Krónan hríðfellur

Ljóst er að ríkisstjórnin og Seðlabankinn ráða ekki við gengisþróun krónunnar.  Herðing gjaldeyrishafta sem Alþingi samþykkti um daginn styrkti krónuna í einn dag, síðan þá hefur hún enn veikst.  Í gær veiktist krónan um 2,15% og stóð gengisvísitalan í 214 stigum.

  • USD stóð í 122,66
  • EUR stóð í 164,06
  • GBP stóð í 180,57

Í morgun hefur krónan haldið áfram að veikjast, veiking hennar nemur nú, kl.10:20, 1,86% og stendur gengisvísitalan í 218,03 stigum.

  • USD er í 125,76 og hefur styrkst um 2,49% gagnvart krónunni
  • EUR er í 166,86 og hefur styrkst um 1,69% gagnvart krónunni
  • GBP er í 183,80 og hefur styrkst um 1,73% gagnvart krónunni

Háir vextir og gjaldeyrishöft eru að gera illt verra.  Ráðleggingar AGS eru greinilega ekki að hjálpa og norskur Seðlabankastjóri er ekki að ráða við vandann fremur en Jóhanna og Steingrímur.

Það er líka sárt til þess að vita að útflytjendur eru að fara á bak við reglurnar og koma ekki með gjaldeyrir inn í landið, en það er forsenda þess að krónan styrkist.  Allir verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að snúa hlutunum til betri vegar, þ.m.t. útflytjendur og aðrir þeir sem hafa kost á að flytja gjaldeyri inn í landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband