Er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að hjálpa okkur ?

Hvað er AGS að gera fyrir Ísland ? eða er hann að gera nokkuð til að styrkja stöðu okkar ?  Þetta eru spurningar sem ég velti fyrir mér.

Er það af illkvittni eða er það vegna stjórnmálaástandsins í landinu að AGS tefur greiðslu láns til okkar upp á $ 155.000.000 ?  Er hugsanlegt að þeir óttist það að ríkisstjórnin sem nú er við völd haldi áfram eftir kosningar ?  eru þeir uggandi um efnahag þjóðarinnar undir stjórn Sandfylkingar og Vinstri grænna ?  eða er þeim bara alveg sama um okkur ?

Aðkoma AGS víða um heim hefur valdið miklum erfiðleikum í þeim löndum sem þeir hafa komið að.  Íbúar þeirra þjóða hafa verið hnepptir í fjötra fátæktar og skuldaklafa til margra ára.

Það væri skelfilegt ef íslensk þjóð, ófæddar kynslóðir, lendu í því að verða hlekkjuð við skuldir útrásarvíkinga um langa framtíð.  Ef það er krafa AGS þá eigum við að afþakka aðkomu þeirra að okkar málum, senda þá heim og loka skrifstofu þeirra hér á landi.

Það er kominn tími til að við tökum ákvarðanir er varðar okkur sjálf og þjóðarhag, hag heimilanna og fyrirtækja.  Ef það þýðir að við getum ekki farið til sólarlanda næstu árin þá verður svo að vera.  Betra er að hafa lítið og geta ekki veitt sér mikið um tíma, en að hafa ekki neitt og geta ekkert gert um langa ókomna framtíð.


mbl.is Ekkert bólar á IMF láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.icelandicfury.se/video.php myndband

http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal

Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 165628

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband