Ég hef tekið ákvörðun . . .

. . . að bjóða mig ekki fram til forseta að sinni.  Hvernig á að vera hægt að keppa við þetta.  Lýðræðið er fótum troðið af fjölmiðlum.  Einum frambjóðanda er hampað meðan aðrir eru sniðgengnir og látið sem þeir séu ekki til.

Fjórða valdið í okkar "lýðræðisþjóðfélagi", fjölmiðlavaldið, hefur gersamlega gengið fram af mér.  Hvernig má það vera að þeir gangi svona fram, hygli einum á kostnað annarra?  Fjölmiðlarnir hafa tekið afstöðu með einum frambjóðanda sem birtist í allri þeirri umfjöllun sem frambjóðandinn fær.  Hvernig var það ekki daginn sem frambjóðandinn "tilkynnti" framboð sitt "formlega"?  Ísland í dag á Stöð 2 var ekki nema einn og hálfan til tvo tíma að búa til efni sem tekur einn til tvo heila daga að vinna og sýndi nokkrum mínútum eftir að framboðið var "tilkynnt".

Ég veit til þess að Jón nokkur Lárusson tilkynnti framboð sitt í janúar, hvar er öll umfjöllunin um hann?  Mér skilst að hann hafi reynt að komast að hjá fjölmiðlum, en engar undirtektir fengið.  Lagst er á aðra sem hafa sýnt málinu áhuga að þeir láti af að bjóða sig fram.

Hverjir skyldu það vera sem stjórna þessum fjölmiðlum t.d. RÚV og Stöð 2???? eru það ekki Samfylkingarfólk og/eða Vinstri grænir????  og hvers vegna er mbl.is að birta fréttir af þessu framboði??? af hverju fá aðrir ekki sömu trakteringar og Arnórsdóttir Hannibalssonar????

Hvernig að þessu framboði er staðið, hvernig það er kynnt og hvernig fjölmiðlar koma að þessu máli, í boði Samfylkingarinnar, gerir það að verkum að ég get ekki, vil ekki og mun ekki kjósa umrædda fjölmiðlakonu.

 


mbl.is Kosningasjóður Þóru stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Get ekki verið meira sammála þér, mér finnst þetta of langt gengið að það er bara fáránlegt, held að það væri best fyrir þóru að draga framboð sitt til baka. Þetta er því miður eins og með Gísla Martein sem bauð sig fram til Bæjarstjórnar hann naut þessara áthygli frá sínu fólki og komst inn. Skammarlegt og ekkert annað

Reynir W Lord, 10.4.2012 kl. 16:39

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi þá fékk Gísli mikla umfjöllum þegar hann var að keppa við Vilhjálm og Gísli TAPAÐI.

Í örðu lagi er önnur framboð einsog Jón og Ástþór búin að fá einhverja umfjöllum. T.d á RUV, Útvarp sögu og fleiri stöðum. Bylgjunni.

En þeir kapparnir hafa greinilega ekkert mikið fram að færa.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2012 kl. 17:08

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvað með leikhús sitjandi forseta, sem gat ekki staðfest í 2 mánuði að hann hefði sagst hætta í áramótaskaupinu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.4.2012 kl. 20:29

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka ykkur innlitið.

S&H, ég veit ekki til þess að Gísli eða Vilhjálmur séu í framboði til forseta.  Hvað Jón og Ástþór varðar, þá get ég ekki séð að þeir hafi nokkuð minna fram að færa en frambjóðandi fjölmiðlanna og er ég ekki þar með að gefa til kynna hvar atkvæði mitt liggur, en ég get sagt þér það að það mun ekki fara til fjölmiðlanna eða Samfylkingarframboðsins.  Frambjóðandi fjölmiðla hefur til að mynda fengið gott pláss í fjölmiðlum til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem ekki allir aðrir hafa fengið.

Anna Benkovic, sitjandi forseti hefur ekki þurft að notast við áróðursvélar fjölmiðlanna til þess að kynna sig.  Að sjálfsögðu hefur hann notað fjölmiðlana enda hefur hann verið í allgóðri stöðu til þess sem sitjandi forseti.  En hitt að fjölmiðlarnir, sem kallaðir eru fjórða stjórnvaldið, beita ótæpilega áróðri sínum einum frambjóðanda til framdráttar á kostnað annarra.  Það finnst mér ekki hægt og er ég ekki að gefa til kynna hvaða frambjóðandi mér finnst álitlegastur heldur hitt að mér finnst fjölmiðlar ekki geta teflt fram sínum eigin frambjóðanda eins og þeir nú gera, það er ólýðræðislegt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.4.2012 kl. 21:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég sagði aldrei að þeir voru í framboði til forseta. En þeir voru hinsvegar að slást um borgarstjórastólinn innbirðis í Sjálfstæðislfokknum. Þar fékk Gísli Marteinn meiri fjölmiðla athygi en tapaði samt.    Þvert á það sem Reynir W heldur fram.  

Þó að Gísli er núna í borgarstjórn er allt önnur ella.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2012 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 165943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband