Enn um verðtrygginguna

Steingrímur J. vill afnema verðtryggð lán.  Ég get verið sammála honum með það þar sem lán þeirra sem eru verðtryggð hafa rokið upp úr öllu valdi, svona í átt við það sem gerðist á níunda áratugnum.  Það væri hinsvegar hrópandi óréttlæti að fara að gera það í þann mund sem verðhjöðnun mun eiga sér stað.  Eins og lántakendur hafa tekið á sig vísitöluhækkanir þá eiga þeir heimtingu á að njóta þess þegar vísitalan kemur til með að lækka.

Eftir að lán höfðu verið vísitölutryggð um nokkurra ára skeið gerðist það einn góðan veðurdag að vísitalan lækkaði, það hafði ekki gerst fyrr.  Reiknistofa bankanna var ekki undir það búin og enginn hafði séð það fyrir að slíkt gæti gerst.  Kannast einhver við slíkt??  Það tók RB nokkra daga að aðlaga forritin hjá sér þannig að hægt væri að gera ráð fyrir vísitölu lækkun, þ.e. verð hjöðnun.

Fyrst ekki var farið í það strax í haust að lækka áhrif verðlagsbreytinga á vísitölu t.d. með því að helminga mánaðarlegar breytingar, þá eiga lántakendur heimtingu á að sjá lánin sín lækka við verðhjöðnun á sama hátt og þeir hafa horft upp á stöðuga hækkun lána sinna vegna verðbólgu.

Síðan þegar jafnvægi kemst á, hvenær svo sem það kann að verða, þá má og hreinlega á að afnema verðtryggingu.

Ef og þegar verðbólga fer af stað á ný og vextir fara hækkandi, má taka upp verðbótaþátt vaxta eins og notast var við í aðdraganda þess að verðtrygging var tekin upp.  Það væri hreinna og beinna heldur en verðtryggingin sem kemur alltaf í hausinn á fólki eftirá.

Það er ótækt og svo óréttlátt að lánþegar þurfi að greiða meira fyrir lánin sín vegna þess að þetta sama fólk þarf að borga hærri verð fyrir fæði og klæði.  Eins finnst mér alveg með ólíkindum að þau atriði sem ekki falla undir nauðsynjar til lífsviðurværis skuli vera inni í vísitölugrunninum s.s. tóbak og áfengi.

Ég vona svo sannarlega að það blessaða fólk sem kemur til með að verða valið til þingmennsku taki á sig rögg og vinni fyrir almenning, þ.e. allan almenning, ekki bara suma. 

Það hlýtur að vera allra hagur að jafnvægi ríki á þessum sviðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband