17.10.2022 | 19:36
Að ætla sér að hafa vit fyrir skaparanum
Það er nú einu sinni svo að smíðagripur getur ekki breytt skapara sínum sama hversu mikið hann leggur á sig. Eins getur fólk sem skapað er af Guði ekki breytt Honum eða fengið Hann til að skipta um skoðun eða breyta ætlunarverki sínu.
Hugsanir og skoðanir fólks á Guði breytir ekki því hver Hann er. Guð var til löngu áður en við mannfólkið urðum til. Í Davíðssálmi 139 segir: "...Hann þekkti mig (þig) meðan ég enn var ómyndað efni, ævidagar mínir (þínir) voru ákveðnir áður en nokkur þeirra var til orðinn og allir skráðir í bók þína (Guðs)...", og svo vill fólk segja Guði fyrir verkum!!!!!
Við erum mold búin til úr leiri jarðar og þangað mun hold okkar aftur hverfa. En við sem persónur, einstaklingar, erum eilíf sköpun og munu gerðir okkar og trú eða trúleysi ákvarða framtíð okkar eftir þá daga sem við lifum í þeim líkama sem Guð hefur gefið okkur.
Í Hósea (í Gamla Testamentinu) 4.kafla versi 6 segir: "Líður minn verður afmáður af því hann hefur enga þekking". Skortur okkar á þekkingunni á Guði gerir okkur berskjölduð gagnvart hinu illa. Í Jóhannesarguðspjalli 17 kafla segir "...en það er hið eilífa líf að þekkja þig Hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist...". Í bók Jesaja er talað um að við breytum því sem er gott og teljum það illt og það sem er illt teljum við gott, það er einmitt það sem við horfum uppá í dag.
Það er nú þannig að við sem erum vond réttlætum sjálf okkur í okkar eigin augum og við réttlætum sjálf okkur í augum annarra, en Guð sem allt sér og allt veit, jafnvel okkar dýpstu hugsanir, það er ekkert sem fer framhjá Honum, frammi fyrir Honum munum við þurfa að standa og gera reiknisskil lífs okkar, allar okkar hugsanir, öll orð okkar og allar gjörðir okkar þurfum við að svara fyrir á efsta degi. Rómverjabréfið 3.kafli segir okkur að "allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, en þeir réttlætast af náð Hans fyrir trúna á Jesú Krist".
Við þurfum öll að frelsast frá syndugu eðli okkar viljum við eiga dýrlega framtíð í faðmi frelsara okkar Jesú Krists, en þeir sem hafna Honum munu eyða eilífri framtíð á stað þar sem Jesús sagði að þar væri "grátur og gnístran tanna" þ.e. ömurlegur staður sem Guð vill ekki að nokkur lendi á, en það er val þess sem þar mun dvelja.
Íslenska þjóðin þarf á fagnaðarerindinu að halda, vitandi það að Jesús Kristur kom til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur, eins og Páll ritaði.
Við þurfum að iðrast synda okkar snúa okkur til Drottins og hver sem ákallar Drottinn mun hólpinn verða.
GUÐ BLESSI ÍSLAND.
![]() |
Boðorðin eru sígild og alltaf í gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.