Það er til lausn

Eitt af því stórkostlegasta sem ég hef séð á lífsleiðinni er þegar menn og konur sem hafa lent illa í því á lífsleiðinni, lent á ógæfubraut, orðið fangar allskonar fíkna, átt við ýmsa sjúkdóma að stríða svo eitthvað sé nefnt, en fengið lausn og lækningu erfiðleika sinna og meina hjá frelsaranum Jesú Kristi.  Þau eru ó fá dæmin sem ég hef séð þar sem fólk umbreytast, fá von í stað vonleysis, heilsu í stað heilsuleysis, gleði í stað sorgar, líf í stað dauða.

Þegar Jesús kom til Nasaret eftir að Hann hóf þjónustu sína, gekk Hann inn í samkunduna, þar las Hann úr 60.kafla í bók Jesaja spámanns, en frásöu þessa má lesa í Lúkas 4.kafla vers 18-21

16Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. 17Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn, þar sem ritað er:

18 Andi Drottins er yfir mér,
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
19 og kunngjöra náðarár Drottins.

20Síðan lukti hann aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður, en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. 21Hann tók þá að tala til þeirra: "Í dag hefur rætst þessi ritning í áheyrn yðar."

 

Jesaja sem var uppi um 700árum fyrir Krist ritar einnig í 42.kaflanum vers 1-9 en þar er Jesaja að spá fyrir um komu Jesú.

1Sjá þjón minn, sem ég leiði mér við hönd, minn útvalda, sem ég hefi þóknun á. Ég legg anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt.

2Hann kallar ekki og hefir ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína á strætunum.

3Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti.

4Hann daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans.

5Svo segir Drottinn Guð, sá er skóp himininn og þandi hann út, sá er breiddi út jörðina með öllu því, sem á henni vex, sá er andardrátt gaf mannfólkinu á jörðinni og lífsanda þeim, er á henni ganga:

6Ég, Drottinn, hefi kallað þig til réttlætis og held í hönd þína. Ég mun varðveita þig og gjöra þig að sáttmála fyrir lýðinn og að ljósi fyrir þjóðirnar 7til að opna hin blindu augun, til að leiða út úr varðhaldinu þá, er bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja.

8Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum.

9Sjá, hinir fyrri hlutir eru fram komnir, en nú boða ég nýja hluti og læt yður heyra þá áður en fyrir þeim vottar.

Guð gerðist maður og kom fram sem Jesús Kristur.  Hann kom til að taka á sig syndir okkar, að leysa okkur undan afleiðingum þeirra og gefa eilíft líf þeim sem á Hann trúa.  En öllum þeim sem tóku við Honum gaf Hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn Hans. Jóhannes 1.kafli 12.vers.

Jesús kom einnig til að leysa fjötraða, eins Jesaja spáði fyrir um og Hann (Jesús) er enn að leysa fólk úr alls konar fjötrum, lækna og frelsa. Í Hebreabréfinu 13.kafla 8.versi stendur skrifað.  Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.

Það er gott að vita að Guð breytist ekki.  Við mennirnir breytumst og erum sífellt að breytast, en Guð er ávalt hinn sami, Hann skiptir ekki um skoðun því Hans réttlæti er ávalt hið sama, Hann er sannur og trúr.

Það er stórkostlegt að lesa og heyra vitnisburði um það sem Guð hefur gert í lífum annarra og ekki síður að upplifa það sjálfur það sem Guð gerir í manns eigin lífi.  En ég þakka Drottni fyrir vitnisburði eins og þann sem Sigþór Jónsson gefur, Guði til dýrðar, vegna þess að ég veit að hann er sannur, þó ég þekki Sigþór ekki persónulega, en ég hef séð það sama í lífum svo margra.

Guð er góður, Hann er bara góður og elskar alla menn.  Hann er til staðar til að mæta þér, Hann er aðeins einni bæn í burtu, Hann er tilbúinn að mæta hverjum þeim sem biður/ákallar Hann í einlægni. 

Guð elskar þig.


mbl.is Landsliðsmaður á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 162499

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband