Að leita raunhæfra leiða til að koma til móts við heimilin í landinu

Furðulegt er að fylgjast með hámenntuðum sérfræðingum bögglast við að koma saman hugmyndum er lúta að því að bjarga heimilunum í landinu.  Þær hugmyndir sem Þórólfur Matthíasson er að rembast við að koma á framfæri, ganga of skammt, taka allt of langan tíma í framkvæmd og kæmu of seint fyrir heimilin.

Nú, loksins, eru nokkrir ráðherrar farnir að sjá og viðurkenna að líklega þurfi að koma til þess að færa niður lán, má þar nefna hinn hámenntaða Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra og lögfræðinginn, Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, sem báðir höfðu lýst því yfir að ekki kæmi til greina að fara út í slíkar aðgerðir.  Kýs ég að kalla slíka niðurfærslu leiðréttingu lána.  Ekki dugir að framkvæma þá leiðréttingu eingöngu hjá þeim sem eru þegar komnir í þá stöðu að geta ekki greitt af lánum sínum, heldur þarf að framkvæma þessa leiðréttingu hjá öllum þeim sem eru með verðtryggð- og gengistryggð lán, því allir hafa þurft að taka á sig auknar byrgðar af lánum vegna aðgerða bankanna í aðdraganda hrunsins.  Þeir sem eru í þeirri stöðu að geta ekki greitt lengur af lánum sínum þurfa síðan enn frekari niðurfellingu, þannig að þeim sé gert kleift að borga og lifa mannsæmandi lífi.

Nú stendur upp á ríkisvaldið að grípa inn í og framkvæma þessar leiðréttingar og það strax, þetta mál þolir enga bið.  Nú þegar hefur dregist fram úr hömlu að slá skjaldborg um heimilin, en það er einmitt það fyrsta sem lá á að gera þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, en sökum þess að ekkert hefur verið gert fram að þessu eru mörg heimili komin í mjög alvarlega stöðu og er þar sinnuleysi stjórnvalda um að kenna.

Leiðrétting lána, aðgerðir STRAX.

 


mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 165948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband