Það sem Katrín Jakobsdóttir ljáði ekki máls á þegar hún var í ríkisstjórn, krefst hún nú af núverandi ríkisstjórn.

Katrín Jakobsdóttir vill þjóðaratkvæðagreiðslu um afdrif ESB-umsóknar Íslands.  Þessi sama Katrín Jakobsdóttir vildi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hún var í þeirri stöðu að geta ráðið einhverju til um það, þegar kallað var eftir slíkir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Rétt er að minna Katrínu Jakobsdóttur á að þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í apríl 2013 þar sem flokki hennar var hafnað af kjósendum vegna svika og getuleysis í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Að ætlast til að núverandi ríkisstjórn geri eitthvað sem Vinstri grænir treystu sér ekki til að gera er kaldhæðni.  Ég held að VG ættu að láta sem minnst fara fyrir sér þegar kemur að umræðunni um að afturkalla aðildarumsókn okkar að ESB.

 


mbl.is Vilja enn þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að afstaða hennar einkennist meira af "popúlisma" og að hún vilji kannski frekar halda einhverri fyrirfram ákveðinni "línu" sem stjórnarandstaðan hefur markað. Við megum ekki gleyma því að Björn Valur var "settur" henni til höfuðs, sem einarður ESB maður og átti að "passa" að hún gerði ekkert sem væri Gunnarsstaða Móra á móti skapi, í ESB málum.....

Jóhann Elíasson, 15.1.2015 kl. 16:51

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Jóhann, skarplega athugað hjá þér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.1.2015 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband