Góð staða fyrir Íslendinga

Nú er um að gera fyrir ríkisstjórn Íslands og Alþingi að fara að snúa sér að málum sem skipta okkur meira máli en Icesave.  Heimilin og fyrirtækin bíða í ofvæni eftir því að ríkisvaldið fari að snúa sér að alvöru lausnum fyrir heimilin.  Handapatið sem viðgengst hefur í félagsmálaráðuneytinu er engum til gagns, alvöru lausnir verða að fara að líta dagsins ljós.

Ég átta mig ekki á því af hverju ríkisstjórnarflokkarnir sýna Íslandi og þjóðinni sem byggir landið svona mikla óvild, það er eins og það sé þeim kappsmál að leggja land og þjóð í rúst.  Meira að segja Vinstri grænir vilja framselja fullveldi þjóðarinnar í hendur Þjóðverja, Breta, Frakka og annarra ESB-þjóða.

Ég er ánægður með að samninganefndin skuli vera á heimleið og nú er best að leggja Icesave til hliðar og gleyma honum.

 


mbl.is Icesave: Staðan er engum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

það er greinilegt að þú skilur ekki hvað mikið hangir á að leysa þetta mál.  Án þess er einfaldlega ekki hægt að koma neinu í gang hér.  Því miður virðist þjóðin ekki skilja það.  Hvar á að fá peninga til að koma hlutunum í gang þegar lánshæfismatið er í rusli og enginn vill lána okkur?

Óskar, 26.2.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er með ólíkindum að menn eins og þú Óskar skulið halda að með því að taka á okkur þær byrðar sem Icesave er, að þá séum við komin á græna grein, því að þá getum við haldið áfram að taka lán ! ! ! 

Málið er að með því að bæta þessum klafa á okkur erum við að binda svokallað lánshæfimat í neðsta flokki til frambúðar, því að við verðum ekki menn til að standa við þær skuldir, hvað þá að bæta við þær eftir að við höfum undirgengist Icesave. 

NEI Óskar minn, það eru einhverjir aðrir en við sem erum á móti þessu Icesave-kjaftæði sem skilja ekki, svo einfalt er það.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2010 kl. 11:19

3 Smámynd: Óskar

þú kvartar sjálfur yfir því í bloggfærslunni að heimilin bíði eftir úrræðum.  Þú veist kanski ekki að ríkiskassinn er galtómur og þarf nauðsynlega á erlendu lánsfé að halda.  Ertu ekki viðurkenndur bókari?  Fékkstu þá viðurkenningu úr Cheeriospakka?

Óskar, 26.2.2010 kl. 13:31

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Óskar, það er til nóg fé í bönkunum og lífeyrissjóðunum til að koma verkum í gang og það þarf ekki viðurkenndan bókara til að sjá það, en með því að auka við skuldir langt fram yfir það sem þjóðin ræður við mun ekki lækka lánshæfimatið.  Sá hræðsluáróður sem Fylkingin og VG hafa haft uppi um að allt fari fjandans til ef við göngumst ekki undir Icesave-klafann er ekkert annað en blekkingar.  Ef að Steingrímur J. heldur að hann sé að koma sér niður á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum með því að leggja þessar óbærilegu byrðar á þjóðina, þá skjátlast honum hrapalega, þjóðin sér í gegnum blekkingar hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 165948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband