Friðrik að hætta hjá Landsvirkjun

Það verður mikil eftirsjá af Friðrik Sophussyni er hann hættir hjá Landsvirkjun eins og er hann hætti í stjórnmálum.  Nú er spurningin hvort ekki væri hægt að fá Friðrik inn í stjórnmálin á nýjan leik og koma að uppbyggingu íslenska þjóðarbúsins.  Friðrik hefur sýns og sannað að þar fer fær og víðsýnn maður er hefur hæfileika til að takast á við erfið verkefni.

 


mbl.is Hættir sem forstjóri Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Guðmundsson

Þetta er eitt það fyndnasta blogg sem ég hef lesið...

...Mikil eftirsjá af fíflinu sem átti MJÖG STÓRAN ÞÁTT í að setja okkur á hausinn. ?!?

Þú hefur naumast gott skopskyn.

Það ætti að svipta þessu fífli (Friðrik) ríkisborgararétti, kæra hann og dæma fyrir landráð og flengja hann síðan á Austurvelli með hinum puntdúkkunum úr Reykjavíkurelítunni.

Jón Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 12:39

2 identicon

Heill og sæll; Tómas Ibsen - sem, aðrir, hér á síðu !

Hlýt; að taka undir, hvert orða Jóns Guðmundssonar.

Loddaraháttur Friðriks Sophussonar; minnir mig alltaf, á annan viðlíka, þeirra Framsóknarmanna; Finn Ingólfsson, og, hversu þessir piltar hafa náð, að nærast á skattfé landsmanna, mest alla tíð.

Skömm; að svona piltum, Tómas minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:54

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæru Jón og Óskar,

ég átti nú ekki von á að pólitískir andstæðingar Friðriks væru mér sammála, en það er líka allt í lagi, menn mega hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum og er það bara hið besta mál.  Hinsvegar stend ég fast við þá skoðun mína að leitun er að jafn hæfum manni til þeirra starfa sem Friðrik hefur sinnt og ég tala nú ekki um ef hann gæfi kost á sér í stjórnmálin á nýjan leik, sem ég á því miður ekki von á að hann geri.

Ég vil bara óska Friðriki alls hins besta

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.7.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Jón Guðmundsson

Þetta er bara rakinn sleikjuháttur.

Þú vonast auðvitað eftir einhverjum bitlingum.

Ef til vill munt þú GRÆÐA eitthvað á því að mæra þessa klíku

... en þú um það.

Jón Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 14:06

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Jón Guðmundsson !

Nei; ekki er ég viss um, að Tómas sé bitlinga beininga maður, endilega.

Fremur; að hann hafi látið glepjast, af glýju frjálshyggju þeirrar, fyrir hverri Friðrik hefir farið, um langt skeið, ásamt öðrum Valhallar húskörlum, svo sem.

Vonum; að hrekklaus og vammlaus drengur, Tómas Ibsen, láti ei fagurgala Sjálfstæðisflokks forystunnar, byrgja sér sín, á raunveruleika allan. 

Með; hinum beztu kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég hef ekki kynnst Friðriki persónulega, en hef fylgst með störfum hans og kann gott að meta.

Bestu kveðjur til ykkar Jón og Óskar og eigið góða helgi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.7.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 165287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband