Ríkisstjórn hinna ýmissa frasa

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir myndaði ríkisstjórn sína hina fyrri talaði hún um að "slá skjaldborg um heimilin og bjarga fyrirtækjunum" einnig var talað um "gagnsæi" og "að hafa allt uppi á borðum".  þegar Jóhanna myndaði núverandi ríkisstjórn var talað um "velferðarbrú" og "velferðarstjórn".  Í fréttum nú um helgina talaði Svavar Gestsson, sérlegur sáttasemjari ríkisstjórnarinnar, sá sem samdi okkur út í kuldann, hann talaði um að samningurinn, sem hann var nýbúinn að gera við Breta, veitti okkur "skjól".  Ekki veit ég hvað SG var að tala um, hvað veitir okkur skjól ?  hverju er verið að skýla okkur gegn ? er það skjól fyrir vondu veðri, roki og rigningu ?  og hvernig getur slíkur samningur skýlt okkur ?  Steingrímur J. tók upp orðatiltæki SG í Kastljósinu í kvöld og talaði um þetta "skjól". 

Ríkisstjórnin hefur notað ýmsa frasa sem eiga að bræða fólk svo það sjái hversu mikið og merkilegt fólk skipar ríkisstjórnina.  Gallinn er bara sá að fólk er farið að hlægja í hvert skipti sem þessir frasar bera á góma og hristir höfuðið yfir heimsku þessa ómerkilega fólks sem skipar ríkisstjórnina, því að almenningur gerir sér fulla grein fyrir því að það er ekkert á bak við þessa frasa.  Fólk er farið að sjá í gegnum ríkisstjórnina og allt meiningarleysið í frösunum.

Skjaldborgin hefur aldrei sést, ekki heldur björgun fyrirtækjanna, gagnsæið er forkið út í veður og vind og að hafa allt uppi á borðum er nokkuð sem aldrei hefur sést.  Velferðarbrú og velferðarstjórn urðu aldrei nema orðin tóm og voru gleymd ráðherrunum daginn eftir að þau voru sögð og að lokum skjólið er eitthvað sem enginn veit hvað merkingu hefur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband