Skuldavandinn minni segir Jóhanna Sigurðardóttir

og því er hægt að halda áfram að þjarma að heimilunum.  Jóhanna er með þessum orðum að undirbúa enn frekari aðför að heimilum landsins, það er ljóst.

Velferðarríkisstjórn, velferðarbrú, skjaldborg um heimilin og björgun fyrirtækjanna er farið út í veður og vind, ekkert stendur eftir af þessum hugtökum, nema í gömlum fréttum og gömlum loforðum sem eru löngu gleymd, sérstaklega Sandfylkingarfólki, en almenningur er ekki búinn að gleyma og gleymir ekki svo glatt, ekki núna, því að aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar kemur við alla.

Það finna allir fyrir síðustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fólk á enn um langa hríð eftir að finna fyrir afleiðingum þeirra.

 


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Aðgerðirnar sem fólk er að finna fyrir eru aðgerðir ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem undirbjó jarðveginn undir það mikla efnahagshrun sem komið hefur fram sl. ár.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þetta er nú mikil einföldun kæra Elfur.  Þú verður nú að muna það að Sandfylkingin var í stjórn í hálft annað ár.  Ég veit að Sandfylkingarfólk vill sem fyrst gleyma því sem fyrst og veit ég einnig að Jóhanna er löngu búin að gleyma því að hún sat í þeirri stjórn.  Auðvitað varð D+B ríkisstjórninni á í ýmsum málum meðan þeir sátu við völd, en engri ríkisstjórn hefur orðið eins mikið á á jafn skömmum tíma eins og sú sem nú er við völd.  Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sýndi hversu getulaus hún er til að takast á við erfiðleika og loks þegar eitthvað kom frá henni var getuleysi hennar endanlega staðfest.

Aðgerðirnar sem nú litu dagsins ljós eiga bara eftir að dýpka kreppuna, þær leysa engan vanda.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.6.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég veit ekki til þess að Sandfylking hafi nokkurn tíma verið við stjórn á Íslandi.

Uppnefni hæfa ekki upplýstu fólki. Ef þú ert að tala um Samfylkinguna, þá hef ég ekki gleymt því að hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í 18 mánuði eða hvað þeir voru margir. Það hafa hins vegar flestir sérfræðingar sagt að hrunið hafi í raun byrjað á Íslandi í síðasta lagi þegar verðbréfamarkaðurinn tók að síga, sem var sumarið 2007. Þessir sömu margir hafa einnig bent á að fátt hefði verið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þetta hrun, vegna þess að allar orsakir þess væru eldri en það.

Hins vegar - og því mun ég aldrei neita, hafna eða gleyma -  sat Samfylkingin í stjórn í 18 mánuði og gerði margt rangt og sleppti því að gera margt sem hefði getað minnkað skaðann sem varð af hruninu. En það er alveg sama hvernig þú reynir, ábyrgðinni á orsökum hrunsins verður aldrei komið á Samfylkinguna. Uppljóstranir liðinna daga (f.o.fr. í bók Guðna en einnig hjá Steingrími J í Kastljósinu í kövld) benda skýrt til þess að það hafi verið aðrir en Samfylkingin sem hafi gert mest, flest og stærst axlarsköftin í aðdraganda "Guð blessi Ísland" ræðunnar.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sandfylkingin er fylking fólks sem aldrei hefur komist upp úr sandkassanum, er þar enn og verður enn um langa hríð að ég best fæ séð.  Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að forusta Sandfylkingarinnar með Ingibjörgu Gísladóttur hafi verið helstu talsmenn útrásarvíkinganna sem eru þeir holdgervingar sem komu þjóðina í þá stöðu sem hún er í.  Ingibjörg með sínum Borgarnesræðum dásamaði þessa höfðingja í hástert og kom þeim til varnar við hvert tækifæri til að sýna hversu mikill vinur þeirra hún væri.  Það að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar hafi verið við völd er frelsi einstaklinga var aukið er ekki aðalatriðið, hins vegar má til sannsvegar halda því fram að þeir hefðu átt að laga þá lagaumgjörð sem tekin var upp í tengslum við EES samninginn og girða fyrir þá leka sem þar eru.  Ekki datt þáverandi stjórnarandstöðu í hug að benda á nokkuð athugavert við regluverkið.  Ég hef aldrei verið sérlegur talsmaður EES samningsins og sé það æ betur að sá samningur er að mörgu leiti mjög gallaður, enda er það ESB sem ræðu ferðinni á þeim vettvangi að mestu leiti, okkur til mikillar bölvunar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.6.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Dásamaði Ingibjörg Sólrún höfðingjana (sem þú ert væntanlega að kalla "útrásarvíkingana" hér) í Borgarnesræðum? Hefurðu lesið þær ræður nýlega? Ég man ekki til þess að hún hafi dásamað einn einasta aðila sem hefur verið í útrás undanfarin ár, hún gagnrýndi hins vegar mjög stjórnunarstíl þáverandi valdhafa ... en kannski ertu að meina að þeir hafi veirð höfðingjar?

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hún kom þeim til varnar og tók upp hanskann fyrir þá ef á þá var hallað, að henni fannst.  Já, hún gagnrýndi stjórnarstíl valdhafa, en tók síðan sjálf upp þann sama stíl er hún komst að kötlunum.  

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.6.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

ég er ekki sammála þér. ISG tók ekki endilega upp hanskann fyrir einstaka aðila heldur gagnrýndi aðferðir stjórnvaldsins - eins og góður stjórnarandstöðufulltrúi á að gera, ef aðferðirnar eru gagnrýniverðar. það þýddi oft að hún tók sama málstað og einstakir aðilar - sem er ekki það sama og að taka upp hanskann fyrir þá sjálfa - á því er reginmunur.

Að hún hafi tekið upp sama stjórnunarstílinn er ég ekki viss um að við getum dæmt um strax, þar sem hún var svo stutt við "katlana" eins og þú kallar það.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 23:12

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er nú svo merkilegt að þegar ISG varð borgarstjóri tók hún upp stjórnunarstíl DO sem hún hafði gagnrýnt svo mjög.  Þegar hún komst "loks" í ríkisstjórn tók hún upp stjórnunarstíl HÁ og DO, hún þurfti ekki langan tíma til að verða alveg eins og þeir sem hún gagnrýndi hvað mest.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.6.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband