Nú er að hrökkva eða stökkva

Hægagangur ríkisstjórnarinnar, þegar kemur að aðgerðum til að bjarga heimilum og fyrirtækjum landsins (þ.e. þeim sem bankarnir hafa ekki tekið yfir), er farinn að valda verulegum vandræðum í þjóðfélaginu.  Nú virðast ráðherrarnir loks vera farnir að átta sig á því að það þarf að taka til bragðs og gera eitthvað sem kemur fólkinu í landinu að gagni, en því miður hefur skort á þann skilning ráðamanna fram að þessu.

Ríkisstjórnin virðist ætla að halda áfram að draga lappirnar, kannski vegna þess að þau vita ekki hvernig á að taka á málum eða að þau hafi ekki þann kjark sem til þarf til að gera það sem gera þarf.

Ríkisstjórnin og Alþingi eru komin langt fram yfir gjalddaga í þessu máli og er aðgerðarleysi þeirra farin að kosta alminning óheyrilega, ekki bara fjárhagslega heldur andlegar og sálrænar kvalir, upplausn fjölskyldna og ýmsan vandræðagang sem hefði mátt koma í veg fyrir.  Við höfum horft á eftir fjölda manns flytja úr landi og margir aðrir hafa horfið yfir móðuna miklu af eigin hendi, vegna þess að það hefur upplifað algert vonleysi, fólk er hjálparvana og veit ekki sitt rjúkandi ráð. 

Nú eru ýmsir farnir að taka til hendinni og láta í sér heyra fyrir framan Alþingi og Stjórnarráðið þar sem fólk safnast saman og mótmælir því óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélagi okkar og ráðamenn eiga stóran þátt í.  Reiðin, sem er einn versti óvinur mannkynsins, er farin að láta til sín taka og er það slæmt, en það er það sem aðgerðarleysið kallar fram.

Stjórnvöld hafa lagt áherslur á mál sem koma almenningi ekki að gagni og mörg þeirra eru andþjóðfélagsleg, mál sem fæða ekki svanga maga, mál sem borga ekki skuldir þeirra sem eru í vanskilum vegna forsendubrests sem það átti enga sök á.  Á meðan er allt gert til að hygla þeim sem komu þjóð okkar á kaldan klaka og vel er þess gætt að ganga ekki á rétt þeirra, en réttur almennings er fótum troðin af yfirvöldum og fjármálafyrirtækjum.

Ég spyr því:

Hvar er réttlætið ???         

 Hvar er sanngirnin ???  

Hvar er hugrekki stjórnvalda ???  

Hvar eru hugsjónir stjórnmálamannanna ???

Nú er kominn tími til að framkvæma ellegar verður ríkisstjórnin að hrökklast frá og það með skömm. 

Betra væri fyrir ráðherrana sjálfa að viðurkenna vanmátt sinn strax og segja sig frá Stjórnarráðinu og láta af störfum sem alþingismenn, að öðrum kosti má búast við því að þau verði hrakin frá völdum.  Almenningur er búinn að fá upp í kok af stétt stjórnmálamanna og þá einkum ráðamanna.  Maður finnur fyrir ólgunni sem er farin að brjótast fram í þjóðfélaginu.

Mótmælin sem fram fóru á Austurvelli mánudaginn 4.október voru friðsöm, í samanburði við það sem þekkist annarsstaðar og þau mótmæli sem voru hér fyrir nærri tveimur árum síðan.  Hlusti ríkisstjórnin ekki á þau mótmæli sem nú eiga sér stað, þá óttast ég mótmælin sem hljóta að koma í kjölfarið.  Guð forði okkur frá þeim.

Að lokum tek ég undir orð Geirs H. Haarde og geri þau að mínum.

Guð blessi Ísland.  Ekki veitir af.

 


mbl.is Mótmæli við Stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Rétt hjá þér Tómas, þetta er spurning um klukkutíma eða daga hvenær allt verður kolvitlaust og þá hættir það ekki fyrr en stjórnin hrökklast frá völdum og þarf þá væntanlega að fara á þvottaplan til þess að láta skola af bakinu á sér. Við skulum þó vona að ekki verði stórslys þegar upp úr síður.

Tryggvi Þórarinsson, 12.10.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 162482

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband