Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave...

...segir í frétt á mbl.is

Hver eru rökin fyrir því að birta samninginn ekki strax ? hvað er ríkisstjórnin að bralla ? hvert er leyndarmálið sem haldið er frá þingi og þjóð ? á þingið ekki að hafa nægilegan tíma til að kynna sér samninginn svo það geti tekið upplýsta afstöðu í málinu ?

Þetta er allt hið undarlegasta mál og er Jóhönnu og Steingrími til háborinnar skammar.  Sá leyndarhjúpur í "upplýstu" samfélagi þar sem "allt" er uppi á borðum og "gegnsæið" kemur í veg fyrir alla leyndardóma.

Ég tel að það sé rétt að hafa hugfast hvernig bæði Bretar og Hollendingar hafa komið fram við nýlenduþjóðir sínar fyrr og síðar.  Nýlenduþjóðirnar báru ávalt skertan hlut frá borði, þau nutu aldrei vafans í samskiptum sínum við þessar þjóðir.  Bretar og Hollendingar gengu yfir nýlenduþjóðirnar með skítugum skónum og tróðu réttundum þeirra um tær.

Eins er vert að minnast þess að þegar "alþjóða samfélagið" hefur ætlað að koma ríkjum þriðja heimsins til hjálpar, hafa þau loforð að stærstum hluta verið svikin.  Við getum ekki bara reitt okkur á velvilja "alþjóða samfélagsins" eins og sumir vilja gera.

Við verðum að standa með sjálfum okkur og reiða okkur á okkur sjálf, það gera ekki aðrir fyrir okkur.  Við verðum að segja nei við Icesave og standa á okkar rétti sem þjóð.  Látum ekki þvinga okkur með ósanngjörnum og ómannúðlegum samningum þar sem allur vafi reiknast okkur í óhag.  Við getum samið upp á nýtt og sent menn sem kunna að semja, menn sem eru ekki tilbúnir að selja þjóðina fyrir súpudisk.

 


mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt, Tómas. Allt í einu varð þetta spurning um daga, loks þegar Icesave- samningurinn var í höndum RÚV, en ekki ennþá hjá þingmönnum! Álíkt gegnsæi og í sandblásnu gleri.

Ívar Pálsson, 18.6.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband