Eru forseti, ráðherrar og þingmenn meira virði en öryrkjar og ellilífeyrisþegar?

Það mætti halda að líf og tilvera þingmanna, ráðherra og forseta séu meira virði en líf ellilífeyrisþega, þeirra sem hafa lagt grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við byggjum.

Laun forsætisráðherra hækka um ca. tvöföld laun ellilífeyrisþega, þeirra sem ekki hafa haft því láni að fagna að hafa greitt í lífeyrissjóði þingmanna og ráðherra.

Líta ráðamenn á öryrkja og ellilífeyrisþega bara sem einhverskonar ruslalýð sem má bara kasta skiptimynt í svona þegar þeim hentar???? Á meðan ráðamenn fá launahækkanir sem eru á við margföld mánaðarlaun hinna öldnu og öryrkja eru síðarnefndi hópurinn látinn bíða í meira en ár eftir smánar leiðréttingu.

Það er skammarlegt hvernig komið er fram við þá sem stóðu í eldlínunni fyrir okkur og byggðu landið sem við erfum. Viljum við að afkomendur okkar komi svona fram við okkur þegar við verðum gömul og þurfum að þiggja lífeyri vegna aldurs eða örorku??????


mbl.is Laun forseta hækka um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband