Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. gjaldþrota

Það er athyglisvert að sjá að Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. hafi fjárfest í Sparisjóðnum í Keflavík.  Í mörg undanfarin ár hefur afkoma SpKef verið með eindæmum léleg.  Það vantar ekki að tilkynnt hafi verið ár hvert um mikinn hagnað, en sá hagnaður hefur eingöngu verið svokallaður gengishagnaður þ.e. reiknaður hagnaður af hlutabréfum í eigu sjóðsins.  Afkoma af reglulegri starfsemi hefur að sama skapi verið neikvæð ár eftir ár í mörg ár.  Ekki veit ég hvort hagrætt hafi verið í rekstri SpKef, en alla vega var það ekki gert um langa hríð þrátt fyrir lélega afkomu af reglulegri starfsemi.  Nú þykist ég vita að annaðhvort verði verulega tekið til hendinni í rekstri sjóðsins eða að hann fari á hliðina með tilheyrandi vandamálum.

Sparisjóðurinn í Keflavík er sú lánastofnun sem hefur notið hvað mestrar virðingar á Suðurnesjum og dapurlegt væri ef hann færi á hausinn, það má ekki gerast.

Nú hafa öflugir aðilar sameinast í fjárfestingum í SpKef, Icebank og Bláa lóninu undir nafninu Fjárfestingarfélagið Suðurnesjamenn ehf. sem nú er gjaldþrota.  Trúlega hafa þeir aðilar ekki sjálfir lagt miklar upphæðir í þessi ævintýri, en ég held að héðan í frá ættu menn að fara varlega í allar fjárfestingar.  Nú ríður á að menn einbeiti sér að því sem þeir kunna og hafa við hendina, byggja upp fyrirtæki sín og hlúa vel að þeim.

Tími fjárfestingafélaga og eignarhaldsfélaga er liðinn.


mbl.is Suðurnesjamenn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 167091

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband