"Ný sjálfstæðisbarátta" sagði Jóhanna Sigurðardóttir

Í ræðu sinni á Austurvelli í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir að við þyrftum að heygja nýja sjálfstæðisbaráttu.  Það var og.  Hver skildi nú vera ástæðan fyrir því að þurfa að heygja sjálfstæðisbaráttu og talandi um það áður en hún gengur endanlega frá sölu sjálfstæðis okkar í hendur erlendra búrókrata.

Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á konunni, mér sýnist hún gersamlega úti að aka.  Mikið þótti mér undarlegt að horfa á fréttamannafund forsætisráðherra norðurlanda sem haldinn var austur á Héraði.  Mér þótti mikill vandræðagangur vera yfir öllu fasi ráðherranna.  Það má vel vera að ég sé svona skrítinn, en mér fannst Jóhanna eins og álfur út úr hól með kollegum sínum.

Jóhönnu þótti eðlilegra að ræða Evrópusambandsaðild við erlendu ráðherrana en skeytir engu um að ræða þau mál við þjóðina.  Hún talar við þá eins og það sé hennar að ákveða hlutina.  Er virkilega farið að slá útí fyrir henni ?  gerir hún sér ekki grein fyrir því að hún er starfsmaður þjóðarinnar, en þjóðin ekki þræll hennar ?

Í haust varð ég fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina sem þá var við völd [með Jóhönnu Sigurðardóttur innanborðs], en er Jóhanna varð forsætisráðherra finnst mér við hafa farið úr öskunni í eldinn.  Sýnist mér Jóhanna og Steingrímur vera tilbúin að selja okkur í þrældóm til að friða Breta, Hollendinga og AGS, það virðist mega kosta öllu til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband