk sem hefur hæfileika og vilja til að sinna hagsmunum þjóðarinnar og láta ekki stundargróða villa sér sýn.

Þjóðin þarf á leiðtogum að halda, þeir leiðtogar eru ekki á Alþingi.  Það eru nokkrir aðilar utan þings sem að mínu mati kæmu til greina sem leiðtogar, menn sem hafa hæfileika til að stjórna og leiða okkur út úr þeim ógöngum sem síðustu ríkisstjórnir hafa komið okkur í.

Fyrsta skrefið er að koma þessari ríkisstjórn og forsetanum frá völdum, við getum ekki haft forseta sem stundar plott og hrossakaup bak við tjöldin með hinum stjórnmálamönnunum hvort sem er á vinstri eða hægri væng stjórnmálanna, eins og ORG gerði þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð.

 


mbl.is Icesave í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 165629

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband