Íslenska þjóðin á ekki, henni ber ekki og hún vill ekki borga Icesave-klafann

Á sama tíma og þjóðin segir NEI við Icesave, reynir ríkisstjórnin allt hvað hún getur að selja þegna landsins á þrældómsklafa Breta og Hollendinga.  Ætti starfandi forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni og verkstjóranum Jóhönnu Sigurðardóttur ekki að vera orðið það ljóst að þjóðin treystir þeim ekki til að fara með þetta mál lengur.  Þau hafa klúðrað Icesave-málinu alveg frá því þó tóku það að sér fyrir réttu ári síðan.  Ekkert, akkúrat ekki neitt, hefur verið gert til að reyna að verja hagsmuni íslendinga og er þá sama hvert litið er, hvort heldur það heitir Icesave, heimilin í landinu eða almennur fyrirtækjarekstur.  Það eina sem þessi stjórn hefur hugsað um er að verja bankana og útrásarvíkingana, almenningur er látinn blæða á meðan verið er að hygla þeim fyrrnefndu.

Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, það er ekki um annað að ræða.  Hvort stjórnarandstaðan er fær um að taka málið að sér veit ég ekki, en þeir virðast vera á þeim buxunum eins og Steingrímur að semja um að borga, en í því felst vandinn, fólkið í landinu veit að það á ekki að borga, þeim ber ekki að borga og það vill ekki borga.

Þar sem stjórnmálamennirnir eru ekki færir um að standa vörð um hagsmuni almenning í landinu verða þeir að víkja og rýma fyrir þeim sem eru tilbúnir að bjarga því sem bjargað verður, en öllum er það orðið ljóst að kommúnistarnir og kratarnir í ríkisstjórninni geta það ekki.

EKKERT ICESAVE

EKKERT ESB

BURT MEÐ AGS

 


mbl.is 66% gegn Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband