24.3.2009 | 13:12
Hátt húsnæðisverð hafði áhrif á síhækkandi verðbólgu
Hverjir skildu hafa haft mest áhrif á hækkun húsnæðisverðs síðast liðin ár ? Fyrir mér liggur það nokkuð ljóst fyrir.
- Fyrir það fyrsta var sú ákvörðun framsóknarráðherrans að hækka lánshlutfall íbúðarlánasjóðs í 90%.
- Í öðru lagi aðkoma bankanna að íbúðarlánum og sú samkeppni sem fór af stað á íbúðarlánamarkaði.
- Í þriðja lagi fasteignasalar, en þeim fjölgaði gífurlega á þessum tíma.
Ég veit þess dæmi að aðili bauð í fasteign, fasteignasalinn hringir í viðkomandi og segir honum að það sé komið nýtt tilboð í fasteignina, hvort hann vilji ekki hækka sitt tilboð sem og hann gerði. Svona gekk þetta í nokkur skipti og var nú búið að hækka íbúðarverðið umtalsvert. Tilboðsgjafinn veit ekki í raun hvort um annað tilboð var að ræða eður ei, hann treysti bara fasteignasalanum í blindni. Hverjir skildu nú hafa haft mestan hag af verðhækkun fasteignarinnar ? jú, fasteignaeigandinn og fasteignasalinn sem fékk prósentur af hverri sölu sem hann átti þátt í. Þetta er örugglega ekki eina dæmið um þátt fasteignasala í að hækka fasteignaverð yfirleitt. En hverjir töpuðu á þessum viðskiptum ? það var að sjálfsögðu sá sem keypti fasteignina, hann þurfti að taka mun hærra lán en upphaflega stóð til og síðan allir aðrir þjóðfélagsþegnar þessa lands í formi hárrar verðbólgu. Bankarnir sem lánuðu einstaklingum í gríð og erg höfðu ekki svo mikið fyrir því að athuga greiðslugetu lántakenda eða skeyttu engu um greiðslugetu þeirra. Fjöldi fólks tók lán langt umfram greiðslugetu, fól var blekkt af bönkunum og fasteignasölunum og á í dag í mestu vandræðum er ráðþrota og örvinglað.
Þökk sé bönkum og fasteignasölum !!!
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 78
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 165426
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.