Til hamingju Alþingi Íslendinga

Mikið er ánægjulegt að sjá þá samheldni sem ríkir á Alþingi vegna áforma og aðferðar ríkisstjórnarinnar við losun hafta. 

Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar taka nú höndum saman við að leiða þetta mál til lykta.  Mætti þetta vera fyrirboði þess sem koma skal, samvinna, eining og virðing er leiði til lausnar hinna ýmsu mála sem Alþingi glímir við.

Ég segi því:  HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, lengi lifi íslenska þjóðin og íslenskt lýðræði.

Til hamingju Alþingi Íslendinga.

 


mbl.is Góð samstaða þingsins mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, til hamingju, Tómas ! smile

Bætir líka vonandi andann á Alþingi !

Jón Valur Jensson, 9.6.2015 kl. 15:05

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

 Já, Jón Valur, það vona ég svo sannanlega laughing

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.6.2015 kl. 15:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sækja semsagt engin ónot að þér þegar þeir sömu og vildu láta okkur borga Icesave brosa núna allan hringinn, og kröfuhafarnir líka?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2015 kl. 16:51

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir athugasemd þína Guðmundur.

Ég vona að allir geti orðið sáttir við þessa niðurstöðu og vissulega vonast maður til þess að öll óvissa sem uppi hefur verið sé úr sögunni. 

Kannski áttu kröfuhafar von á að þurfa að láta meira af hendi og kannski eru þeir bara ánægðir með að sjá fram á að ná einhverju út og verða lausir við íslenska efnahagslífið.

En stærsta óskin er sú að okkur auðnist að fara vel með það sem við höfum, verðum ekki gráðug og förum fram úr sjálfum okkur.

Í Heilagri Ritningu segir: "Fégræðgin er rót alls ills".  Guð forði okkur frá því að fara þá því að missa okkur út í einhverja vitleysu, þá mun allt fara vel, annars ekki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.6.2015 kl. 23:10

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vona líka það besta, en að fenginni reynslu, bý mig samt undir það versta.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2015 kl. 00:02

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir Guðmundur.

Já vissulega vonum við hið besta.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.6.2015 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 165886

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband