Ísland fyrir íslendinga

Fyrirvararnir sem samþykktir voru á Alþingi gengu allt of langt í að þóknast Bretum og Hollendingum, nú vilja þessar þjóðir meira og eru ekki sáttar við þá fyrirvara sem settir voru.  Nú er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra og afturkalla ríkisábyrgðina, ábyrgðina sem aldrei átti að samþykkja. 

Jafnframt þarf að losa þjóðina við ríkisstjórnina sem hefur ekkert gert til að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar eða velferð almennings, við þurfum ekki á slíku fólki að halda eða stjórnmálaöfl sem svíkja og ljúga að þjóðinni eins og Samfylkingin og Vinstri grænir hafa stundað undanfarin misseri.  Ennfremur má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi valdið vonbrigðum, sá flokkur stóð ekki í lappirnar í Icesave-málinu á Alþingi þegar kom að endanlegri afgreiðslu málsins, fyrir utan tvo þingmenn flokksins.

Það er kominn tími til að setja á stofn nýjan stjórnmálaflokk, flokk fólks sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en hafnar sérréttindum útvalinna einstaklinga og fyrirtækja, fólk sem er heiðarlegt og sannsýnt í orði og verki, fólk sem lætur ekki hræða sig til að þóknast duttlungum og annarlegum sjónarmiðum sérhagsmunahópa.

Áfram Ísland ekkert ESB

Áfram Ísland ekkert Icesave


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband