ESB hvað?

"Reglur Evrópusambandsins banna að sambandið hlaupi undir bagga með aðildarríki sem lendir í fjárhagserfiðleikum."  Svona hljóðar upphaf fréttar á mbl.is undir fyrirsögninni "Smáríkjum bjargað?"

Þjóðverjar eru að gæla við það að brjóta þessar reglur ESB til að bjarga Írum.

Ef reglur ESB banna slíka hjálp, hvað eru menn þá  að tala um að við ættum að koma okkur í skjól ESB?  Það eru ESB sérfræðingarnirEiríkur Bergmann, Árni Páll, Björgvin G. o.fl. sem tala á þeim nótum, menn sem þykjast þekkja ESB út og inn og segja okkur að ekkert nema gott geti komið frá ESB. 

Þeir hafa ekki sagt okkur frá því, að ef við værum í ESB og þyrftum á aðstoð að halda, þá myndu þeir sem kæmu okkur til aðstoðar vera að brjóta reglur sambandsins.  Þekkja þeir kannski ekki reglurnar, eru þeir kannski ekkert sérstaklega vel inni í málum ESB.

Ég veit að regluverk ESB er mjög flókið og ef þessir menn þekkja það ekki, þeir sem eru búnir að stúdera sambandið og eru talsmenn á Evrópusambandssetri, ef þeir þekkja ekki né skilja ESB, hvernig þá í ósköpunum ætlast þeir til þess að við almúginn á Íslandi tökum upplýsta ákvörðun um inngöngu í ESB???????????

Það er ljótt ef menn þurfa alltaf að brjóta lög og reglur er þeir ætla að láta gott af sér leiða og koma öðrum til hjálpar!!!!!   Enn sú sæla!!!


mbl.is Smáríkjum bjargað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB getur gert heilmargt en ekki hvað sem er t.d. ef það er talið raska verulega samkeppnisstöðu eins eða sumra framleiðanda á kostnað annarra í öðru landi og það eru aðgerðir í þeim anda sem verið er að tala um að þurfi samt að grípa til nú.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.2.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

"Helgi Jóhann Hauksson" Á það ekki bara við ef smáríkið hefur "mikið" kostningarvald í ESB eins og Írar hafa ?  Ég held að ESB sé að reyna að bjarga eigin skinni, Þótt ég efist um að þeim taki það nema ESB takist að lokka fleyri til liðsinnis við sig. Ég spái að ESB bólan verði sprungin eða í dauðaslitrunum árið 2012-2013 og ég ætla að vona að Ísland þurfi ekki að upplifa þá kreppu líka....

Hrappur Ófeigsson, 19.2.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar erum við í deyjandi félagsskap EFTA sem nær allir hafa yfirgefið en enn hefur ekkert ríki fundið sig knúið til að rjúka á ESB-dyrnar.

Bæði andstæðingar og sumir stuðningsmenn ESB ofmeta áhrif þess um umfang. Það fer ekki með nema 1% af þjóðartekjum landanna eða alls 235 evrur á hvern íbúa. Af þeim fara beint helmingurinn eða 50% í landbúnaðarmál og 30% fara í byggðastyrk menntunar og vísindastyrki og þróunarstyrki þ.e. beint aftur til landanna. ESB hefur þá 0,2% af landsframleiðslu ríkjanna til allrar annarrar starfsemi sinnar og ákvarðanna um stuðning hér eða þar.

Til samanburðar fara ríkin sjálf þ.e. hið opinbera í ríkjunum sjálfum með 40-70% af landsframleiðslu.

ESB eru dyr sem betra er að hafa opnar og skjól sem getur gert talsvert gagn en það er hvorki töfralausn eða meinvættur, og stormurinn sem gengur yfir er sá sami en afleiðingarnar hefðu verið minni ef við hefðum haft fast land undir fót með evru og ESB aðild þegar allt hrundi. - T.d. ætti IMF ekkert erindi hingað ef ekki væri til að bjarga krónunni.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.2.2009 kl. 01:27

4 Smámynd: Andrés.si

Ég var að kjósa einu sinni ESB - já. Í annan sin sem sagt hér á landi skal ég krossa nei. 

ESB er einfaltlega verri útgafa af Júgóslavíu. Það segja sko allir sem hafa prúfað að búa í Júgó og í ESB í sama landi sjálfsagt.  

Þetta dæmi með sameginlegt mynt með Norðmönnum  er byrjun af  eftirlikingu sem Júgóslavía var.  Eftir mint vantar bara sameginlegt her og Tito sjálfsagt. :) :)

Andrés.si, 19.2.2009 kl. 01:40

5 Smámynd: Þórður Runólfsson

Við eigum að binda okkar bönd við Færeyjar og Grænland. ESB getur ekki bjargað Írlandi frá gjaldþroti. Hvar er allt skjólið?

Þórður Runólfsson, 19.2.2009 kl. 02:26

6 Smámynd: Andrés.si

Þórður.  Hvað er svo áhugavert við þetta binding?

Andrés.si, 19.2.2009 kl. 02:33

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér finnst ESB sinnar ofmeta gæði og mátt ESB landa til að standa saman og vera tilbúin að hjálpa hvert öðru. 

Þegar upp er staðið virðist hvert land hugsa um sig og sinn hag burt séð frá heildarhagsmunum ESB.  Mér sýnist ýmsar jaðarþjóðir ESB vera í þann mund að gefast upp á samstarfinu.  Það kæmi mér ekki á óvart ef annaðhvort Írar eða Spánverjar verði fyrstir til að heltast úr lestinni.

Ég einfaldlega fyrir mitt leiti treysti ekki embættismannakerfi ESB.  Ég treysti því ekki að þó okkur takist að semja um einhver sérréttindi að þau muni standa til lengdar.

Ég veit hvað við höfum, vil ekki fara úr öskunni í eldinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.2.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 165936

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband