Nú er ekki um neitt að semja

Ljóst er að Hollendingar eru búnir að hafna frekari samningum við Íslendinga, nema á þeirra eigin forsendum og því er ljóst að um ekkert er að semja.  Því er kominn tími til að menn fari að spara okkur þann kostnað sem allt þetta mál hefur valdið okkur og hætta að eyða tíma í það, en fari að snúa sér að öðrum og mikilvægari málefnum s.s. að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.

Ef Hollendingar og Bretar telja að við skuldum þeim eitthvað, þá skulu þeir sækja það fyrir dómstólum og leggja fram sönnunargögn er sýna ótvírætt að við skuldum þeim einhvern pening sem við höfum ekki tekið að láni hjá þeim.

Ríkisstjórnin er búin að þjarka allt of lengi um þetta mál og varið hagsmuni annarra en okkar Íslendinga, það er búið að vera dýrkeypt.  Ef AGS ætlar enn að draga lappirnar gagnvart okkur þegar kemur að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar, þá eigum við að segja skilið við þann sjóð og vera ófeimin við að láta alla, sem það vilja vita að Hollendingar og Bretar hafa notað sjóðinn til að kúga okkur.

Veðurfar í þessum löndum ásamt norðurlöndunum og víðar mun ekki skána fyrr en þeir hafa fallið frá öllum kröfum á hendur Íslensku þjóðinni.

 


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 165943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband