Taugatitringur formanns utanríkismálanefndar

Lögfræðingar Seðlabankans gáfu viðskipta- og skattanefnd og fjárlaganefnd álit á Icesave-samningnum hans Svavars Gestssonar.  Ekki féll það álit Svavari né Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, í geð og þar sem það féll ekki að þeirra hugmyndum þá hlaut álitið að vera af pólitískum rótum runnið og auðvitað er enginn annar en Davíð Oddsson sá sem fær allan heiðurinn af því.  Þessi afstaða Árna Þórs sem birtist í viðtengdri frétt af mbl.is, er grátbrosleg.  Að hugsa sér að maðurinn skuli vera formaður utanríkismálanefndar, telur sig vera í stjórnmálum til að gæta hagsmuna þjóðarinnar.  Maðurinn sem fyrir kosningar var á móti samningum um Icesave og hann var einnig á móti því að ganga í ESB, en nú er allt annað uppi á teningnum hjá honum.  Nú eigum við að borga sem mest vegna Icesave og endilega að sækja um aðild að ESB.  Er að furða að atkvæðin flýja Vinstri græna eins og heitan eldinn ?

Fyrirfram taldi ég að Árni Þór, Svavar og fleiri úr VG bæru hag þjóðarinnar fyrir brjósti, en það hefur komið mér virkilega á óvart að aðeins tæpur helmingur þingflokksins hefur snefil af manndómi í sér og lætur ekki forsætisráðherra kúga sig, allavega vona ég að sú verði raunin.

Að halda því fram að embættismenn Seðlabankans séu með pólitískar yfirlýsingar vegna þess að álit þeirra, eftir að hafa farið vel yfir Icesave-samningana, fellur ekki að áliti Árna Þórs er einber barnaskapur.  Árna væri nær að fara betur ofan í samninginn og sjá hversu grafalvarlegur hann er og stórhættulegur íslensku þjóðinni.  Þjóðin gerir þá kröfu til hans og allra þeirra sem kjörnir eru á þing að þeir gæti hagsmuna þjóðarinnar, en fari ekki eftir eigin duttlungum eða duttlungum samstarfsflokksins, bara til að halda í völdin og friðinn.

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband