Er hræsnin nú að opinbera síg í flokki sjóræningjanna?

Eru nú sjóræningjarnir [Píratar] með Birgittu Jónsdóttur í broddi fylkingar farnir að hvetja til þöggunar, gagnrýna þá sem vilja ræða málin og jafnvel hafa skoðun á því sem er að gerast?  Var það ekki þessi sjóræningjaflokkur sem vildi hafa allt galopið?

Er hræsnin nú að opinbera sig í flokki þeirra?

 


mbl.is Ráðherra tjái sig varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hræsnin hefur alltaf verið til staðar, nú er hún bara að verða opinber..

Jóhann Elíasson, 16.11.2015 kl. 16:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bara það að tala um einhvern "í broddi fylkingar" opinberar algjöra vanþekkingu á því hvað píratar eru og hvað þeir standa fyrir. Allir píratar eru frjálsir skoðana og tjáningar sinnar. Það á líka við um Birgittu, hún hefur sínar skoðanir og rétt á að tjá þær. Ef ykkur sem hér tjáið ykkur finnst eitthvað athugavert við skoðanir hennar, gott og vel, en ekki hafa þá aðra en hana sjálfa fyrir þeim. Þess má geta að núverandi "kafteinn" pírata er Helgi Hrafn Gunnarsson. Ekki að það skipti svo sem neinu máli, en þó er rétt að halda staðreyndum vel til haga.

Þið skulið svo endilega halda áfram að setja fram rangar fullyrðingar um pírata. Það mun bara halda áfram að draga úr fylgi ykkar eigin óeðlisflokks, og auka fylgi pírata í staðinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2015 kl. 19:20

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Guðmundur þú hefur greinilega ekki lesið viðtengda frétt þar sem fram kemur að Birgitta var að gefa í skin að forsætisráðherra ætti ekki að bera skoðanir sínar á torg.  Helgi Hrafn var ekki í þessum umræðum, umræðan fór fram milli Birgittu og Sigmundar Davíðs þar sem hún var að reyna að fá ráðherrann til að vera ekki að tjá sig um tiltekin málefni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2015 kl. 20:55

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og Birgitta er ekki í "broddi fylkingar" pírata, né eru hennar einkaskoðanir endilega þær sömu og annarra pírata.

Eins ástæða þess að ég benti á að Helgi Hrafn væri sitjandi kafteinn var til að undirstrika að Birgitta sé það ekki lengur.

Þú virðist hafa farið á mis við allar þessar staðreyndir. Endilega haltu því áfram, kjósendur vilja frekar að byggt sé á staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2015 kl. 21:10

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er gott að vita Guðmundur, þakka þér fyrir, en varla má á milli sjá hvor þeirra er ofurstinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2015 kl. 21:20

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kem nú ekki auga á þessa þöggun sem þið eruð að tala um. Er nokkuð óeðlilegt að benda mönnum á að tala varlega ef það gæti gagnast öfgamönnum?

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2015 kl. 21:58

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jósef.  Mér sýnist sumir geta sagt allt sem þeim dettur í hug en ætlast til af öðrum að halda sig við pólitískan rétttrúnað.  Er ekki nauðsynlegt fyrir okkur öll og þá ekki síst ráðamenn að tala opinskátt um hryðjuverk og þá ógn sem stafar af öfga múslímum?  Ég held að það sé okkur holt að vita að við erum ekki ósnertanleg af þessum öflum og þurfum að gera okkur grein fyrir því hvernig við viljum bregðast við ef ógn steðjar að.  Við þegjum ekki öfgamenn í hel, þeir bara koma hvort sem við tölum eða þegjum ef þeir ætla sér það á annað borð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2015 kl. 22:44

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En ég held að hann Guðmundur gegni virðingastöðunni " Sjóarinn síkáti" í röðum pírata svo því sé nú haldið til haga.cool

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2015 kl. 22:46

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já, ekki vil ég nú lasta hann.  Gangi honum allt í haginn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2015 kl. 22:49

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tómas. Jú að sjálfsögðu. En ráðamenn verða nú samt að tala varlega vegna stöðu sinnar. það ætti að vera öllum ljóst að hryðjuverkamenn geta hæglega lætt sér inn í landið sem hælisleitandi og þá er það að sjálfsögðu útlendingaeftirlitins að reyna að fyrirbyggja það. En varðandi flóttamenn sem verður tekið á móti hingað til lands ( vonandi) þá gildir þetta ekki  því þetta eru ekki hælisleitendur. Ég held þetta sé nú ekki rétt hjá þér að "sumir geta sagt allt sem þeim dettur í hug en ætlast til af öðrum að halda sig við pólitískan rétttrúnað". Eru menn ekki bara að reyna að þagga niður í hvor öðrum. Ég er reyndar í þeirri stöðu að pólitískir flokkar koma mér ekki við hvort sem það eru píratar eða aðrir svo ég er kannski ekki alveg rétti maðurinn til að bera skynbragð á þetta. Varðandi þessi hræðilegu hryðjuverk í París og Beirúd þá er ég þeirrar skoðunar að menn eigi að anda rólega og vera ekki að dæma alla múslima sem hryðjuverkamenn . Ég held að þessir hundrað sem týndu lífi í Beirúd hafi nú flestir verið múslimar  svo það eru ekki bara kristnir sem eru í sárum.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.11.2015 kl. 23:07

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Jósef, múslímar eru múslímum verstir.  En rétt er það að ekki eru nærri allir múslímar hryðjuverkamenn, en langflestir hryðjuverkamenn eru múslímar og sú staðreynd kemur verst niður á þeim múslímum sem ekki eru hryðjuverkamenn.

Til að bæta gráu ofan á svart þá sýna skoðanakannanir stuðning svokallaðra hógværa múslima við sharíalög og hryðjuverk sem framin eru af öfga múslímum. 

Ég held að þeir sem eru íslamstrúar séu í talsverði tilvistarkreppu sem lýsir sér í því að þeir sem eru ekki öfgafullir þori ekki annað en að vera öfgamönnum sammála og verja gjörðir þeirra af ótta við að verða hafnað af Allah á efsta degi.  Hitt er svo annað mál að Allah mun ekki og getur ekki bjargað neinum, hann getur ekki einu sinni lagt til sjötíu hreinar meyjar handa þeim fjölda karlmanna sem hafa fyrirfarið sér í nafni píslavættis.  Mér er svo spurn, hvaða laun fá konurnar sem sprengja sig upp í hans nafni? sjötíu hreina sveina? eða fá þær líka sjötíu hreinar meyjar?  Ég held múslímarnir viti það ekki heldur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.11.2015 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 165972

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband