Hvað er að gerast með heimsmarkaðsverð á olíu? Er einhver með puttana í þessu? Af hverju?

Það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér hvers vegna olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað eins og raun ber vitni.  Jú, OPEC ríkin hafa ekki komið sér saman um að draga úr framleiðslu eins og þau eru vön að gera þegar þau sjá fram á olíuverðslækkun.  En hvað veldur?  Hverjir hafa hagsmuna að gæta?  Hverjir fara verst út úr lækkuninni?

Í grein GlobalResearch eftir Mike Whitney segir frá því að í september s.l. hafi John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væntanlega eftir fyrirmælum Obama forseta, farið á fund Abdullah konungs Saudi Arabíu og samið við hann um að setja mikið af ódýrri olíu á markaðinn og þannig verða þess valdandi að olíuverð lækki all verulega.

Tilgangurinn með þessum aðgerðum er að koma höggi á efnahag Rússlands, þar sem Rússar eru háðir olíuútflutningi, en Obama telur sig eiga harma að hefna gegn Pútín sem hann þolir ekki, reyndar er Pútín ekki sá eini sem Obama þolir ekki, en það er önnur saga.

Ég held að Obama geri sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem hann er að skapa með þessum aðgerðum.  Obama er búinn að særa björninn stóra í austri og króa hann af úti í horni.  Hvað gera særð dýr sem eru af króuð?  Þau snúast til varna og beita afli og eira engu sem á vegi þeirra verður.  Ætli Obama sér í stríð þá er þetta góð leið til þess að koma því á.  Sjálfsagt vill hann ekki verða sá sem hleypur af fyrsta skotinu svo fólk bendi ekki á hann og segi, "hann byrjaði", en hann ögrar Pútín eins og hann mögulega getur í von um að hann missi sig.

Hvað mun síðan gerast þegar Obama hefur náð sínu fram?  Mun þá olíuverðið ekki fara upp úr öllu valdi?  Ætli Saudar og önnur olíuríki vilji ekki ná aftur þeim fjármunum sem þau telja sig hafa orðið af vegna lækkananna nú?  Fer þá ekki tunnan, sem nú er um USD 60, upp fyrir USD 300 þegar þeir sjá sér færi á að endurheimta "tapaðar" tekjur?  Ég held við getum verið viss um það að sú lækkun sem við höfum séð undanfarið er ekki og verður ekki gefins, hún mun kosta okkur þó síðar verði.

Hér fyrir neðan er vefslóðin á grein Mike Whitney á Global Research.

http://www.globalresearch.ca/the-oil-coup/5420293

 


mbl.is Beita Rússa frekari refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband